Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1990, Síða 22

Skinfaxi - 01.08.1990, Síða 22
V I Ð T A L I Ð hápunkturinn og stefnan er að ná glæsilegum árangri þar. Of lítið gert fyrir íslenska afreksíþróttamenn Hvernig standa íslenskir afreksíþróttamenn samanborið við þá erlendu? „Það eroflítið gert fyrir afreksíþróttamenn á Islandi. Þetta eru fjölskyldumenn sem vinna fulla vinnu og sinna svo æfingum utan þess og getaþáekki lifaðeðlilegu lífi. Menn verðaað geta æft á réttum tíma, borðað á réttum tíma og hvílt sig á réttum tíma. Líkantinn þarf skipulag til þess að geta staðið undirþeim kröfum sem gerðar eru til hans. Ef menn eru ekki vel hvíldir þá er meiri hætta á meiðslum og menn ná síður árangri. Ég bermigoft saman við norskan starfsbróðurminn. Hann fær 800 þúsund króna sty rk á ári frá norska frjálsíþróttasambandinu, gegnir hálfu starfi, en er á fullum launum fráríkinu. Hann tek- ur létta æfingu á morgnana og aðra þunga eftir hádegið og get- ur lifað eðlilegu fjölskyldulífi það sem eftirer dagsins. Það er ótrúlegt að afreksmenn f hinum ýmsu íþróttagreinum séu ekki metnireins og stórmeistararnirí skák semeru álaunum hjárík- inu. Ég tel þá ekkert fremri okkar fremsta frjálsíþróttafólki. Einar Vilhjálmssonert. d. meðfimmta bestaárangurí spjótkasti í ár. Afreksmannasjóður ISI er reyndar til, en mörgum virðist hann ekki starfa eftir neinum reglum og fjárveitingar eru oft handahófskenndar.” Lyf í íþróttum Pétur segist ekki hafa orðið var við lyf í íþróttum, en segist heyra ýmislegt, þegar ég inni hann eftir því hvort hann verði var við lyfjanotkun meðal afreksfólks sent hann umgengst á stórmótum erlendis. En það er ekki vafi á því að lyfin eru til staðar og nýlegt dæmi um sovéska kastarann Lekov sannar það. Sá kastari varð uppvís að notkun örvandi lyfja og hann verður að skila bronsinu sem hann hneppti íSplit. Péturfærð- ist því upp um eitt sæti. Þriggja barna faðir á afreksskóm „Ef ég ætla að ná lengra í kúlunni verð ég að fá meiri tíma til þess að sinna æfingunt. Við hjónin eignuðumst okkar þriðja barn í maí og ég er nú í nokkurskonar barnsburðarfríi og það frí ætla ég að nota vel til að æfa, og sinna stelpunni”, bætir Pétur við þegar ég hvái og spyr hvort hann ætli bara að æfa í fríinu. Ég æfi núna í Orkulind hjá Stefáni Hallgrímssyni fyrrverandi tugþrautarinanni úr UIA. Hann og Erlendur Valdimarsson kringlukastari hafa veitt mér mikinn stuðning, Erlendur hefur veitt mér tæknilega leiðsögn og Stefán styrktarlega. Þá æfi ég íLaugardalnum og heffengið að sækja hinaog þessa tíma. Við Andrés bróðir æfum töluvert saman. Ég held að það sé nauð- synlegt að kúluvarparar hafi æfingafélaga sem veitir aðstoð og gefur ráðleggingar. Maður verður að æfa með einhverjum, sérstaklega þegar maður er að lyfta. Við fylgjumst-með hvor öðrum og leiðbeinum nteð tækni þegar við erum að kasta. Þetta er fjórða keppnisárið sem ég æfi skipulega allan ársins hring og ég ætla að halda því áfram í sex til tíu ár í viðbót og reyna að skapa mér betri aðstöðu, t. d. með því að komast á samning við stórfyrirtæki. Það er auðvitað bagalegt að þurfa að eyða besta tíma dagsins í vinnu, þurfa að æfa á kvöldin og geta ekki verið með fjölskyldunni eins og eðlilegt er, en konan mín er ski I n ingsrík og kvartar ekki mikið. Ég hef ekki aðstöðu til þess að æfa eins og þyrfti, þar sem ég þarf að hafa nógar tekj- ur til þess að framfleyta fjölskyldunni,” segir Pétur að lokum. Islendingareru svosannarlegaaftailegaámerinnihvað viðkem- ur stuðningi við afreksíþróttafólk sitt. Margir íþróttamenn hafa metnað til þess að standa sig, en þeim er ekki gefið tæki- færi til að stunda íþróttina sem skyldi. Og samt sem áður er ætlast til þess að þeir séu á heimsmælikvarða. Hvað þarf að gerast til þess að einhver breyting verði? Er svarið samþykkt laga á Alþingi þess efnis að afreksmönnum verði gert jafnt hátt undir höfði og íslenskum skákmönnum? Það væri án efa skref í rétta átt. Ákvað að taka þátt í getrauninni fimm mínútum fyrir lokun Boðsmót VISA í spjótkasti var haldið í tengslum við Landsmót UMFÍ í sumar. Gestir mótsins gátu tekið þátt í getraunaleik og getið sér til um hvert sigurkastið yrði. Þingeysk stúlka, Sigrún Er- lendsdóttir, sigraði ígetrauna- keppninni og giskaði á 78,89 metra,ensigurkastEinars var 78,88 metrar. Að launum fékkhúnáritaðspjótfráEinari með nöfnum þeirra sem tóku þátt í boðsmótinu og Adidas- galla merktan Visa. Sigrún er I4ára og eríLitlu- laugaskóla í Reykjadal. For- eldrar hennar eru Gréta Ás- geirsdóttir og Konráð Er- lendsson, og hún á tvo bræður, Erlendog Arngrím. „Égbjóst alls ekki við þvf að vinna, það var vinkona mín sem dró mig til þess að kaupa miða fimm mínútum áður en kössunum var lokað,” sagði Sigrún þegar hún var innt eftir ástæðunni fyrir þátttöku sinni. Sigrún Erlendsdóttir tekur viö spjót- inu úr hendi Aðalsteins Pálssonar. Sigrún stundar íþróttir með Umf. Eflingu og HSÞ. Henni finnst skemmtilegast að hlaupa 400 og 800 metra og stökkva hástökk og langstökk. „Ég hef keppt í spjótkasti og mér finnst gaman að kasta, en ég er ekki búin að ákveða hvort ég æfi það rneira næsta sumar,“ sagði Sigrún þegar hún var spurð h vort hún ætlaði ekki að nota spjótið næsta sumar. „Ég er ekkert farin að nota spjótið, það stendur bara í herberginu mínu, en það eru margir sem vilja kaupa það af mér”, sagði Sigrún að lokum. 22 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.