Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1993, Blaðsíða 31

Skinfaxi - 01.05.1993, Blaðsíða 31
Jónas Þór Jóhannsson framkvæmdastjóri ÚÍA: Að leggja hönd á plóg Uppi á efstu hæð í nýbyggðu verslunar- og skrifstofuhúsnæði á Ecfilsstöðum er að finna aðsetur ÚIA. Þetta er myndarlegt hús, bleikt að lit. Á skrifstofuna til Jónasar Þórs Jóhannssonar framkvæmdastjóra leggja margir leið sína, ýmist í sérstökum erindagjörðum eða eiga einungis leið fram hjá. Síminn hringdi sinni eftir sinni og margir bönkuðu upp á og ráku inn nefið þá stuttu stund sem tíðindamaður Skinfaxa staldraði við hjá Jónasi. „Margir forystu- rnenn í félögunum og ekki síður hinn almenni félagsmaður líta hér við og gjarnan eru þeir að leita upplýsinga. Oftast tekst manni að verða jreim að liði.” Sambandsvæði UIA nær frá Bakkafirði að norðan og að Lónsheiði að sunnan. í sambandinu eru 30 félög. „Þeim er farið að fækka sem eru ekkert nema nafnið lengur, líklega hafa félögin flest verið 39 á svæðinu. Það hefur fækkað það mikið fólki í sumum sveitunum. I fyrra var gerður mjög merkilegur hlutur en þá var stofnað eitt félag úr þremur. Það heitir Þristur og stóðu Ungmennafélag Jökuldæla, Ung- mennafélag Skriðdæla og Ungmenna- félagið Viðar í Vallahreppi að samein- ingunni. Formaður er Jónína Þórarins- dóttir. Þetta hefur gengið með ólíkindum veh” Aðspurður um starf og hlutverk ÚÍA segir Jóhannes að það hafi breyst nokkuð síðustu árin. „Það var að hluta til íþrótta- félag sem lagði megináherslu á þátttöku félagsmanna í frjálsum íþróttum. Nú er sambandið orðið nokkurs konar sam- ræmingar- og þjónustuaðili fyrir félögin. Á vegum þess eru starfandi sérráð sem annast framkvæmdir í tengslum við hinar ýmsu greinar. Þau sjá um að halda meistarmót á svæðinu hvert í sínum flokki. Þetta er mikið starf og unnið af mörgum.” Blaðaútgáfa „Drjúgur þáttur í starfsemi sambandsins er útgáfa ársritsins Snæfells sem kemur út tvisvar á ári í 100 síðum. Mánaðarlega gefum við síðan út ÚIA-fréttir í átta síðum. Þetta höfurn við gert þannig að sambandið Jonas Þor Johannsson framkvœmdastjóri UIA. annast Snæfell algjörlega, bæði hvað varðar efni og auglýsingar og skilar því fullbúnu til prentunar. Hitt blaðið gefum við út í samvinnu við prentsmiðju hér á staðnum, við sjáum um efni en prent- smiðjan um auglýsingar. Þetta fyrir- komulag hefur gefist ágætlega. Báðuin blöðunum er dreift á hvert einasta heimili á sambandssvæðinu. Það er stutt síðan við áttum í mjög alvarlegum fjárhagsþrengingum sem að hluta til voru vegna hátíðarinnar sem árlega var haldin í Atlavík um verslun- armannahelgina. Það dæmi gekk af- skaplega vel á meðan það var og hét en síðan fór það veg allrar veraldar á einu eða tveimur árum, þegar aðsóknin brást. Við erum heldur að rétta úr kútnum núna. Það höfum við gert rneð velvilja rnargra og hafa bæði fyrirtæki og einstaklingar lagt hönd á plóginn. Blaðaútgáfan hefur gengið vel og skilað okkur nokkrum tekjum sent sannarlega hafa komið sér vel.” Íþróttahátíð og útileikhús „I annan stað hefur sumarhátíðin okkar á Eiðum fært okkur svolítið í aðra hönd, en hún er um leið meistarainót okkar í frjálsum íþróttum. I fyrra var aðstaðan bætt talsvert. Þá byggðum við heljarmikinn danspall og stórt svið. Við fluttum þangað jafnframt þær byggingar og skúra sem við áttum í Atlavík. Við bindum vonir við að við geturn í framtíðinni haldið þarna stærri mót þótt ekki ætlum við út í annað Atlavíkurdæmi. Við héldum fyrsta mótið í þessari mynd í fyrra og fengum um 1000 manns á svæðið. Okkur fannst það heldur lítið, en vonumst til þess að fleiri komi nú í sumar. Við teljum okkur hafa aðstöðu fyrir allt að 5000 manns. Við höfum einnig verið að endurbæta íþróttaaðstöðuna, einkum hlaupabrautina, og ætlum að halda því áfram ef við höfum fjárhagslegt bolmagn til. Það þarf mikið til því að við höfum sótt um að fá að halda unglingalandsmótið árið 1995. Þarna hefur töluvert verið gróðursett af ÚÍA í gegnum árin og verður því starfi haldið áfram. Um þessar mundir erum við í samráði við Barnaskólann á Eiðum og Eiðahrepp að koma fyrir leiktækjum, en á sumrin stendur ÚÍA fyrir sumarbúðum fyrir börn á Eiðum. Á útisviðinu nýja verður rekið útileikhús í sumar. Það er kennari í Menntaskólanum á Egilsstöðum, Philip Vogler, sem á hugmyndina að starfsemi þessari og mun veita henni forstöðu undir heitinu „Hér fyrir austan”. Verður boðið upp á leik- og danssýningar á hverju miðvikudagskvöldið frá 30. júní til 18. ágúst og mun Kvenfélag Eiðahrepps Skinfaxi 31

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.