Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.05.1993, Page 24

Skinfaxi - 01.05.1993, Page 24
Þátttaka unglinga í íþróttum Þórólfur Þórlindsson og Þorlákur Karlsson Mynd 1: Iþróttaástundun nemenda í 8. bekk skipt eftir kyni. I Piltar □ Stúlkur _32,2„ 26.3 24,5 20.9 1 -2x í viku 3-4x í viku 5x í viku eöa oftar Islendingar eru mikil íþróttaþjóð, reyndar svo mikil að það þarfnast sérstakra skýringa. Því hefur verið haldið fram að íþróttahyggja íslend- inga hvíli að einhverju leyti á forn- um menningarlegum gildum. Guð- mundur Finnbogason segir í bók sinni íslendingar: Nokkur drög að þjóðarlýsingu (1933) að í reynd sé hin forn-íslenska mannshugsjón íþróttamannshugsjón. Bendir Guð- mundur meðal annars á að íslend- ingum verði flest að íþróttum. Þannig keppi þeir í því að yrkja vísur, ráða gátur, stunda kapp- drykkju og kappát svo að nokkur dæmi séu tekin. Ekki skal lagður dómur á þessar kenningar hér en á hitt má þó benda að íþróttaiðkun hér á landi er nú útbreiddari en þekkist annars staðar í Vestur- Evrópu og fer hún vaxandi. Að vísu hafa efasemdarraddir heyrst um það að íþróttaþátttakan sé orðum aukin, en nýlegar rannsóknir á íþróttaþátttöku benda þó til þess að svo sé ekki. Þannig sýndu kannanir árið 1978 að nær 29% 15 ára unglinga í Reykjavík stunduðu íþróttir með íþróttafélögum einu sinni í viku eða oftar. Sambærileg tala fyrir árið 1992 var um það bil 40%, sem sýnir að íþróttaiðkun hefur farið vaxandi síðustu ár. Könnunin Ungt fólk 92 Hér á eftir verða kynntar niðurstöður eins þáttar könnunar sem gerð var vorið 1992 á vegum Rannsóknastofnunar uppeldis- og menntamála meðal nemenda í 8., 9. og 10. bekk grunnskóla (Ungt fólk 92). Könnunin náði til tæplega 9000 nemenda eða um það bil helmings nemenda í 8. bekk og um það bil 90% nemenda í 9. og 10. bekk. Hér er því um mjög gott úrtak að ræða sem gefur trausta mynd af ýmsum þáttum í lífi þessara unglinga. Að frumkvæði íþróttanefndar ríkisins var spurt fjölda spurninga um íþrótta- þátttöku í umræddri könnun og ýmsa þætti sem tengjast íþróttum unglinga. Hér verður gerð grein fyrir þeim hluta könnunarinnar sem snýr að þátttöku unglinga í íþrótta- starfinu. Annars vegar er þátttaka unglinga í íþróttum með íþróttafélögum könnuð og hins vegar er íþróttaástundun unglinga utan leikfimitíma, utan eða innan fþrótta- félaga. Til þess að einfalda þessar nið- urstöður var ákveðið að bera saman íþróttaástundun í 8. og 10. bekk. í aðal- atriðum er 9. bekkur svipaður 10. bekk, svo að honum er sleppt hér. Verður fyrst vikið að að almennri íþróttaástundun. Almenn íþróttaástundun unglinga íþróttaástundun nemenda í 8. bekk utan skólaleikfimi er mjög mikil eins og sjá má 24 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.