Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.08.1992, Side 5

Skinfaxi - 01.08.1992, Side 5
F R Á RITSTJÓRA Að allir fái tækifæri og sitji ekki alltaf á bekknum Unglingalandsmót ungmennafélaga var haldið í fyrsta skipti í sumar. Engin lágmörk voru sett og gaf það mörgum bömum og unglingum sitt fyrsta tækifæri tii að keppa á stórmóti, án þess að hafa áður skarað fram úr í íþróttum. Samtals 1100 keppendur mættu til leiks. Það er einmitt þetta sem íþróttakennarar, þjálfarar, for- ystumenn og foreldrar eiga að stefna að, þ. e. að gefa sem flestum tækifæri til að stunda íþróttir. Þátttaka í unglinga- landsmótinu var mikil hvatning, bæði ungu afreksfólki og þeim sem komu til þess að spreyta sig og vera með. Með tilkomu unglingalandsmóta UMFI munu börn og unglingar hafa gott takmark að stefna að og mótin munu án efa leiða til þess að fleiri börn halda áfram í íþróttum. Mikilvægt að stunda fleiri en eina íþróttagrein Og þá erum við komin að öðru máli en það er áherslan á það að leiðbeina með val á fleiri en einni íþróttagrein. Við vitum að áhrif fjöimiðla eru mikil og börn og unglingar fá m.a. áhuga á viðkomandi íþróttagrein í gegn um þá. Það er því okkar hlutverk að benda á fleiri íþróttagreinar en þær sem mesta umfjöllun fá í fjölmiðlum. Ahrif boltaíþrótta eru e.t.v. of mikil og hafa leitt til þess að of margir hafa einblínt á þær og ekki gefið öðrum íþróttagreinum gaunt. Það geta nefnilega ekki allir verið með í leiknum sjálfum og það er betra að vera virkur í annarri íþróttagrein, en þurfa alltaf að sitja á bekkn- um. Það er gott að setjast niður og drekka þegar maður er orð- inn þreyttur á að hoppa. Myndin er tekin í líkamsrœkt- arstöðinni Táp og fjör á Egilsstöðum í vor. Þessi ungu hörn eru að öðlast sínafyrstu reynslu af íþróttum með því aðfá að koma með mömmu að hoppa og stökkva. Foreldrar; til starfa! Þriðja málið er foreldrastarfið. Gott foreldrastarf er lykill að góðu starfi félags eða deildar og stuðlar alltaf að aukinni þátttöku. Það getur verið að foreldrar viti ekki hvað þeir geti svo sem hjálpað til og það sé ástæðan fyrir því að þeir bjóða sig ekki fram að fyrra bragði, en það er margt sem hægt er að gera. Ungir krakkar þurfa t.d. meiri aðstoð en þeir eldri, það þarf að reima skó, fylgjast með klæðnaði o.fl. Foreldrar geta aðstoðað við innanfélagsmót með því að mæla stökk og köst, skrá árangur og fleira. Starf foreldra á enn fremur að vera börnunum hvatning og með þátttöku þeirra í starfinu aukast möguleikar þeirra til þess að standa börnunum nær, þannig að þau sjái að foreldrarnir hafi áhuga á því sem þau taka sér fyrir hendur. En menn rnega ekki rugla saman eðlilegri hvatningu og kröfunni um árangur. Leikur yngri barna er stór þáttur í þroska þeirra og krafan urn árangur eyðileggur leikþörfina. Ef krafan um árangur verður yfirsterkari getur það leitt til þess að börnin hætti í íþróttum. Hvernig vilja foreldrarnir að starfið sé? Dreifing verkefna er mjög mikilvæg í félagsstarfi. Ef vinnan er á hendi eins manns eða fárra leiðir það að lokum til þess að starfið fellur niður. Það hefur enginn, einn eða fáir, tíma til þess að sinna öllu og þegar vinnudýrið lætur af störfum er enginn til þess að taka við. Persónuleg bréf og fréttabréfaútgáfa eru heppilegar aðferðir til þess að fá fleiri til starfa því upplýsingastreymið verður að vera til staðar, bæði áður en hvatning á sér stað og einnig eftir á. Fyrsti fundur með foreldrum verður að vera vel undir- búinn. Forráðamenn mega ekki koma þannig fram að foreldr- ar fái á tilfinninguna að þjálfari og stjórn séu að reyna að komast hjá verkefnunum. Gera þarf foreldrunum ljóst að starf þeirra sé til þess ætlað að efla íþróttastarfið og samskipti barna, þjálfara og foreldra. Fundinn verður að boða með fyrirvara og ítreka boðun stuttu áður. Yfirskriftin gæti t.d. verið: Hvernig vilja foreldr- arnir að starfið í félaginu eða deildinni ætti að vera? Á fundinum mætti bjóða upp á eitthvert hollmeti, t.d. niður- skorið grænmeti og ávexti og góða ávaxtadrykki. Andrúms- loftið þarf að vera létt og skemmtilegt þannig að foreldrarnir finni strax að starfið er skemmtilegt. t/rncc ^yyicnr-cCí. Skinfaxi 5

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.