Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.12.1987, Side 34

Skinfaxi - 01.12.1987, Side 34
Iþróttahátíö UMSB 75 ára ungmenni Íþróttamótí tilefni 75 óra afmœlis Ungmennasam- bands Borgarfjaröar tókst svo vel að ókveöiö hefur veriö að gera mótiö framvegis að örvissum viöburði Það var mikið um dýrðir þann sjöunda síðasta mánaðar í íþróttamiðstöðinni í Borgamesi. Þávarhaldinþaríþróttaháu'ð um það bil 250 bama og unglinga í héraðinu í tilefni þess að Ungmennasam- band Borgarfjarðar er 75 ára á þessu ári. Það er óhætt að fullyrða að það var nokkuð mikið í fang færst að ætla sér að halda á einum degi íþróttamót á þar sem búast mátti við allt að 300 þátttakendum í tólf íþróttagreinum. Það kom þó ekki í veg fyrir að mótið yrði haldið og er skemmst frá að segja að það tókst mjög vel. Keppnisgreinamar voru badminton, borðtennis, frjálsar íþróttir (langstökk án atrcnnu, hástökk með atr., kúluvarp og víðavangshlaup), knattspyrna, körfubolti, skák, og sund (bringusund, skriðsund, baksund). Keppt var í fimm aldursflokkum, frá 8 til 15 ára, ogþau lið sem tókuþáttí mótinu vora fyrst og fremst frá skólunum í héraðinu. Ingimundur Ingimundarson, framkvæmdastjóri UMSB og skipu- leggjandi mótsins, sagði að keppendur hefðu sjálfsagt orðið mun fleiri en raunin varð á, því krakkamir hefðu verið að koma allt fram á síðasta dag til sín að skrá sig til kcppni. Það gekk hins vegar ekki upp því skráningu þurfti að vera lokið viku fyrir mótið svo mögulegt væri að skipuleggja það með sómasamlegum hætti. Mótið hófst klukkan níu á laugard- agsmorgni með því að sýslumaður Borgarfjarðar- og Mýrasýslu, Rúnar Guðjónsson, setti mótið. Einn aðstandenda þess sagði að eftir á séð hefðu þau í raun verið ótrúlega bjartsýn og að sjálfsögðu lært margt á þessu. Sumt hefði farið úrskeiðis en þegar á heildina væri litið hefði það tekist svo vel að þau Framkvœmdastjórinn afhendir verölaunapeninga. "Hver skyldi núeigaþennan?" 34 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.