Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.08.1992, Qupperneq 26

Skinfaxi - 01.08.1992, Qupperneq 26
UNGMENNAVIKA N S U Ungmennavika í Noregi Á hverju ári hittast féiagar, á aldrinum 15-25 ára, frá aðildarfélögum norrænna ungmennafélaga NSU (Nordisk Samorganisation for Ungdoms- arbejde) og eiga saman skemmtilega viku í einhverju Norðurlandanna. Að þessu sinni var ungmennavikan í Noregi. Einungis þrír íslendingar tóku þátt í vikunni á móti ellefu í fyrrasumar, þær Jóhanna S. Kristjánsdóttir úr Þingeyjar- sýslu, Kolbrún Pálsdóttir úr Skagafirði og Lóa Björnsdóttir úr Reykjavík. Þær skemmtu sér alveg konunglega og sögðu að þessi lífsreynsla hefði verið alveg stórkostleg fyrir þær allar. Krakkarnir taka sér ýmislegt fyrir hendur, farið er í vettfangsferðir og ýmiskonar hópvinnu er sinnt. Sérstakur blaðaútgáfuhópur sá um að taka viðtöl og gefa út veglegt blað í lok vikunnar og í danshópnum gátu menn lært norska dansa, gömlu dansana og swing/rock. I leiklistarhópnum Iærði fólk að tjá sig á margvíslegan hátt og sminka fyrir sýn- ingu. Kvikmyndaklúbburinn bauð upp á kennslu við myndbandsupptöku og klippingu og var síðan gefin út mynd- bandsspóla með þátttakendum vikunnar. Umhverfis- og jarðræktarklúbbur var starfandi og líka heimavinnuklúbbur þar Þátttakendur í ungmennavikunni í Noregi í sem fólki var kennt að búa til hatta úr ull. Iþróttaklúbburinn stóð svo fyrir al- hliða íþróttaþjálfun og salurinn var not- aður nær allan sólarhringinn. Jóhanna Kristjánsdóttir sagði að það hefði komið þeim á óvart hvað krakk- arnir vissu lítið um ísland. „Mjög fáir vissu að forsetinn okkar er kona og við vorum einu sinni spurðar að því hvort við byggjum í snjóhúsum og hvort ísland líktist ekki Grænlandi. Við reynd- sumar. urn eftir bestu getu að leiðrétta þennan misskilning. En það sem okkur fannst eitt af því ánægjulegasta við þessa ferð var ekki sá vín á einum einast manni alla vikuna, en því miður var reykt töluvert. Það var yfirleitt auðveldara að skilja Danina og Norðmennina, en Finnana og Svíana. En ef maður bar sig eftir því og hlustaði vel, þá eru Norðurlandamálin þó í rauninni mjög lík “, sagði Jóhanna að lokum. farið, mamma og pabbi eru að fara í ferðalag!" En margir foreldrar komu samt sem áður með á mótið, sérstaklega foreldrar yngri barnanna og það var ntjög gott að hafa þá þar til þess að aðstoða börnin og hugsa um þau. Mér finnst að foreldramir ættu að skipuleggja ferðalög og annað með börnunum þannig að þau geti líka notið sín og tekið þátt í svona mótum. Ef búið er að samþykkja að þau fari á mót þá á að standa við það en ekki hætta við allt saman tveimur dögum áður. Það eru margir efnilegir krakkar á Skagaströnd, en það sem mér fannst erfiðast var að þau gera sér ekki alltaf grein fyrir því að það er ekki nóg að stökkva bara og stökkva, þau verða líka að æfa ýmis tækniatriði til þess að geta stokkið lengra." Geturðu hugsað þér að fara aftur á Skagaströnd? Sundliðið á Skagaströnd. Efri röð f.v.: Salóme, Guðrún, Þóra, Hildur, Þóra Lísa, og Karen. Neðri röðf.v.: Heiða og Erla. „Já, ég gæti alveg hugsað mér að fara aftur næsta sumar, en ég veit ekki hvað verður. Þetta er krefjandi vinna, en hún er skemmtileg," sagði Kristín að lokum. 26 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.