Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.05.1992, Page 31

Skinfaxi - 01.05.1992, Page 31
VERÐLAUNASOGUR og skriðsundi. Þegar komið var að verð- launaafhendingunni voru stelpurnar svo spenntar að fá að vita í hvaða sæti þær voru að þær voru alveg að deyja. Og svo var lesið upp í hátalaranum að í fyrsta sæti í 100 m bringusundi 13-14 ára væri Hugrún Oskarsdóttir. „Eg vann, ég vann“, hrópaði Rúna. Rúna var í öðru sæti í skriðsundi og Hulda var í öðru sæti íbaksundi. Stelpurnar voru rnjög ánægðar með árangurinn, en þær voru samt ákveðnar í að bæta sig. A leiðinni heim stoppaði Hulda og leit niður á gang- stéttina. „Nei Rúna sjáðu“, sagði Hulda. Rúna labbaði til hennar og leit niður á stéttina og las: „Eg undirrituð Hugrún Oskarsdóttir liætti að reykja sunnudag- inn 19. janúar 1992 og ég vona að ég byrji aldrei aftur“. Hulda tók upp penna og byrjaði að skrifa á stéttina: „Eg vona að ég byrji aldrei að reykja eins og Rúna“. Svo löbbuðu þær glaðar heim. Perla Ósk Kjartansdóttir er fædd 1979 og er frá Búrfelli í V-Húnavatns- sýslu. Hún vann þriðja sætið í smá- sagnasamkeppni Skinfaxa fyrir söguna sína Fornar xþróttir. Sjálf stundar hún fótbolta, körfubolta og frjálsar, sem eru í mestu uppáhaldi hjá henni. Hvemig fékkst þú þessa hugmynd að skrifa sögu wn fornar íþróttir? „Eg veit það eiginlega ekki, ég vildi hafa söguna öðruvísi en aðrar sögur og ég bjó bara eitthvað til“, sagði Perla Ósk í samtali við Skinfaxa. Hvemig ferð þú að því að semja sögur? „Eg byrja á því að hugsa mér hvað ég vil skrifa um, en svo hugsa ég marga enda áður en ég ákveð hvern ég vel.“ Perla Ósk hefur oft samið sögur eða frá því hún var níu ára, þá bæði skrifaði hún sögurnar niður og tók þær upp á segulband. Sagan sem hún er með í smíðum núna er draugasaga og er um ung hjón sem flytja í gamalt hús sem reynist reimt í. „Eg fékk þessa hugmynd af því að mér finnst haughúsið heima hjá mér svo draugalegt og maður er alltaf að ímynda sér að einhver hafi drukknað í því.“ En hér kemur sagan óvenjulega sem Perla Ósk fékk þriðju verðlaun fyrir. Fornar íþróttir Saga þessi gerðist á fornöld. Leve, lítil stelpa sem ólst upp á fornöld, ætlar að segja okkur betur frá alþjóðlegu íþróttadögunum þeirra. Við byrjum þegar hún er að vakna í hellinum þar sem hún og fjölskylda hennar býr. „Aaaaaa (geispi)“ Hún teygir úr sér gengur að loðfeldinum sínum og klæðir sig í hann. „Það er naumast að það er heitl úti“. Fer út og sest á stein. „Hááá“. Er fljót að standa upp. „Æ botninn á mér. Ég held að ég noti þennan sjóð- heita stein í eitthvað annað en að sitja á honum." Fer inn og gengur að holu inn í vegginn þar sem þau geyma matvælin og nær í egg og fer með það út og brýlur það á steininum. „Namm, steikl egg, það er ekki til betri morgunmatur. Voðalega vakna ég seint, sólin er hjá hádegisfjalli og það þýðir að það sé komið hádegi. Bíddu nú við, sagði ég hádegi, þá eru íþróttadagarnir að byrja." Hún treður egginu upp í sig og þýtur af stað. Hún náði í tæka tíð niður á sléttuna þar sem hátíðin var að byrja. Angus steig upp á ræðusteininn og hélt langa, leiðinlega ræðu, en þótt ótrúlegt rnegi virðast þá lauk hann henni þó að hann kynnti fyrstu keppnisgreinarnar. „Já fyrsta keppnisgreinin er þannig að keppendur sem eru sjö fá eina gæs hver og eiga að vera sem fljótastir að reyta þær. Jæja þá held ég að best sé að fara að byrja.“ Og hann taldi af stað. Leve var skráð, hún reytti af öllum lífs og sálar kröftum. Allt í einu heyrði hún kallað. „Ég er búinn“. Þetta var Pírelíus. Leve tók síðustu fjöðrina af, já hún var önnur. Angus fór aftur upp á ræðu- steininn og kynni næstu grein, það var slagur. Konur og börn máttu ekki keppa í þeirri grein. Slagurinn gekk hratl fyrir sig. Það var auðséð hver var sterkastur. Það var bróðir Pírelíusar, hann var nítján sumra og mátti taka þátt. Næstu tvær greinar voru hanaat og hestaat. Haninn hennar Levear og fjölskyldu hennar vann, en þau höfðu engan hest í keppni. Nú var næstsíðasta greinin að hefjast, en það var skjald- arkeppnin. Hún var þannig að hver keppandi fékk einn skjöld. Svo áttu þeir að renna sér niður hól á skildinum. Leve var skráð og nú staulaðist hún upp hólinn með skjöldinn. Það var slegið á trumbu til merkis um að keppendur ættu að fara af stað. Leve þeystist áfram, en Pírelíus tók strax forystuna, en hann var svo montinn að hann tók ekki eftir steini. Skjöldurinn snarstoppaði, en Pirelíus endasentist langt fram fyrir sig og lenti á marklínunni. Hann hefði unnið, ef skjöldurinn hefði ekki orðið eftir í miðri brekkunni. Leve varð í tjórða sæti. Nú var komið að síðustu greininni, hlaupi. Leve var einnig skráð í hlaupið. Þegar keppendur lögðu af stað var Leve búin að ná forystu og hélt henni allt til enda. Og þannig enduðu alþjóðlegir íþróttadagar fornaldar. Leve vildi skila kveðju og segja: „Gangi ykkur vel í ykkar framtíðaríþróttum". Perla Ósk Kjartansdóttir Skinfaxi 31

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.