Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1990, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.12.1990, Blaðsíða 14
G R E I N Umhverfi okkar Björn B. Jónsson garöyrkjubóndi á Stöllum í Biskupstungum skrifar um umhverfisvernd Tímarnir breytast og mennirnir með. Það sem álitið var gott í gær er sagt slæmt í dag og svo öfugt. Fram til þessa dags hefur verið álitið að hver og einn einstaklingur, hvert og eitt land, eða hver einstök heimsálfa gæti hagað sér eins og þeim sýndist í umh verfismál um. Öllum væri í sjálfsvald sett hvernig þeir höguðu sér gagnvart náttúrunni. Ein af undirstöðum lífsokkarájörðinni er Ijóstillífunin, þ.e.a.s. beislun orku Ijóssins til þess að breyta ólífrænum efnum í lífræn efnasambönd. Súrefnið, sem við öndum að okkur, er okkur jafn nauðsynlegt og koltvísýringur grænum plöntum. Þess vegna ríður á að samspilið í andrúmsloftinu sé rétt svo bæði dýr og plöntur geti þrifist vel. Margir halda að þarna sé hætta á ferðum og þurfi mik i I lar aðgæslu við. Regnskógar eru felldir, um leið og jarðarbúar láta mun meiri koltvísýring út í loftið en áður. Þannig stefnum við plöntum jarðarinnar í hættu (súrt regn) og þá um leið öllu mannkyninu. Það leiðir því af sjálfu sér að enginn hefur leyfi til þess að haga sér að eigin geðþótta í þessum efnurn. Það sem þú gerir náttúrunni rangt kemur niður á öllum,ekki barasjálfum þér. Þaðerþví engin furða að allskyns lög og reglugerðir séu settar til þess að samræma umgengni við náttúruna. Má þar nefna losun úrgangs í sjó, eyðingu hættulegra efna, frárennslismál og margt fleira. Islendingar hafa átt því láni að fagna að fá að lifa í nánast ómenguðu umhverfi fram til þessa. En nú á allra seinustu árum hafa orðið nokkrar breytingar þar á. Bílaumferðhefuraukist til munaog flugumferð einnig. Stóriðjur rísa, í landbúnaði eru notuð óæskileg efnasambönd sem eru óholl náttúrunni, iðnaður af ýmsum toga skilar úrgangi sem er óæskilegur og svo mætti lengi telja. En við megum ekki sofna á verðinum ef við ætlum að selja ferðafólki aðgang að landinu og hreinni náttúru. Eða þá ef við ætlum að standa við það að landbúnaðarvörur okkar séu lausar við alla mengun að ekki sé nú talað um sjávarútveginn sem er þjóðarbúinu svo mikilvægur sem raun ber vitni. Þorir einhver að hugsa þá hugsun til enda ef alvarlegt mengunarslys yrði á Islandsmiðum? Það yrði sjálfsagt kal lað rothögg! En við þurfum ekki að lifa við svartsýni og mála skrattann á vegginn. Einstaklingar, fyrirtæki, stofnanir, félög og félagasamtök, ásamt tímabundnum þrýstihópum standa vörð um umhverfi okkar. Þáttur ungmennafélaganna Nær alla þessa öld hefur ungmennafélagshreyfingin verið eitt af virkustu öflum þjóðfélagsins í umhverfismálum. Má þar fyrst nefna skógræktina, sem verið hefur stór liður hjá mörgum félögum. Fyrir utan að veita landinu skjól og fólkinu yndisauka, og ef til vill smá aura seinna meir, þá er kannski mesti ávinningurinn fólginn í því að þessi tré umbreyta koltvísýringi í súrefni? Væri það ekki umhugsunarefni að fyrir hvem seldan bensínlítra yrði skilað ákveðnu gjaldi sem rynni til skógræktar, sem síðan skilaði sér í trjám sem breyta koltvísýringnum ísúrefni. Yrði þetta ef til vill hagkvæmari lausn en að setja hreinsibúnað í alla bíla sem eyða svo og svo miklu meira bensíni við þá aðgerð? Nýtt álver (ef af verður) mætti líka koma inn í þessa umræðu. Síðustu árin hefur annað stórt verkefni verið í gangi hjá UMFI og þar á ég við hreinsun á rusli meðfram vegum landsins. Ótrúlegt magn af úrgangi hefur safnast ár hvert og hefur það margsannast að íslendingar virðast líta á þjóðvegi landsins sem eina allsherjar sorphaug. Þessum steynaldar- hugsunarhætti verður að breyta sem fyrst, en það er ekki hægt að neita því að þetta framferði okkar minnir mann á frásögn úr ákveðinni stofnun þar sem sandur er tekinn úr hrúgu og settur í fötu sem síðan er tekin og borin að trekt sem liggur í sömu sandhrúguna aftur. Gönguferðir, útreiðartúrar og allskyns útivera að áeggjan UMFÍ hefur haft mikil áhrif til betri umgengni við landið. Enginn vill vera í sóðalegu umhverfi í útilegu og er því Ijóst að öll hvatning til hollrar útivistar er af hinu góða þegar umhverfismál eru annars vegar. Fjölskylduhreyfing eins og ungmennafélögin eru ótvírætt, þarf að beita sér fyrir útiveru og almenningsíþróttum og fá fólk þannig til þess að komast í snertingu við náttúruna og læra að umgangast hana og virða. A sambandsráðsfundi UMFI í Nesjaskóla í nóvemberbyrjun s. 1. voru samþykktar ýmsar tillögur sem snerta ólík málefni. Mjög áberandi voru tillögurumumhverfismál. Máþarnefna tillögur um umhverfisvænar vörur, fósturbarn úrnáttúrunni o. 11. Af þessu má sjá að engan bilbug er að finna á ungmennafélögum til þess að uppfylla markmið sitt um “ræktun lýðsog lands”. 14 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.