Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.08.1990, Page 17

Skinfaxi - 01.08.1990, Page 17
SUND Á LANDSMÓTI Undanrásir að morgni og úr- slit að kvöldi Þessi pistill minn um sund á Landsmóti UMFÍ í Mosfellsbæ hefst þegar ég á leið með Teistanum frá Straumey til Suður- eyjar. Af hverju í Færeyjum? Júþannig var að þessa dagana, 13.-16. september var aðalfundurNSU haldinn í Færeyjum og vorum við mættir fyrir hönd UMFI, Pálmi Gíslason, Sigurður Þorsteinsson, Hörður Óskarsson og undirritaður til að sitja fundinn. En vegna samgangna við Færeyjar erum við deginum fyrr á ferð- inni. í dag er því frí, svo við Hörður ákváðum að skoða okkur um. Reyndar fórum við á fætur kl. 6:30 í morgun og vorum mættir í sundhöllinarétt rúmlega sjö. Hvílíkhöll! Sundlaug með 6braut- um, dýfingalaug og tvær kennslulaugar, jáglæsilegterþað. Erekkikominntími til þess að byggja veglega keppnislaug á íslandi? Ekki gekkáfallalaustað komahugsunum sínum á blað í ferjunni, því hvað eftir annað var undirritaður truflaður af spenntum og æstum Færeyingum, sem horfðu á beina útsendingu frá landsleik Færeyinga og Austurríkis. Ekki þarf að lýsafyrirlesendum hvílík læti brutustút þegar Færeyingar skoruðu mark, hvað þá þegar flautað var til leiksloka. En snúum okkurþá aðLandsmóti UMFI. Auðvitað hefur hvert mót sitt yfirbragð og svo var nú. Þegar horft er til baka til þeirra fjögurra daga sem við áttum í Mosfellsbæ er sjálfsagt margt sem kernur upp í hugann s. s. veður, keppnin, tjald- búðir, félagar, samanburður við önnur Landsmót og fleira. Undirbúningur að mótinu sjálfu hófst fyrir löngu hjá flest- um, hvort heldur talað er um keppendur eða mótshaldara, enda að mörgu að hyggja. Flestirkeppendahófuundirbún- ing strax eftir síðasta Landsmót á Húsa- vík og á það sérstaklega við um eldri keppendurna, en aðrir voru að taka þátt í sínu fyrsta stórmóti. Ekki er hægt að segja að aðstaðan hafi verið sú besta í heimi, endaer Varmárlaug byggð kring- um 1960 og þá voru gerðar aðrar kröfur. Segjamáað heimamennhafileystmálin Verðlaunahafar f 4x100 metra skriðsundi kvenna vel af hendi. Eini gallinn sem ekki er hægt að ráða við er breidd laugarinnar. Reyndar hafði ég góða reynslu af Mos- fellingum frá AMÍ1989 og var því ekki kvíðinn, því það nrót var þeim til sóma og mörgum til eftirbreytni. Sú breyting, sem samþykkt var á sam- bandsráðsfundi 1989, að synda undan- rásir að morgni og úrslit að kvöldi var eina breytingin frá síðasta móti og því spennandi að sjá hvernig keppendum og áhorfendum líkaði þessi nýjung. Ekki verður annað sagt en að allir þeir sem ég talaði við hafi verið hinir ánægðustu, en þó verður að segj a að mótshaldarar hefðu mátt auglýsa þessa nýbreytni og þá sér- Sundkveöja, Magnús Már tekur viö verölaunum úr hendi Þorsteins Einarssonar fyrrv. íþróttafulltrúa staklega áhorfenda vegna. í staðinn fyr- ir að vera allan daginn við laugina var nú hægt að koma og horfa á tveggja riðla úrslit í hverju sundi og glæsilega verð- launaafhendingu, og tók þetta um eina og hálfa klukkustund. Um keppnina sjálfa má sjálfsagt hafa mörg orð, en ég hef kosið að láta mönnum eftir að dæma sjálfir þar sem úrsl it birtast hér í blaðinu og geta lesendur þá spáð í spilin að vild. Á Landsmót UMFÍ koma einstaklingar sem eru misjafnlega langt komnir í greinum sínum, enda segir ald- ur keppenda oft meira en margt annað. I sundinu var aldursmunurinn 14 ár. Ég minntist áðan á verðlaunaafhending- una. Hún var glæsileg og þeim til sóma er hana skipulögðu. Sérstaklega þótti mér gaman að sjá minn gamla húsbónda Jón á Reykjum og Þorstein Einarsson göngustjóra UMFI á mörgum Landsmót- umafhendaverðlaun. Þarfóruglæsilegir fulltrúar þeirra sem voru með hér á árum áður. Báðir kepptu þeir á stórmótum, Jón á Landsmótinu í Haukadal og Þorst- einn m. a. í glímu. Ég læt hér lokið pistli mínum um sund á LandsmótiUMFÍ 1990. Einsoglesamá er þetta ekki fræðileg úttekt heldur meira rabb um mótið eins og það kom mér fyr- ir sjónir. Sjálfsagt eiga ýmsir eftir að stinga niður penna og fjalla um sund og aðrar greinar á Landsmóti, hver á sinn hátt. Með kveðju, Flemming Jessen, stjórnarmaður UMFI. Skinfaxi 17

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.