Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1992, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.05.1992, Blaðsíða 18
KNATTSPYRNA Eysteinn tekur laglega hjólhestaspyrnu. Er þá bara ekkert við mann- inn sem er slœmt? „Ja, kannski það að hann drekkur ekki brenni- vín“, bætir Freyr við. „Sumir hafa örugglega verið pirraðir út í mig af því að ég hef ekki farið með strákunum eftir sigurleiki til þess að detta í það. Og sumum finnst ég örugg- lega vera hálfgerður félagsskítur, en menn hafa samt sætt sig við það að ég mæti ekki“, segir Eysteinn. „Ég held að þetta sé liðin tíð. Nú líta strákarnir allir upp til hans og þetta vandamál ætti að vera úr sögunni", segir Freyr. Ef unglingar ákveða að standa fast á sínu og hvorki reykja né drekka þci verða þeir að vera sterkir, þannig að þeir geti samt sem áðurfallið í kramið hjá hinum. Hvernig fórst þú að því? „Ég ákvað að láta ekkert á mig fá þó aðrir hefðu aðrar skoðanir en ég. Ég hef samt sem áður ekkert á móti þeim sem hafa ekki sömu skoðanir, en vil hins vegar fá að hafa mínar í friði. Menn töluðu um að ég væri ekki nógu léttur á þessu. En þeir vita hvers vegna ég drekk ekki.“ Hvers vegna ? „Til þess að ná lengra. Ég er einn af þeim sem trúa því að áfengi og reykingar geti hægt á árangri í íþrótt- um“, segir Eysteinn sem hefur sett sér góðar lífs- reglur og hefur þegar náð góðum árangri. Fyrir utan góðar lífsvenjur, hvernig verða menn fœrir knattspyrnumenn ? „Það er bara eitt sem dugar, það er að vinna og vinna og gefast ekki upp þó illa gangi. Þetta kemur allt, ef maður æfir nógu mikið þá uppsker maður árangur erfiðis síns, það er bara spurning hvenær það verð- ur,“ segir Eysteinn. „Félög á Reykjavtkur- svæðinu koma aldrei til með að fá Eystein því eftir að hann fer út með landsliðinu þá verða það stórlið á Italíu eða þá Bayern Munchen sem vilja fá hann til sín. Ég spái því að hann slái Eyjólfi Sverrissyni við og fari beint úr fjórðu deild og út. Eysteinn getur spilað fleiri stöður en Eyjólfur og það yrði mikill fengur fyrir mörg lið að fá hann til liðs við sig“, segir Freyr að lokum. kunni greinilega allt það sem strákur á þessum aldri gat lært. Þau atriði sem þarf að laga eins og að snúa með boltann eru atriði sem enginn vandi er að laga. Hann spilar á miðju, er jafnvígur á báða fætur, góð- ur skallamaður, duglegur og reykir hvorki né drekk- ur. Hann er hrikalega metnaðarfullur og leggur sig mjög mikið fram. Hann lætur mig vita ef hann er óánægður með sig eða það sem hann er að gera. Þá kemur hann til mín og seg- ist vera óánægður og segist geta gert betur. Ég sá það strax að hann átti heima í landsliðinu og ég var búinn að segja við hann í fyrra að ég ætlaði að reyna að koma honum inn í landsliðið, því þar á hann fyllilega heinta. Eysteinn er yfirveguð persóna Hvernig persónu liefur Eysteinn að geyma? Hrein Halldórsson margfaldan methafa í kúluvarpi á árum áður þekkja fiestir. Hann er umsjónarmaður íþróttahússins á Egilsstöðum og kynn- ist þessvegna unglingunum vel sem koma til æfinga. Hreinn segir að til þess að ná árangri í íþróttum og ef til vill í öllu yfír höfuð sé nauðsynlegt að vera þessi yfirvegaði einstaklingur sem æsir sig ekki þó að gangi illa. „Þá veit hann að hann mun ná Hreinn Halldórsson fyrir utan íþrótta- húsið á Egilsstöðum. árangri út á það sem hann er að leggja inn. Þetta er eins og að leggja inn í banka og taka síðar út þó að vextirnir kunni að vera breytilegir. Eysteinn er þessi yfirvegaða persóna, alltaf rólegur og samt hefur hann þennan mikla metnað til að bera og þó að eilthvað fari úrskeiðis þá hefur það ekki nein áhrif á hann. Það er þessi persónugerð sem kemur til með að ná langt. Það er meira út á þetta en það sent Eysteinn leggur á sig sem mun skila honum sern toppfþróttamanni vil ég meina“, sagði Hreinn og ætti hann einmitt að geta sagt til um það. 18 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.