Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.05.1992, Page 14

Skinfaxi - 01.05.1992, Page 14
KORFUKNATTLEIKUR Knáir körfuknattleikspeyjar Þurfum tæknilega uppbyggingu frá grunni Sveinn Birkir Björnsson er aðeins 16 ára gamall og hefur síðastliðin tvö ár spilað með meistaraflokki Hattar í 1. deild í körfubolta. „Það var engin starfsemi fyrir minn flokk og þjálfarinn bauð okkur yngri að koma og vera með og ég er sá eini sem er eftir. Þetta eru mikil hlaup og ég nennti að leggja þetta á mig og það endaði með því að ég komst í liðið“, segir Birkir sem greinilega er mikill körfuboltaþjarkur. I fyrra var Birkir valinn í 30 manna unglingalandsliðshópinn í körfuknattleik. „Markmiðið er að komast í landsliðið og geta farið á Evrópu- mót og unglingamót. En það verður erfitt og mikil samkeppni, en maður verður að hafa vilja til þess að standa sig. Það er mikil hvatning fyrir mig að vita af Eysteini svona nálægt, sem er bæði í landsliðinu í hand- knattleik og knattspyrnu. Það sem vantar hér úti á landi er meiri tæknileg uppbygging til þess að við, sem eigum heima hér, getum verið hér, en ekki fyrir sunn- an. Sumir þessara stráka sem eru í landsliðinu hafa mjög góða aðstöðu, t.d þeir frá Suðurnesjun- um. Þar er öll aðstaða og tæknileg uppbygging eins og körfubolta- mann dreymir um og strákarnir þar eru búnir að æfa síðan þeir voru 6 ára eða yngri." Hvað er hœgt að gera? „Aðstaðan hér er ekki slæm, en það þarf að byrja snemma á þjálfun og tæknilegri uppbyggingu frá grunni. Mér finnst að KKÍ ætti að standa fyrir meiri fræðslu úti á landi um útbreiðslu körfubolta- íþróttarinnar, því körfuboltinn er mikið bundinn við Reykjavík, Suð- urnesin, Stykkishólm og Sauðár- krók“, segir Birkir. Vaiinn besti körfuboltamaðurinn Guðjón Bragi Stefánsson er 14 ára og leikur körfubolta með 8. fl. Hattar. Hann er fjöl- hæfur og leikur líka knatt- spyrnu og er í frjálsum íþróttum. Guðjón hefur nokkrum sinnum orðið ís- landsmeistari í frjálsum og hafnað í öðru og þriðja sæti, en aðalgreinarnar eru sprett- hlaup og stökk og stökk- kraftinn nýtir hann í körfunni líka. „Það er gaman að vera í þessu öllu ef maður hefur tíma, en karfan er númer eitt og félagsskapurinn er líka meiri þar.“ Þegar KKÍ hélt körfuboltanám- skeið á Egilsstöðum í vetur var Guðjón valinn besti körfuboltamað- urinn. „Mér fannst ég ekkert eiga það frekar skilið en margir aðrir. En auðvitað er það upphefð fyrir mig og það hvetur mig til að standa mig betur. Það er líka mikil hvatning að vita af Birki“, segir Guðjón Bragi og á eflaust el'tir að sýna að það eru fleiri strákar á Egilsstöðum sem geta komist áfram með körfubolta í hendi. 14 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.