Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1993, Síða 5

Skinfaxi - 01.08.1993, Síða 5
Að „vera með“ Mikið er nú rætt og ritað urn vaxandi ólifnað, agaleysi og ofbeldi í þjóðfélaginu. Vafalaust er hér um vaxandi vanda að ræða, en mikið kannast maður nú við umræðuna, þá áratugi sem undirritaður man aftur í tíðina. Sökudólgarnir eru margir sem fyrr. Nú má nefna vímuefni alls konar, atvinnuleysi, óreglu foreldra, kvikmyndir af vafasömum toga og margt fleira. Verst er að hinir raunverulegu guðir nútímans, fjölmiðlarnir, sem jafnframt eru fangaverðir margra heimila, eru virkjaðir í þágu hins illa. Það hlýtur að vera keppikefli allra hugsandi manna að stöðva þessa öfugþróun. En vel að merkja, margt er það jákvætt sem er að gerast í okkar litla samfélagi á íslandi. Menntun eflist, atvinnulífið tæknivæðist, hvers kyns menningarstarfsemi og listir eiga vaxandi fylgi að fagna. Fjöldi fólks starfar af áhuga við hvers kyns mannbætandi félagsstarf. enn fleiri leggja stund á einhvers konar líkamsrækt, sem er undirstaða vellíðunar og virkni einstaklingsins. Þetta eru andstæðurnar: Annars vegar jákvæð þróun í atvinnu- og menningarlífi, hins vegar atvinnuleysi og firring margra æsku- manna. Sumir halda því fram að vandinn sé óleysanlegur, þetta ástand sé eðlilegt og komið til að vera. En vandinn er ekki óleysanlegur og vakandi hreyfing eins og ungmennafélagshreyf- ingin kemur aldrei til með að sætta sig við ríkjandi ástand, hún stefnir stöðugt fram á við til bætts þjóðfélags. En eigi að ráðast að vandanum, þarf að mörgu að hyggja. Verkefninu má skipta í fjóra þætti: Fyrsta skilyrðið fyrir batnandi heimi er vaxandi ábyrgð fjölmiðla. Þeir sem þar fara með völd verða að gera sér grein fyrir því hvílík ábyrgð þeim fylgir. Dagskrár ljósvakafjölmiðla verða að batna. Þær verður að snfða fyrir sæmilega viti borið fólk, en ekki fyrir hálfvita eins og nú þekkist. Vímuefnavandamál þarf að taka til sérstakrar umfjöllunar meðal æskunnar. Sérstaklega þarf að taka hinn forna fjanda, áfengið, föstum tökum. Það er merkilegt að það er varla lil sá bindindismaður í landinu, sem ekki er áður búinn að drekka brennivín sér til óbóta. Hvernig væri að fjölga þeim sem sleppa drykkjuskapnum algjörlega, hvað sem líður kjaftæði um vínmenn- ingu, hófdrykkju og hugtakinu „að kunna með áfengi að fara.“ Almennir mannasiðir eru eitt af því sem allir þurfa að læra. Það er því miður eins og sumir missi alveg af slíkum lærdómi og viti þess vegna ekki hvað lágmarkskurteisi er. Hér er, því miður, pottur brotinn á sumum heimilum, en hræddur er ég um að skól- arnir hafi líka brugðist sínu hlutverki í þessu efni. Það er í raun ótrúlegt hvað prúðmannleg framkoma ein og sér fær áorkað. Að lokum er það stærsta atriðið, þátttaka. Það „að vera með“ skiptir svo miklu. Það er ekki að ófyrirsynju að fyrsta bón barnsins sem hittir félaga sína er: „Má ég vera með.“ Ungmennafélagshreyfingin er opin öllum, ungum sem öldnum. Allir mega „vera með.“ Virkni fjöldans í íþróttastarfmu er gífur- leg og fer stöðugt vaxandi. Sömu sögu er að segja um annað félagsstarf. Öll þessi virka þátttaka leiðir huga ungmennanna gjarnan að þeirri staðreynd að öll erum við hluti af miklu stærra sigurverki, íslensku þjóðfélagi með öllum sínum möguleikum, skyldum og réttindum. Sá sem einhvern tíma hefur starfað með ungmennafélagi verður undantekningalaust nýtur þjóðfélagsþegn. Ungmennafélagar! Hér er verk að vinna. Tökum höndum sam- an rneð öllum þeim fjölmörgu samtökum og stofnunum sent vinna að sama rnarki. Takmarkið er að hver einasti Islendingur fái það snemma á tilfinninguna að hann sé raunverulegur þátttakandi í því sem við erum að gera, byggja upp betra land. betra þjóðlíf, meiri möguleika fyrir kynslóðir framtíðarinnar. Ungmennafélögin hafa margt til að bera sem önnur félög hafa ekki. Kinnroðalaust getum við sagt: „Við erum fyrirmyndin sem þið eruð að leita að.” Til staðfestingar þurfum við ekki annað en að minna á markmið hreyfingarinnar: Ræktun lýðs og lands. Sigurjón Bjarnason. Sigurlið UMSB bíður eftir úrslitunum. Hamingja í her- búðum UMSB Það var mikil hamingja í herbúðum UMSB-fólks í sumar þegar úrslit í bikar- keppni Frjálsíþróttasambandsins fyrir unglinga, 16 ára og yngri, lágu fyrir. Það kom sumsé í ljós að lið Borgfirðinga hafði sigrað með 163,5 stigum. Næst- flest stig hlaut HSK með 156 stig. Þetta er í fyrsta sinn sem UMSB sigrar í þessari keppni, en sambandið hefur oftast sent lið til þátttöku í þau fimmtán ár sem hún hefur verið haldin. Að þessu sinni mættu um 140 keppendur frá 11 félögum til leiks og hefur þátttaka aldrei verið meiri. Skinfaxi 5

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.