Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1990, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.12.1990, Blaðsíða 6
FRA RITSTJORA Kæru lesendur. Ski nfaxi er blað ungmennafélaga um allt land og markmið þess er m.a. að fræðafélaganaum starfið, tengja þá saman og veita haldgóðar upplýsingar um aðferðir til þess að ná markmiðunum um ræktun lýðs og lands. Þeim leiðum sem við förum til þess að ná markmiðunum er hægt að fjölga. Því fleiri leiðir sem farnar eru, því meiri líkur eru til þess að árangur náist. í Skinfaxa er nú tjölbreytt efni og er aðalviðtalið að þessu sinni við herra Ólaf Skúlason biskup íslands. Biskup er mikill áhugamaðurum íþróttirog segirhannm.a. frá starfi sínu hjá Ungmennafélagi Keflavíkur á árum áður. Á síðastakirkjuþingi varnokkuðrættum þjóðfélagnútímans og þær aðstæður sent börnum eru skapaðar innan þess. Ólafur svarar m.a. spurningum um það hvernig kirkjan vilji bregðast við þeim vanda sem algengt er að börn búi við. íþróttaslys eru alltíð hér á landi og fyllsta ástæða er til þess að koma á umræðu um það efni. Samkvæmt nýju nefndaráliti um almannatryggingalögin er ekki gert ráð fyrir slysatryggingu íþróttamanna eins og verið hefur. Verði frumvarpið samþykkt óbreytt á Alþingi fellur niður slysatrygging íþróttamanna skv. lögunum, án þess að séð verði að nokkuð komi í staðinn. I Skinfaxa er þetta mál tekið fyrir og rætt við 15 ára stúlku sem slasaðist í íþróttakeppni ogfékkekki bæturfráalmannatryggingum. Vertu með, er grein um göngu- og skokkæfingar. Rætt er við skokkara úr Mosfellsbæ sem varorðinn 165 kílóog illa haldinn Iíkamlega, þegar hann dreif sig út að ganga. En íþróttamenn og aðrir mega ekki gleyma því að nærast. í Skinfaxaergrein um svonefnt lystarstol, þarsem íjallað er um einstaklinga, sem eru haldnir ranghugmyndum um eigin líkama og grenna sig svo mikið að leitt getur til dauða. Næring hefur mikil áhrif á heilsuna og andlegt og líkamlegt atgervi fólks. Ef fólk vill koma líkama sínum í betra form er heillavænlegast að stunda líkamsþjálfun og borða reglulega fæði sem er rétt samsett af næringarefnum. Reglurnareru í raun mjög einfaldar; minnkið neyslu sykurs og matvæla sem innihalda hann, minnkið saltneyslu, borðið ávexti milli mála þegar þið eruð svöng og hafið hrátt grænmetissalat meðkvöldmatnum. Borðið fisk, kartöflurog brauð og forðist að setja of mikið srnjör á brauðið. Borðið oftar og lítið í einu, frekar en sjaldan og mikið. Borðið morgunmat, hádegismat, síðdegismat og k völdmat og stundið góða, alhliða líkamsþjálfun. Látið líða um tvo tíma frá því þið borðuðuð og þar til æfing fer fram. Við Islendingar höfum lengi álitið okkur búa við bestu skilyrði sem þekkjast í heiminum. Og við höfum haldið að ekkert þyrfti að gera til að viðhalda þeim gæðum sem landið okkar hefur upp á að bjóða. Nú er hins vegar mörgum Ijóst að við svo búið má ekki lengur standa. Landið verður mengun að bráð ef ekkert er að gert. Við verðum að taka höndum saman ogspornagegnóæskilegumefnum í umhverfi okkar áður en það er orðið um seinan. Nauðsynlegt er að fræða almenning um mikilvægi umhverfisverndarog hvetja til sameiginlegs átaks. Hér á síðunum eru tvær greinar um umhverfismál, leiðarinn sem Matthías Lýðsson stjómarmaður í UMFÍ skrifarog grein Björns B. Jónssonarformanns HSK, Umhverfi okkar. Um leið og ég óska lesendum Skinfaxa gleðilegra jóla, með þakklæti fyrir árið sem er að líða, vil ég senda ritnefnd Skinfaxa og þeim öðrum, sem hafa lagt hönd á plóginn, sérstakar þakkir fyrir vel unnin og fórnfús störf. Með kveðju Una María Óskarsdóttir Ljósmyndasamkeppni Skinfaxa Þátttaka í Ijósmyndasamkeppni Skinfaxa, um bestu Ijósmynd sem tekin vará20. Landsmóti UMFÍ íMosfellsbæ í sumar, var ekki góð. Niðurstaða dómnefndar var sú að engin mynd var álitin nógu góð til að hljóta fyrstu verðlaun. Dómnefndin ákvað hinsvegar að verðlauna Ingimar Guðmundsson fyrir þessa athyglisverðu mynd sem hann sendi í keppnina. Hún er af Huga S. Harðarsyni HSK, sem keppti í þríþraul. Myndin lýsir einsemd einstaklings- íþróttamannsins. Einsemd einstaklingsíþróttamannsins. Ljósmyndari: Ingimar Guömundsson. < 6 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.