Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.08.1992, Page 4

Skinfaxi - 01.08.1992, Page 4
UNGLINGALANDSMÓT U M F í Héraðssambandið Hrafnaflóki vann Fyrirmyndarbikarinn Fyrsta unglingalandsmót ung- mennafélaganna (ULM) var hald- ið með glæsibrag á sambands- svæði Ungmennasambands Eyjafjarðar 10.-12. júlí. Hug- myndin um mótið kviknaði þegar UMSE-menn héldu meistaramót 14 ára og yngri í frjálsum íþrótt- um á Akureyri í fyrrasumar. Aðalmótssvæðið var á Dalvík, en einnig var keppt á Arskógssandi, Þela- mörk, í Hrísey og í Svarfaðardal. Mótið þótti takast mjög vel og voru keppendur alls 1100, en áætlaður fjöldi mótsgesta mun hafa verið milli 3000 og 4000, og ef heimamönnum er bætt við hefur íbúa- tala Dalvíkur náð 5000 manns þessa helgi! Alls tók 21 aðildarsamband þátt í unglingalandsmótinu, en aðildarfélög UMFI eru 31. Fjölmargir unglinga- landsmótsmeistarar unnu sína fyrstu titla og mörg böm fengu sína fyrstu reynslu af því að keppa á stóru móti og sú reynsla á vonandi eftir að nýtast sem flestum börnum og unglingum á ung- lingalandsmótum UMFÍ í framtíðinni. morgunverði, sem eftirréttur, B eða bara...bam. I Svo virðist sem boðskapur umhverf- is- og hreinsunarverkefna UMFI hafi skilað sér vel til allra aldurshópa, því það þótti tíðindum sæta hve hreinlega var gengið um landsmótssvæðið, í ljósi þess fjölda sem þarna var saman- kominn. Fjölmennur flokkur hreinsun- armanna var sendur á tjaldsvæðið, en þurfti frá að hverfa um fimm mínútum síðar þar sem engin fundust verkefnin. Iþróttanefnd ríkisins gaf veglegan kristalsbikar, Fyrirmyndarbikar, sem veittur var HHF fyrir háttvísi og góða MINJAGRIPIR Framleiöum margskonar minjagripi og gjafavörur fyrir ípróttafélög og önnur félagasamtök eftir ósk þeirra. Lyklakippur, styttur, veggplattar, teskeiðar, bréfapressur, hálsmen, barm- nælur, minnisbækur, blýantar og margt fleira. Myndaútgáfan Box 7145 - 127 Reykjavík Sími 91-20252 - Fax 91-1 1217 Valdimar Gunnarsson framkvœmda- stjórí HHF tekur við Fyrírmyndarbik- arnum úr hendi Pdlma Gíslasonar for- manns UMFI. umgengni á mótsstað og er þetta far- andbikar. Enn er óákveðið hve oft unglinga- landsmót UMFI verða haldin. Líklegast er að valið standi um að halda mót á hverju ári, tveggja eða þriggja ára fresti. En ólíklegt er að mótin verði haldin sama ár og landsmót UMFÍ. Hér í blaðinu eru úrslit mótsins birt og rætt við nokkra sigurvegara, en fjölmargir aðrir hefðu líka átt skilið að fá um- fjöllun fyrir góðan árangur. 4 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.