Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.05.1992, Page 24

Skinfaxi - 01.05.1992, Page 24
M A T A R Æ Ð I B A R N A Er mataræði barnsins nægilega gott? Líkaminn er samsettur úr mörg- um efnum sem mynda frumur, vefi og líffæri. Maturinn sem við borðum á að gefa það sem til þarf til uppbyggingar og viðhalds líkamans. Góður matur gefur bæði nauðsynleg næringarefni og er góður á bragðið - hann stuðlar að vellíðan okkar og heilsu. Börn þurfa hlutfallslega meira af næringarefnum en fullorðnir vegna þess að þau eru að vaxa, stækka og þroskast. Skortur á næringarefnum er sem betur fer óalgengur í okkar heimshluta en mataræðið mætti þó oft vera betra. Við getum miklu ráðið um hollustugildi þess sem við borðum með því að velja rétt. I stuttu ntáli má segja að tjölbreytnin eða matur úr öllum fæðuilokkunum sé lyk- illinn að réttu vali. Hvaða efni fáum við úr fæðunni? Það efni sem við þurfum mest af og er stærsti hluti líkama okkar er vatnið. Það kemur úr flestum mat sent við borðum. Að vatninu undanskildu þurfum við mest af svokölluðunt orkuefnum. Það eru kolvetni, fita og prótein sem stund- um eru kölluð eggjahvítuefni. Þessi efni gefa líkamanum orku til þess að vaxa og starfa. Önnur efni sem við þurfum að fá með matnum sem við borðum eru víta- mín og steinefni. Þetta er fjöldi efna sem við þurfum mjög lítið af en eru samt sem áður lífsnauðsynleg. É 24 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.