Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.12.1990, Side 25

Skinfaxi - 01.12.1990, Side 25
FU N DIR AMBANDSRADSFUNDUR UMFÍ Ari G. Hannesson veitir viötöku blómakörfu frá UMFÍ fyrir góöan undirbúning sambandsráösfundarins. 27. sambandsráðsfundur UMFÍ fagnar þeim árangri sem náðst hefur í að útrýma áfengi og tóbaki úr keppnisferðum og hvetur ungmenna- og íþróttafélög, þjálfara og fararstjóra til að sjá til þess eins og hingað ti 1 a ð áfengi og önnur vímuefni séu ekki höfð um hönd, jafnvel þó allri keppni sé lokið. 27. sambandsráðsfundur UMFÍ hvetur Islendinga til þess að ferðast meira innanlands. Einnig hvetur fundurinn aðila í ferðaþjónustu til þess að kynna betur möguleika sem bjóðast í ferðamálum utan háannatíma. 27. sambandsráðsfundur UMFI mótmælir því hróplega óréttlæti sem ríkir í innheimtu á löggæslukostnaði af samkomum, og skorará dómsmálaráð- herra og Alþingi að sjá til þess að allir sitji við sama borð hvað varðar kostnað við löggæslu vegna skemmtanahalds, t.d. dansleikja, þorrablótaog útihátíða. Óhóilegur kostnaður vegna löggæslu, sem greiða þarf af samkomuhaldara á ýmsum stöðum landsins, hefur lamað allt félagslíf og samkomuhald, enda getur sýslumaður eða fógeti á k v e ð i ð fjölda löggæslumanna og viðverutíma þeirra. Samkomuhald víðast íþétt-býli er undanþegið þessari kvöð. Sæmundur Runólfsson USVS og Hafsteinn Pálsson UMSK. Tæplega líðurnokkursamkomaungmennafélaga svo að ekki heyrist ljóðstef kveðið. Guðrún Einarsdóttir USU fór með frumortar vísur og fara nokkrar þeirra hér: Almenningsíþrótt og œskulýðsmál voru rœdd hér áfundi. Sást ei þar vín á nokkurri sál sat ég og vel við það undi. I pontuna stigu konur og menn. Margvíslegt Iwfðu að segja. Er hann að tala maðurinn enn? Betur efhannfæri að þegja. Að lokum var slegið á léttari strengi lyftist þá hrúnin og mannanna geð. OII við glöddumst og kvöddumst vel og lengi. Enginn sá eftir að hafa verið með. 27. sambandsráðsfundur UMFÍ bendir á að með tilkomu virðisauka- skatts hafa rekstrargjöld ungmenna- félagshreyfingarinnar stóraukist. Það er því krafa ungmennafélaganna að framlag hins opinbera til hreyf- ingarinnar aukist að sama skapi eða virðisaukaskattur verði endurgreiddur til félaganna. Þá var samþykkt tillaga að framtíðar- skipulagi fyrir Þrastaskóg og er umfjöllun um skipulagið hér í blaðinu. Ungmennafélagar voru mjög ánægðir með fundinn, en sumir töldu að hann hefði mátt vera lengri. Tveir félagar voru sæmdir starfsmerki UMFI, þeir Mengun á umhveifi menn rœddu afmóð mikið þeim fannst fara miður. Opinn eldur og snarkandi glóð þykir ei umhverfishollur siður. Leiðréttingar Sigrún Konráðsdóttir I þriðja töðublaði Skinfaxa var farið rangt með föðurnafn Sigrúnar, en hún sigraði í getraunakeppni Visa, sem haldin var í tengslum við boðsmót Visa í spjótkasti á Landsmótinu í Mosfellsbæ. Sigrún var sögð Erlendsdóttir, en hið rétta er að hún er Konráðsdóttir Erlendssonar. Til lesenda: Vinsamlegast tilkynnið um rétt póstfang. Hringið í síma 91-12546, 14317 eða 16016 eða sendið okkur tilkynningarkort Pósts og síma. Heimilisfangið okkar er: Skinfaxi Öldugata 14 101 Reykjavík Skinfaxi 25

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.