Skinfaxi - 01.05.1992, Page 34
G A M L A R K E M P U R
Unnur Stefánsdóttir
35-39 og 40-49 ára. Árið 1986 varð hún
í þriðja sæti á Evrópumeistaramótinu í
Malmö í 400 m hlaupi. Á síðastliðnu ári
setti hún glæsileg met á HM í Finnlandi
í 800 og 400 m hlaupum. Unnur varð í
þriðja sæti í 800 m á 2.19,35 sek. og var
þar fremst í flokki Evrópukvenna. I 400
m hlaupi varð hún í fimmta sæti á nýju
Islandsmeti, 60,4 sek. Á Landsmótinu í
Mosfellsbæ sigraði hún glæsilega í 400
m hlaupi þá 39 ára gömul á tímanum
60,01 sek. Unnur á meira en tuttugu ára
hlaupaferil að baki.
56 ára
Guðmundur Hallgrímsson frá UÍA á
um fjörutíu ára glæsilegan keppnisferil
að baki.
Guðmundur hefur keppt nær sam-
fleytt á Landsmótum UMFl síðan á Ak-
ureyri 1955 og hefur enginn ungmenna-
félagi leikið það eftir. Hann hlaut brons-
og silfurverðlaun á Norðurlandameist-
aramótum árin 1989 og 1991 og á fjöl-
mörg íslandsmet öldunga í 50-54 og 55-
59 ára flokkum og keppti á HM 1985 í
spretthlaupum.
36 ára
Árný Heiðarsdóttir, Umf. Oðni í
Vestmannaeyjum, varð Norðurlanda-
meistari 1991 í þrístökki kvenna, stökk
9,50 m og telst það mjög góður árangur
hjá konu. Hún varð líka í þriðja sæti í
langstökki, stökk 5,05 m, sem er Vest-
mannaeyjamet. Hún vinnur nú rnark-
visst að uppbyggingu frjálsíþróttastarfs-
ins hjá Umf. Oðni í Eyjum.
39 ára
Sigurborg Guðmundsdóttir, Ár-
manni, stóð sig vel í 200 og 100
hlaupum á HM 1991, varð í fimmta sæti
í 100 m á 12,99 sek. og í sjöunda sæti í
200 m á 26,86 sek. Hún hefur á liðnum
árum verið einn þekktasti grinda-
hlaupari hérlendis.
46 ára
Trausti Sveinbjörnsson, FH, hefur
sjö sinnum fengið verðlaun á Norð-
urlandamótum undanfarin ár og verið
tvívegis í fjórða sæti í 400 m grinda-
hlaupi á Evrópumótum. Trausti varð
Norðurlandameistari í 400 m grind
1991. Hann er landsþekktur sprett- og
grindahlaupari, var lengst af með UBK.
62 ára
Ólafur Þórðarson, Umf. Skipaskaga,
hefur í um 40 ár keppt fyrir Austfirðinga
og Vestfirðinga. Hann hefur náð góðum
árangri á Norðurlandameistaramótum
og Evrópumótum í kúluvarpi.
56 ára
Jón H. Magnússon, ÍR, hefur í
áratugi verið einn besti sleggjukastari
hérlendis og íslandsmethafi um skeið.
Hann stóð sig með glæsibrag á HM
1991 þegar hann komst í úrslit í kast-
þraut.
Guðmundur Hallgrímsson
39 ára
Friðrik Þór Óskarsson, IR, átti um
skeið heimsmet í þrístökki í 35-39 ára
flokki þegar hann stökk 14,31 m
innanhúss og hann varð einnig Norð-
urlandameistari 1991. Hann á að baki
óslitinn þrístökksferil.
46 og 38 ára
Anna Magnúsdóttir, HSS, og Hrönn
Edvinsdóttir, Víði, eiga fjölmörg Is-
landsmet í köstum og hafa staðið sig vel
á Norðurlandamótum.
Fjölmargir aðrir hafa keppt með
góðum árangri. en ekki tekið eins mik-
inn þátt í stórmótum erlendis.
Hvaða einstaklingar eru líkiegastir til
stórafreka í öldungaíþróttum á ncest-
unni?
„Kristján Gissurarson, UMSE, er
líklegur til stórafreka í 40 ára flokki í
framtíðinni. Hann setti glæsilegt met í
stangarstökki 1991, stökk 4,90 og varð
Norðurlandameistari með 4,60 m.
Sigurður T. Sigurðsson, FH, sem
nýlega bætti stangarstökksmet Kristjáns
í 5,0 m er líka líklegur til stórafreka.
Aðalsteinn Bernharðsson, UMSE, er
einn besti sprett- og grindahlaupari á
Norðurlöndum og hann á örugglega
framtíðina fyrir sér á öldungamótum ef
hann gefur sér tíma til þess.
Jón Oddsson, KR, hefur einnig sýnt
ótrúlega hæfileika í langstökki og
þrístökki með því að stökkva í lang-
stökki 7,36 m og í þrístökki 14,63 m
(meðvindur).
Oddný Árnadóttir, Þórdís Gísla-
dóttir, Guðrún lngólfsdóttir, Oddur Sig-
urðsson og fleiri gætu líka látið mikið
að sér kveða í framtíðinni innan öld-
ungaíþróttanna.
Fleiri mætti nefna, en tíminn verður
að leiða það í ljós hvort fólk getur gefið
kost á sér til þess að vera með í
öldungaíþróttunum. En það er bjart
framundan hjá öldungunum þó svo að
við þessir gömlu jálkar heltumst úr
lestinni.
Eg vil hvetja alla „öldunga" til þess
að æfa vel, að minnsta kosti þrisvar í
viku. Markmiðið á að vera íþróttir fyrir
lífíð“, sagði Ólafur Unnsteinsson, ný-
ráðinn OL-þjálfari.
34
Skinfaxi