Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.05.1992, Page 19

Skinfaxi - 01.05.1992, Page 19
ALMENNINGSIÞROTTIR Táp og fjör á Egilsstöðum Mikill áhugi er fyrír almennings- íþróttum á Egilsstöðum og ef- laust hefur heilsuræktarstöðin Táp og fjör átt þar hlut að máli, en hún hefur verið rekin í tvö ár. Stöðin er í einbýlishúsi á tveim hæðum. Á efri hæð er móttaka, salur og þrektæki. Á neðrí hæð er minni salur fyrir þrekþjálfun, tveir búningsklefar, Ijósabekkir og gufubað. Hlutafélag um starfsemina var stofnað í september 1989, en hvernig fara menn að því að efla íþróttalífið og jafnframt atvinnu- starfsemina? Skinfaxi hitti Hrein Halldórsson, stjórnarmann og Sigurlaugu Jónasdóttur, stjórn- arformann hlutafélagsins og spurði hvernig menn færu að því að koma á fót starfsemi sem þessari. „Að stofni til varð þetta til vegna átaksverkefnis milli Egilsstaða og Seyð- isfjarðar. Þar kom saman hópur fólks sem átti að finna ný atvinnutækifæri og þetta varð nið- urstaðan. Við erum með framkvæmda- stjóra í fullu starfi sem sér um dag- legan rekstur og síðan ráðum við leiðbeinendur. Undirbúningur fyrir þetta stóð lengi og það þarf mikinn tíma og einnig peninga til þess að koma svona á fót. Það er nauðsynlegt að afla mikils hlutafjár svo félagið eigi ekki þegar í upphafi í rekstrarerfiðleik- um. Svona félag er ekki rekið sem neitt gróðafyrir- tæki, enda ekki ætlað til þess. Við lentum í vandræðum þegar við vorum að leita okkur að húsnæði, það var enginn stór salur sem var falur og þessvegna tókum við þann kostinn að kaupa einbýlishús, til þess að tryggja reksturinn enn frekar”, sagði Sigurlaug. Hvemig liefur aðsókniti veríð? „Aðsóknin er sífellt að aukast og hefur verið nokkuð góð í vetur, unt 25 manns í einu, en það tekur sinn tíma að komast á fullt skrið. Við höfum verið með fleiri en eitt stig í leikfimi. þrek- þjálfun og sérstaka tíma fyrir karlana. Við höfum reynt að kynna þessa starfsemi vel og höfum borið haust- og vordagskrána í hús. Því miður hefur okkur ekki tekist að tæla marga karl- menn hingað og meirihlutinn hefur því verið konur. Hingað koma alltaf nýjar og nýjar konur og við erum líka með stóran hóp af ungum stúlkum úr menntaskólanum. Við höfum líka verið með sex vikna námskeið fyrir eldri borgara frá 60-80 ára. Það er gaman að segja frá því að við fengum fyrirspurn frá þessu fólki um hvort það væri ekki eitthvað fyrir þennan aldurshóp í húsinu. Þetta sýnir þróun í mjög jákvæða átt. Þeim hefur líkað mjög vel og þegar þau uppgötvuðu gufubaðið þá áttu þau ekki orð til að lýsa þægindunum. I Tápi og fjörí geta menn mætt á hverjum degi fimm daga vikunnar og borgað 4200 kr. Við bjóðum líka upp á tíu tíma kort og staka tíma og þá er hægt að mæta þegar manni dettur í hug”, sagði Sigurlaug. Hreinn Halldórsson hefur ekki hætt allri íþróttaþjálfun, enda örugglega orð- inn háður henni fyrir löngu síðan. Hann hefur verið með þrekþjálfunina í vetur og segir að það sé sama vandamálið hjá körlunum og var hjá mörgum konum, þeir væru sumir smeykir við að koma. Þeir væru feimnir við að láta sjá sig á leið í Táp og fjör, þar sem konur væru líka að æfa. Fólk þyrfti að átta sig betur á mikilvægi íþróttaiðkunar. Hreinn og Sigurlaug taka greinilega mikið á! Skinfaxi 19

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.