Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.06.1988, Page 23

Skinfaxi - 01.06.1988, Page 23
usvs Frá héraösmóti á Víkurvelli siðasta sumar. félögum að koma með knattspymuhópa í æfingabúðir hér í Vík.” -Olafur er í stjórn síns félags, Ungmennafélagsins Drangs í Vík. Starfsmenn UMFI voru nýlega á fun- daferð í Skaftafellssýslu og héldu m.a. fund með stjórnarmönnum Drangs. Hvað finnst Olafi um slíka fundi? “Þessi fundur var mjög gagnlegur. Þeir Sigurður (Þorsteinsson, framkvæmdastjóri UMFÍ) og Hörður (Oskarsson, starfsmaður UMFI) gáfu okkur ýmsar hugmyndir sem við getum nýtt okkur við að fá fleira fólk til starfa og hvernig við getum náð samstarfi við önnur félög. Að senda til dæmis spumin- galista til nemenda og foreldra um hvað þau telji að fé'.agið eigi helst að standa fyrir. Einnig þessi hugmynd, að fá önnur félög á svæðinu til að aðstoða við mótshald til dæmis, gegn því að ungmennafélagið aðstoði þá félögin eitthvað á móti. Það sem við eigum við að stríða er að fólk dettur út úr starfinu of snemma. Þegar fólk er orðið 13 til 15 ára fer það að hætta í starfinu. Við þurfum að ná að virkja þetta fólk betur með einhverjum hætti.” -Nú á Ólafur eftir eitt ár í menntaskóla. Hefur hann hugsað um framtíðina, hvað tekur við eftir stúdent. Ætlar hann að halda áfram að æfa? “Það er nú ekkert fullmótað hvað ég geri eftir stúdentspróf. En ég hef verið að láta mér detta í hug að fara í Iþrótta- kennaraskólann á Laugarvatni. Og þá fy Igja æfingar með, þannig að það er langt frá því að ég sé búinn að fá leið á íþróttunum.” IH Nýr íþróttavöllur á Klaustri Það er ekki algengt að lítil félög sem standa í stórræðum nreð mannvirki séu skuldlaus þegar verki er um það bil að Ijúka. Þannig er því hins vegar háttað hjá ungmennafélaginu Armanni á Kirkjubæjarklaustri með nýjan íþróttavöll sem verið er að gera rétt við Klaustur. Stefnt er að því að ljúka frágangi við völlinn nú í sunrar og vígja hann á Bikarkeppni Frjálsíþróttasambands Islands í 3. deild. Völlurinn hefur tekið nokkur ár í smíðum og hefur verið unnið geysilega mikið sjálfboðaliðastarf á þeinr tíma. Nú hafa hins vegar verktakar tekið við og er verið að ganga frá fjórfaldri hlaupabraut Sigmar Helgason sýnir UMFÍ mönnum og fleiri nýja völlinn. (sexföld á beinu brautunum) umhverfis sumri til á Klaustri, jafnt í frjálsum grasvöllinn. Völlurinn mun auðvitað íþróttum sem knattsyrnu. IH gerbreytaallri aðstöðutil íþróttaiðkana að Skinfaxi 23

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.