Skinfaxi - 01.08.1990, Side 39
FRETTIR FRA
SAMBÖNDUM
Fréttir frá HVÍ
Pollarnir og prúð-
mannleg framkoma
Sumarstarfið hjá Héraðssambandi V-
Isfirðinga var mjög fjörugt. Fram-
kvæmdastjóri hefur verið í fullu starfi
síðan í mars og er það f fyrsta sinn sem
framkvæmdastjóri starfar í meira en tvo
mánuði á ári.
Sumarbúðir voru starfræktar í júní í Hér-
aðsskólanum að Núpi. Þátttakendur voru
alls 105 á þremur námskeiðum og áhugi
mikill.
Héraðsmót HVÍ var haldið á Þingeyri
þann 23. júní og keppt var í 12 greinum
hjá körlum, en 10 hjá konum. íþrótta-
félagið Stefnir á Suðureyri sigraði með
miklum yfirburðum.
Haldin voru þrjú barnamót í frjálsum
íþróttum, tvö fyrir 16 ára og yngri og eitt
fyrir 12áraogyngri. Mótin voru íumsjá
stærstu félaganna, þ. e. Stefnis, Höfrungs
og Grettis, en þessi félög hafa þjálfara á
launum yfir sumartímann.
Pollamót í knattspyrnu var haldið á Núpi
dagana 28.-29. júlí og 10 lið mættu til
leiks. Voru þaufrálsafirði, Bolungarvík,
Þingeyri ogBíldudal. Kepptvarítveimur
riðlum og leikin tvöföld umferð. Urslit
urðu þau að ísfirðingar báru sigur úr být-
um í báðum riðlum, en sérstök aukaverð-
laun voru veitt markahæsta leikmanni,
efnilegasta leikmanni og þeim sem sýndi
prúðasta framkomu.
ÚR & SKART
Uankastrxti 6. Simi llltíOO
Réttur
þinn
til hnta
ELLI
LlFEYRIR
til bóta
Tryggingastofnunar ríkisins,
hver er hann? Svarið er að finna í
bæklingum okkar. Biðjið um þá.
[
BÆTUR
TIL EKKNA EKKLA OG
EINSTÆÐRA FORELDRA
SLYSA-
BÆTUR
TANN-
UEKNINGAR
TRYGGINGASTOFN
RIKISINS
B/ETURI
FÆÐINGAR
ORLOFI
TRYGGI NGASTt
RÍKISINÍ
ÖRORKU"
BÆTUR
SJÚKRA
BÆTUR
ílNGASTOFNUN
RÍKISI.NS
Tryggingastofnun ríkisins
Formaður HVÍ er Birkir Þór Guðmundsson
Hrauni I, en framkvæmdastjóri er Þórarinn
Hannesson á Núpi, sími 94-8327.
Fréttir frá UDN
Fjáröflunarleiðir
Ungmennasamband Dalamanna og N-Breið-
ftrðinga gaf út 20 síðna auglýsingablað til þess
að afla fjár vegna ferðar á Landsmótið. Blaðið
var borið á hvert heimili á sambandssvæðinu.
Mjólkursamlagið í Búðardal studdi við sam-
bandið með mat og drykk og einnig Búnaðar-
bankinn í Búðardal, sem gaf búninga á knatt-
spyrnulið UDN.
FormaðurUDN er Rúnar Karl Jónsson íBúðar-
dal, en framkvæmdastjóri erGuðríður Brynjars-
dóttir. Skrifstofa sambandsins er að Miðbraut
5 í Búðardal, pósthólf 123, sími 93-41428.
Fréttir frá UNÞ
Landsmótsfjáröflun
Fjáröflun fyrir Landsmótið var nteð hefð-
bundnu sniði. Gefnir voru út 500 happ-
drættismiðar, sem er um það bil einn rniði á
hverja þrjá íbúa sýslunnar. Ríllega helmingur
miðanna seldist og má það heita þokkalegt.
Hagnaðurinn fór nær allur í ferðakostnað
keppenda og reiknuðust 4000 krónur fyrir
hvern einstakling. Með sölu happdrættis-
ntiðanna og hagnaði af þeim, má reikna með
að sparast hafi um það bil helmingureðlilegs
ferðakostnaðar ef farið er með hópferðabíl.
Formaður UNÞ er Eiríkur Jóhannsson
Skinnastað, sími 96-52250.
Skinfaxi
39