Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.12.1990, Qupperneq 24

Skinfaxi - 01.12.1990, Qupperneq 24
F U N D I R Fundað í Nesjaskóla 27. sambandsráösfundur Ungmennafélags Islands 27. sambandsráðsfundur Ungmenna- félags Islands, var haldinn á sambandssvæði Ungmennasam- bandsins Ulfljóts í Nesjaskóla í Hornafirði 2. og 3. nóvember síðastliðinn. Gestur fundarins var Reynir G. Karlsson íþróttafulltrúi ríkisins. Ulfljótsmenn tóku vel á móti forráðamönnum ungmennafélaganna og þó svo að þetta hafi verið fyrsti fundur sinnar tegundar á sambandssvæðinu tókst allt skipulag Úlfljótsmanna nteð mestu ágætum. Hinneiginlegi sambandsráðsfundurvar haldinn 3. nóvember, en föstudagskvöldið 2. nóvember var haldinn umræðufundur, þar sem flutt voru fjögur framsöguerindi. Hörður S. Oskarsson, skólastjóri Félagsmálaskóla UMFI flutli framsögu um félagsmálafræðslu, þar sem hann ræddi um mikilvægi Félagsmálaskóla UMFI fyrir allt starf í hreyfingunni. Anna Egilsdóttir USÚ flutti framsögu um æskulýðsmál. Hún ræddi um þátt barna og unglinga innan hreyfingarinnar og sagði að neysla áfengis og vímuefna hefði farið vaxandi og færðist neðar í aldurshópinn. Anna sagði að UMFI hefði mikið verk að vinna. í stefnuskrá samtakanna stæði að eitt af markmiðunumværiaðvinnaaðbindindi um nautn áfengra drykkja og skaðnautna. Hún beindi því til ungmennafélaga að hefja fræðslu og fyrirbyggjandi aðgerðir og hvetja foreldra og forráðamenn barna og unglinga til þess að vera þeim góð fyrirmynd. Anna hvatti til þess að ungmennafélög héldu skemmtanir þar sem öll fjölskyldan gæti skemmt sér án áfengis. Björn B. Jónsson flutti framsögu um almenningsíþróttir. Hann sagði það grunnverkefni fyriröll ungmennafélög að leggja áherslu á almenningsíþróttir. Það efldi innra starf, fleiri fengjust til starfa og skilningur hinna fullorðnu á ungmenna- og íþróttastarfi ykist. Björn sagði almenningsíþróttir vera: Iþróttir sem almenningur stundar sér til ánægju og heilsubótar. Sigurður Aðalsteinsson flutti framsögu um umhverfismál. Hann ræddi um almenna umhverfisvernd svo sem í sambandi við söfnun á áldósuni og ekki síður alls konar plastefnum. Sigurður sagði að plastefni söfnuðust upp hjá bændum og væri erfitt að losna við þau nema að brenna þau, en við það yrði mikil mengun. Þá ræddi hann um að pappírsafgangar söfnuðust víða upp og sagði að ungmennafélagar ættu að athuga hvort þeir gætu ekki nýtt sér söfnun á plasti og pappír til fjáröflunar. Miklarog góðarumræðurspunnusteftir að framsögumenn höfðu lokið erindum sínum og ljóst er að fundir sem þessir geta skipt starf ungmennafélaganna miklu. A sambandsráðsfundinum 3. nóvember samþy kkt u ungmennafélagar margar og markverðar tillögur, má þar nefna þessar: 27. sambandsráðsfundur UMFÍ samþykkir að stefnt skuli að því að hvert einstakt ungmennafélag ílandinu taki að sér “fósturbarn” úr n á 11 ú r u landsins. Fósturbarnið verði tekið í umsjá fyrstu helgina íjúní 1991 og standi verkefnið yfir í þrjú ár. Hvert félag velur sér fósturbarn sem getur verið: Fjara sem hreinsuð er reglulega, vegarkafli sem hreinsað er meðfram, land tiluppgræðslu, gróðursetning í ákveðið landsvæði eða hefting foks eða annað það sem landinu kemur til góða. Nesjaskóli í Hornafiröi. 27. sambandsráðsfundur UMFÍ skorar á ríkisstjórn Islands og Alþingi að flýtauppbyggingu íþróttamiðstöðvar Islands á Laugarvatni og veita nauðsynlegu fjármagni þegar á árinu 1991 til uppbyggingar frjáls- íþróttaaðstöðu með varanlegu efni, og sundlaugarbyggingar, auk annarrar nauðsynlegrar aðstöðu. Mjög mikilvægt er að aðstaða þessi verði kominífullnotárið 1993. Brýnnauðsyn er á að þetta komist til framkvæmda svo hægt verði að halda 21. Landsmót UMFI á Laugarvatni. Þá er löngu tímabært að endurbæta aðstöðu Iþróttakennaraskóla Islands, miðað við nýjustu kröfur í þeim efnum, svo hún sé boðlegskólanum ognemendum hans. 24 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.