Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.12.1990, Side 13

Skinfaxi - 01.12.1990, Side 13
V I Ð T A L Víndrykkja brottrekstrarsök Rætt við 20 ára íslenska stúlku, skiptinema í Svíþjóð Dagmar I hópi skiptinema frá ýmsum löndum (hún er I miðið í fremri röð). í sumar sem leið fór skiptinemi á vegum UMFÍ í fyrsta sinn til Svíþjóðar. Það var Dagmar Viðarsdóttir úr Reykjavík sem sótti um að fara. Hélt hún af stað B.júníogdvaldiíSvíþjóðíþrjámánuði. Það voru 4H-samtökin í Svíþjóð sem stóðu fyrir ungmennaskiptunum, en 4H stendur fyrir: Höfuð, Hjarta, Hönd og Heilsa. Urn 30.000 manns, í um 650 félögum eru skráðir í þessi samtök í S víþjóð og eru þeir á aldrinum 7-25 ára. Auk mikils starfs heimafyrir eru samtökin í sanrstarfi við alþjóða skiptinemasamtök - IFYE - sem starfrækt eru í yfir 80 löndum. Skinfaxi hitti Dagmarað máli og spurði hana hvernig dvölin hefði verið. „Ég fékk alveg stórkostlegt ferðaveður til Svíþjóðarog leistafarvel ámigstrax og ég leit landið úr lofti. Einn af starfsmönnum 4H tók á móti mér og fórum við til Enköping, þar sem ég hitti hina skiptinemana. Þar dvöldum við í4 daga, bæði til þessað kynnast innbyrðis og fræðast nánar um áframhaldandi dvöl okkar í Svíþjóð. Ég dvaldi alls hjá 4 fjölskyldum og kynntist mörgu. Fyrsta fjölskyldan sem ég bjó hjá átti heima í Östersund, afar fallegum bæ með um 30.000 íbúa. Fjölskyldan kepptist við að sýna mér allt það markverðasta og ferðaðist ég meðal annars bæði til Finnlandsog Noregs. I Norður-Svíþjóð var ég hjá tveimur fjölskyldum og eins þegarég dvaldi á Skáni og í Smálöndum. Þann 25. júlí lá leið mín til Dalarna, sem er ein af 25 sýslum Svíþjóðar. Þar dvaldi ég vikutíma í tjaldbúðum. Um 600 4H félagar voru þar saman komnir, á sínu árlega móti, ásamt öllum skiptinemunum. Við mynduðum sérstakan hóp og var úthlutað svæði sem við skipulögðum eftir okkar höfði. Tjöldum var raðað í hring og varðeldur í miðju. Við byggðum síðan eldhús, ruslatunnur, borð og snúrur. Allt efnið til smíðanna varokkuraflient.s.s. spýtur, snæri og bönd, en enga nagla mátti nota. Margs konar uppákomur voru settar á svið og k völdvökur voru á hverju kvöldi og niikið um að vera. Enginn hafði tíma til þess að láta sér leiðast því við vorum vakin kl. 6:30ámorgnanaog yfirleitt varekki farið að sofa fyrren um kl. 3:00 á nóttunni. Þaðvarfariðíblak, ratleiki um nálægt skógarsvæði, fjallgöngur, keppl í frjálsum íþróttum ofl. ofl. Þessu móti lauk svo 3. ágúst og voru allir sammála um að vel hafði til tekist.” Voru áfengir drykkir hafðir um hönd á mótinu? „Nei, enginn drakk vín og ef einhver hefði gert það þá hefði hann verið sendur burt af svæðinu. Þau boð og aðrar samkomur sem ég fór í voru allar án áfengis, ég held að krakkar úti í Svíþjóð drekki ekki eins mikið áfengi og þeir gera hér heima.” Eitthvað að lokum? „Þessi dvöl mín í Svíþjóð varmeiriháttar og finnst ég v íðsýnni og ser kemmtilegi reynslu rflcari, enda alls staðar tekið á móti mér opnum. Ég kynntist fjölda fólks og svona ferð fer maður ekki nema einu sinni á ævinni og býr að henni um langa framtíð. Ég vil nota tækifærið til þess að þakka UMFI fyrir að hafa fengið tækifæri til þess að vera með í þessu.” Gleðileg jól, gott og farsælt komandi ár Þökkum viðskiptin á árinu Gullsmiðir Sigtryggur og Pétur Brekkugötu 5 Akureyri Skinfaxi 13

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.