Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.05.1993, Page 36

Skinfaxi - 01.05.1993, Page 36
þessa hópa vinnst tvennt, því að um leið og það stuðlar að betra og lengra lífi fólks sparar það þjóðfélaginu mikla fjár- muni. Þetta má líka skýra út á meðfylgjandi teikningu: Út úr myndinni má lesa að brattinn á brekkunni eru kostir þeir sem þjóðfélagið býður fólki upp á. Einstaklingurinn þarf að ýta steininum (heils- unni) upp brekkuna sem er brattari eftir því sem fram- kvæmdir og úrræði eru færri. Af því leiðir að því fleiri sem kostirnir eru því auðveldara á einstklingurinn með að við- halda heilsu sinni - og öfugt. Best er auðvitað þegar báðir aðilar standa við sitt, - ein- staklingurinn stuðlar að því að viðhalda heilsu sinni og þjóð- félagið komi til móts við hann í þeirri viðleitni. Islenskt þjóðfélag hefur löngum einkennst á mikilli vinnu þegnanna og oft fremur litlum frítíma. Tekjur þorra launþega hafa heldur ekki verið það háar að fólk hafi í miklum mæli getað leyft sér að stytta vinnutímann og nota frítímann til dæmis til heilsu- ræktar og líkamsþjálfunar. Líkast til má einnig kenna kröfum fólks til lífsgæða hér um, því að Islendingar hafa að því leyti farið fram úr ýmsum nágrannaþjóðum sínum. Þó hefur átt sér stað vakning í heilsurækt á undanförnum misserum. Þrátt fyrir allt eiga einstaklingar oftar en ekki þess kost að velja sér lífsstfl upp að ákveðnu marki, þeir geta í flestum tilvikum valið á milli möguleika sem þeir hafa og í boði eru - til dæmis á milli þess hvort viðkomandi ein- staklingur leggst upp í sófa með kók og súkkulaði þegar hann kemur heim úr vinnunni eða fer út að hlaupa eða í göngutúr með hundinn. Margir eiga við einhverja kvilla að stríða sem eru yfirstíganlegir. Séu þeir viðvarandi er fólki nauðsynlegt að taka tillit til þeirra en jafnframt að leggja kapp á að bæta heilsu sína að öðru leyti. Fólk á að hugsa jákvætt - reyna að koma auga á lausnir í stað þess að velta sér upp úr vandamálunum. Líkamsþjálfun - álag aðalatriðið að verða sveittur eða andstuttur. Regluleg þjálfun (t.d. þrisvar í viku í 45 mínútur í senn) um lengri tíma, til dæmis með því að ganga, skokka, synda eða dansa, styrkir heilsu fólks sem um rnunar. Einnig er mikilvægt að fólk sé glatt í sinni og jákvætt og sé í góðum félagsskap. Þannig öðlast menn innri ró og frið í sálu sinni. Álagið er ekki það mikilvægasta. Rannsóknir hafa leitt í ljós að fólk getur þjálfað reglulega með 45-50% af hámarksgetu (súrefnis- upptöku). Lykilatriðið er að fá hjartað til að slá aðeins hraðar en venjulega. Nokkur góð ráð í lokin: - Gott mataræði: borða minni fitu, meiri fisk og græn- meti. - Reykja ekki, né neyta áfengis. - Gæta þess að þyngjast ekki. - Stuðla að góðu jafnvægi á milli vinnu og hvíldar. - Stunda líkamsþjálfun reglulega. Öllum er nauðsynlegt að hreyfa sig sem allra mest. Margir sem orðnir eru mið- aldra og eldri eiga orðið mun erfiðara en áður með ýmislegt sem þeir áður leystu af hendi með léttum leik í hinu daglega lífi. Þess þá heldur er þeim mikilvægt að hreyfa sig og nota líkamann, - á þann hátt sem þeir ráða við. Fólk getur kannski ekki lengur hlaupið hratt á eftir strætó, - en gengið getur það og iðkað léttar æfingar daglega. Hér fylgir í lokin saga sem þekktur, norskur læknir sagði um móður sína, 85 ára gamla, en hún býr við lítið stöðuvatn: „Hún hafði í fjölda ára gengið einn hring í kringum vatnið á hverjum degi, 3 kílómetra. Að því kom að henni fannst hún vera farin að eldast. Þá þóttist hún ekki treysta sér til að ganga nema hálfa leiðina í kringum vatnið, en sneri þá við og gekk að sjálfsögðu til baka sömu leið.” Við líkamsþjálfun er ekki Hópíþróttir, svo sem almenningshlaup eru mjög að ryðja sér til rúms. 36 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.