Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1987, Síða 15

Skinfaxi - 01.12.1987, Síða 15
Viðtalið "Viö erum aö byggja nýtt íþróttahús og nýja sundlaug," ég mikla áherslu á það við sljórnarmenn hér að það yrðu valdir góðir þjálfarar fyrir yngri flokkana og vel að því staðið. Eg vissi að það myndi skila sér síðar mcir. Þá fóru menn að standa vcl að þessu, fóru að gera vel við þjálfara yngri flokka og vclja góða menn þannig að það varð eflirsóknarvert að vera þjálfari yngri flokka hjá Stjörnunni. Þctta var stefnumörkun sem ég held að sé að skila sér núna mjög vel. Við höfum ált flciri cn einn íslandsmeistara öll þau ár sem ég var úti. í fyrra var það annar flokkur kvenna sem varð íslandsmeistari, þar áður varþað annar flokkur karla og þriðji flokkur karla. Þannig að við höfum stráka og stelpur sem eru að koma upp sem hafa kynnst því að sigra og það leggjum við geysi miklaáhersluá. Krakkarnirkynnist þeirri tilfinningu að vinna titla og menn þekki þá tilfinningu, hún vcrði næstum því vani. Það er hluti af þcssari upp- byggingu sem cr í gangi hjá Stjörnunni. Einnig er nauðsynlegt að vera með ákvcðið "íjjróttatilboð” fyrir þá unglinga sem ekki vilja cða cru lilbúnir að vera í keppnisíjnóttum." -Þið eruð sem sagt að koma á ákveðinni hefð fyrir góðum árangri. Hvernig sérðu muninn á þessu núna og þegar þú varst í FH, scm hefur lengi verið handboltastórveldi. “Stjarnan er ekki rótgóið handboltafélag ef við gctum orðað það þannig. Þegar vel gengur hjá FH eins og nú er, fylgist nánast hálfur bærinn með. Mitt uppeldi hjá FH kcnndi mér ýmislegt og margt af því hef ég reynt að setja inn í mitt starf hér hjá Stjörnunni. Þar var kenndur sá hugsunarháttur að vilja vinna og vera bcstir. Ákveðið stolt, menn sættu sig ekki við annað en að sigra. Og ég held að þessi hugsunarháltur sé að koma mikið inn í Stjörnuna, að sætta sig aðeins við sigur.” Sigurí 1. deild innan þriggja dra -Þá hcfur þetta gerst nokkuð fljótt, Stjarnan cr frekar ungt félag. “Já þetta hefur gerst hratt. En menn starfa í þessum anda í dag. Stjómcndur sem aðrir. Allir gcra sitt besta. En það tekur sinn tíma að svona hugsunarháttur verði hefðbundinn, ef hægt er að orða það svo. En ég er sannfærður um að þetta fer að skila sérmiklu beturallra næstu ár. Það er í sjálfu sér engin regla fyrir því hvernig þetta gerist. En ung félög eins og Stjarnan geta alveg skotist á toppinn og haldið sér þar. Og markmið félagsins núna í hand- boltanumer að vinna íslandsmeistaratitil í 1. deild karla innan þriggja ára.” -Hvað þá með þetta kcppnistímabil? “í vetur setjum við okkur það markmið að verða í sjötta til sjöunda sæti. Ég tel það vera raunhæft markmið J>ar sem við höfum misst góða menn og yngri menn eru að koma inn í liðið. Næsta ár cr markmiðið að vera í einu af þremur efstu sætunum og síðan að stefnaað titli. Mcnn vinna að þessu núna. Liður í þessu er sú uppbygging sem á sér stað hér í Garðabæ áallri aðstöðu. Okkureralveg Ijóst að það þýðir ekkert að vera að eyða miklum tíma og orku í þessi mál án þess að stefna hátt.” -Er ekki stefnt nokkuð hátt með þeirri aðstöðu sem hér er verið að byggja upp? Jú, Það er stefnt að því að byggja nýtt íj)róttahús og 25 m. sundlaug og gcra svæðið hcr að glæsilegri félags- og íjiróttamiðstöð. Ástæðan fyrir þessum markmiðum er meðal annara sú að viðhorf ráðamanna og stjórnmálamanna hér er allt annað en þegar ég kom hér fyrst, fyrir sex árum. Núna sjá menn vcl uppeld- islegt gildi í])rótta. Þeir sjá einnig þcnnan augljósa þátt í sambandi við forvarnas- tarf. Scm sagt, að þcir krakkar scm eru í íjnóttum reykja minna, drckka minna og standa sig oft betur í skóla. Nýjustu félagsfræðilegarkannanirbenda tilþcssa. Og viðhorf manna er allt annað nú. Fyrir sex árum þurfti að berjast mcð kjafti og klóm fyrir öllu sem sncrti íjiróttir. í dag sjá menn hins vegar gildi í})rótta. Þeir sjá það að Garðabær getur verið og er ákveðin uppcldismiðstöð þar sem lögð er áhersla á íþróttir og félagslíf, félagsmiðstöð og góða skóla. Skóla sem hafa ekki eingöngu það hlutverk að troða í krakkana heldur miklu breiðara hlutverk, eins og stundvísi, aga, hre- inskilni, heiðarleika og þar fram eftir götum. Uppeldismiðstöðin Garðabœr Ég lít á Garðabæ í dag sem góða uppeldismiðstöð fyrir ungt fólk. Stærsti liðurinn í þessari miðstöð er auðvitað aðstaðan. Við erum komnir mcð upphitaðaðan grasvöll, einn besta grasvöll á landinu. Við erum að byggja nýtt íj)róttahús, nýja sundlaug. í húsinu verður löglegur kcppnisvöllur í handbolta mcð 1000 til 1500 áhorfendum. Sund- laugin verður mjög glæsilcg og vel búin, 25 metralaug. Sú gamla sem nú er, verður rifin og nýja laugin kemur á sama stað. Þegar þetta allt verður komið í gagnið, jafnvel félagsheimili Stjörnunnar sem ekki er reyndar inni í þessum áætlunum bæjarfclagsins, vcrður þclta allt á einum stað. Félagsheimili, öll íþróttaaðstaða og skólar. Þetta er ákvcðin stefna og ég er ánægður mcð þctta. ÍJnótlahúsið og sund- laugin vcrður tilbúin á næsta ári. Þannig að J)að er óhætt að fullyrða að hér á sér stað geysilega mikil uppbygging. Hér er uin að ræða eina hcild, íjirótlir, fclagsstarf, skólar; uppcldi. Og við viljum að menn standi sig áöllum þessum stöðum og hægt verði að segja að samnefnari fyrir Garðabæ sé dugnaður. Að vilja ná langt, Skinfaxi 15

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.