Skinfaxi - 01.05.1993, Side 21
Hluti þess svœðis sem landsmótið mun fara fram á. A myndinni má sjá knattspymuvöllinn
og handboltavöllinn, svo og íþróttahúsið, sem hýsir fullkominn íþróttasal. Sundlaugin er
við bygginguna. Að þessu svœði liggur aðalleikvangurinn, þannig að hœgt er að segja
með sanni, að þarna sé allt á einum stað.
mótið verður allt á einum stað og allir
hlutir eru í seilingarfjarlægð hver frá
öðrum. Frá aðalleikvanginum eru aldrei
fleiri en 300 metrar til annarra keppnis-
staða fyrir utan þennan eina knatt-
spyrnuvöll sem verður í Utey. Þangað er
að vísu ekki nema rúmur kílómetri í
sjónlínu en um fimm kílómetra akstur. I
raun þarf fólk ekki nema að snúa sér við til
þess að eiga þess kost að fylgjast með
einhverjum öðrum keppnislið.“
- Verða dansleikir og önnur skemmtan í
tengslum við landsmótið ?
„Hér er ekkert hús til dansleikjahalds, -
sem er kannski af hinu góða. Þess vegna
ætlum við að nota til þess félagsheimilin
að Borg í Grímsnesi og Aratungu. Okkur
finnst skemmtanahald af þessu tagi ekki
eiga við hér inni á mótssvæðinu, það
veldur þeim ónæði sem þurfa að einbeita
sér að þátttöku í keppni og hinum sem
koma hingað til þess að eiga skemmtilega
og friðsæla daga. Þeir sem áhuga hafa á
dansleikjum, geta sótt þá þangað sem þeir
eru haldnir - og auðvitað mun verða
skipulagðar sætaferðir.“
Hestar og seglbretti
- Samkvæmt reglugerð UMFI er keppt í
ákveðnum greinum á landsmóti. Jafnframt
fær mótshaldari hverju sinni að bjóða upp
á svokallaðar sýningargreinar. Hvaða
sýningargreinar er reiknað með að boðið
verði upp á hér á Laugarvatni?
,,Ennþá hefur landsmótsnefnd ekki
ákveðið endanlega um hvaða greinar
verður að ræða. Við vonumst til þess að
hér verði keppt í hestaíþróttum. Um þessar
mundir eru viðræður í gangi við hestamenn
á staðnum og hestaíþróttadeildir félaganna
á svæðinu. Ennþá er er ekki fyrir hendi
fullkominn keppnisvöllur en vonir standa
til að honum verði komið upp í tæka tíð og
þá er gert ráð fyrir að hann verði í næsta
nágrenni hjólhýsabyggðarinnar.
Við gerum einnig ráð fyrir því að
keppni á seglbrettum verði sýningargrein
enda aðstaðan öll fyrir hendi hér úti á
vatninu.
I þriðja lagi munum við líklega vera
með keppni í karate og trúlega verðum við
með svokallað æskuhlaup sent hefur verið
haldið áður í tengslum við landsmót. Við
munum jafnframt tengja Bláskógaskokkið
landsmótinu og mun það þá enda á
leikvanginum með glæsibrag en ekki við
bæjarmörkin eins og hingað til. Loks
munum við keppa í nokkrum greinum
fatlaðra.“
- Nú eru aðeins fáir staðir á landinu
sem geta haldið landsmót af þeirri stœrð-
argráðu sem síðustu mót hafa verið. Ertu
hlynntur núverandi fyrirkomulagi ?
,,Eg held að skynsamlegt væri fyrir
hreyfinguna að ntarka sér stefnu varðandi
framtíð landsmótanna, - hvort þau eigi
alltaf að stækka og stækka að umfangi eða
ekki. Ef umfangið eykst stöðugt verða æ
færri staðir sem geta haldið mót af þessari
stærðargráðu. Hin leiðin er sú að halda
landsmótin víðar og miða umfang þeirra
hverju sinni við þann stað þar sem það fer
fram. Þá yrði föstum keppnisgreinum
fækkað en aðrar greinar gætu verið
breytilegar frá einu landsmóti til annars
eftir aðstæðum á hverjum stað. Ég er
fylgjandi því að kanna þessa möguleika og
ræða þá niður í kjölinn.“
Skiníaxi
£RT Ýó
Mikið verk er óunnið, áður en aðalleikvangurinn er tilbúinn fyrir landsmót.
Skinfaxi
21