Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.05.1992, Side 22

Skinfaxi - 01.05.1992, Side 22
G L I M A Lárus Kjartansson leggur Kjartan Kárason á laglegum mjaðmarhnykk. Sunnlenskir glímugarpar Efnilegasti glímumaðurinn Ólafur Sigurðssort úr Grímsnes- inu er 15 ára gamall og búinn að æfa glímu síðan hann var 9 ára. Það æxlaðist þannig að hann fór heim með vini sínum úr skólanum og sá átti heima í félagsheimili og þar æfðu Hvat- armenn glímu af fullum krafti. „Eitt kvöldið var glímuæfing og við fórum niður og fengum að vera með og ég hef æft glímu síðan. Ég er lfka í körfu, frjálsum og knattspyrnu, en glím- an er efst á blaði þó að körfuboltinn og frjálsar séu líka mjög skemmtiiegar. Glímuæfingar eru tvisvar í viku og þá aðallega á veturna, en á sumrin eru frjálsar og knattspyrna. Mér finnst það byggja mann betur upp að stunda fleiri en eina grein.” Ólafur hefur fimrn sinnum orðið íslandsmeistari, fimm sinnum HSK- meistari, fjórum sinnum bikarmeistari, Ólqfur Sigurðsson. grunnskólameistari og hann hefur sigrað í Fjórðungsglímu Suðurlands fimm síð- ustu ár. Hann var valinn efnilegasti glímu- maðurinn árið 1991 af glímusamband- inu og hann segir það alveg ljóst að ef menn æfa ekki nógu vel þá bitnar það á árangrinuni, því það eru margir sterkir, sem halda sér vel við. „Það er ekki erfitt fyrir ungan mann að læra glímu, en það gæti verið erf- iðara þegar menn eru orðnir eldri og kannski búnir að læra önnur fangbrögð, þá væri hætta á að rugla saman.” Hvaða bragðfinnst þér skemmtilegast að taka? „Það hentar mér best vegna stærð- arinnar að nota vinstri fótar klofbragð eða lausamjöðm.” Hefur þú orðið var við að jafhöldrum þínum annars staðar en hér fiimist hall- œrislegt að þú sért íglímu? „Já, ég hef lítillega orðið var við það, en ástæðan er fyrst og fremst sú að það fólk hefur ekki kynnst íþróttinni og veit ekkert hvað það er að tala um. Þetta er mín íþrótt og mér er alveg sama og ég læt sem ég heyri þetta ekki”, sagði 22 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.