Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1992, Síða 35

Skinfaxi - 01.05.1992, Síða 35
SAGA LANDSMOTA UMFI Landsmót UMFÍ í máli og myndum Landsmót ungmennafélaga hafa lengi sett stóran svip á íþrótta- og félagsstarfið í landinu. Fjöl- margir keppendur hafa tekið þátt í þeim eða fylgst með skemmt- uninni. Nú gefst fólki kostur á að lesa lifandi og fjölbreytta frá- sögn um Landsmótin frá upp- hafi. Saga Landsmótanna er komin út. Bókin er 544 blaðsíður í stóru broti með um 600 mynd- um. Útgefendur eru þeir Sigurð- ur Viðar Sigmundsson og Jó- hann Sigurðsson, en höfundar eru Viðar Hreinsson, Jón Torfa- son og Höskuldur Þráinsson. í bókinni er saga Landsmóta UMFI rakin frá upphafi, lýst er aðdraganda, undirbúningi, hátíðarhöldum og íþrótta- keppni í máli og myndum. Itarlega er gerð grein frá því hvernig mótin hafa breyst í gegnum tíðina, greint frá mönn- um sem settu svip á mótin og sagðar ótal skemmtilegar sögur. Margir keppendur segja frá og tekn- ar eru upp samtímafrásagnir úr blöðum. Tæmandi úrslit fylgja hverju móti, eins ítarleg og heimildir leyfa og stundum ítarlegri en sést hafa á prenti eða á nokkrum skýrlsum. Það er óhætt að segja að Saga Landsmóta UMFI eigi eftir að skemmta fjölmörgum lesendum eins og eftirfar- andi brot úr bókinni gefa til kynna. Farið verður með bókina til kynn- ingar og sölu um allt Iand í sumar, en einnig er hægt að panta bókina í þjón- ustumiðstöð UMFI í Reykjavík í síma 91-12546. Bókin verður ekki til sölu í bókaverslunum. Hér er sagt frá 10.000 m hlaupi á 3. iMndsmóti UMFI, sem haldið var í Reykjavík árið 1914. Síðasta greinin var 10.000 m hlaup. Menn voru nokkuð spenntir fyrir þeirri grein, en aðeins tveir keppendur höfðu gefið sig fram til keppni og annar þeirra var veikur og gat ekki keppt. Hinn keppandinn, Ketill Þórðarson að nafni, var mættur, en ófært þótti að láta hann hlaupa einan. Hins vegar fannst enginn sem var fús til að keppa við hann. Varð að ráði að margir skyldu hlaupa með honum til skiptis og skyldi Olafur Magnússon, konunglegur hirðljósmynd- ari, byrja. Ólafur var gamall mflu- hlaupari en hafði ekki æft hlaup í mörg ár. Hann var að sögn Kára í Vísi fæddur hlaupari, en hafði mest stundað knatt- spyrnu, auk þess sem hann að þessu sinni var þreyttur eftir boðhlaupið. Áttu svo aðrir að leysa hann af hólmi síðar. Dró skjótt sundur með þeim hlaupamönnum og var Ólafur fyrri. En er þeir höfðu runnið eigi allskammt fékk Ketill hlaupasting og varð nauðugur viljugur að gefast upp. En Ólafur hélt áfram, þótt hlaupmóður væri og hljóp hring eftir hring með appelsínu í hendinni og bað urn músík og mann til að herða á sér og fékk hann hvort tveggja. Hann hætti ekki fyrr en hann hafði runnið 10 rastirnar, og var aðeins 42 mín. og 7 sek. á leiðinni. Geri aðrir betur. Hér á eftir fer frásögn af því þegar Sigurður hingeyingur setti lslandsmet í 1000 m sundi og Þuríður Ingólfsdóttir 13 ára setti Islandsmet í 80 m lilaupi á 6. Landsmóti UMFÍ á Laugum 1946. Það hafði kvisast að Sigurður Jónsson Þing- eyingur frá Ystafelli í Kinn ætlaði að synda bringusund alla leiðina og freista þess að setja nýtt Islandsmet. Mann- fjöldi hafði safnast sam- an að tjörninni. þegar kallari mótsins, sern var Jón Þórisson, kennari í Reykholti í Borgarfirði, tilkynnti að sund Sig- urðar byrjaði og ís- landsmetið væri 18:58,0 mín, sett af Sigurði Jónssyni KR. Sigurður varð að synda í sundbol til þess að hugsanlegt met yrði tekið gilt. Margir tóku upp úr sín og biðu þess með mikilli eftirvæntingu, hvernig Sigurði reiddi af þessar 10 ferðir, sem hann fór í kaldri tjörninni á Laugum. Þegar hann hafði lokið sundinu gullu við fagnaðarlæti, því auðséð var að hann hafði sett rnetið, en hámarki sínu náðu þau, þegar tilkynnt var að Sigurður hefði synt vegalengdina á 17:25,7 mín og þannig stórbætt íslandsmetið. Keppnin í frjálsum var einnig sögu- leg, konur kepptu þá í fyrsta skipti, þó aðeins í einni grein, 80 m hlaupi. Meðal keppenda var 13 ára hnáta frá Húsa- bakka í Aðaldal, Þuríður Ingólfsdóttir. Hún var varla af barnsaldri og var vön- ust því að hlaupa í kapp við kálfana heima hjá sér. Hún var feimin og þorði varla að horfa upp á nokkurn mann. Hún var þarna innan um eldri stúlkur, sumar voru að sunnan og áttu gaddaskó. Aðrar voru á strigaskóm, en Þuríður var sú eina sem var berfætt. Þrátt fyrir feimnina hafði hún þó það bein í nefinu að ákveða sjálf þann fótabúnað sem henni þótti þægilegastur. Þuríður kunni eiginlega ekki að starta og var langsein- ust upp. Hún sá því aftan í keppinaut- ana, en sá líka að þær voru ekki eins fótfráar og kálfarnir á Húsabakka. Skinfaxi 35

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.