Skinfaxi - 01.08.1993, Qupperneq 11
Sigurður Hjörleifsson spáir í körfuboltann 1993-1994:
Spá um röð liða
í Úrvalsdeildinni
Það er kannski dálítið hæpið að gera
einhverja raunhæfa spá svo snemma, þar
sem liðin eru ekki farin að leika neina leiki
þegar þetta er skrifað. Þá eru fimm af liðum
deildarinnar með nýja erlenda leikmenn og
aðeins þrjú liðanna eru með sama þjálfara.
Þar sem deildin er riðlaskipt og aðeins tvö
lið komast áfram úr hvorum riðli, gætu
mun sterkari lið úr öðrurn hvorum riðlinum
setið eftir. Við fyrstu sýn virðast riðlarnir
vera mjög missterkir.
Spáin er þessi, fyrst röð innan hvors
riðils og síðan endanleg röð fjögurra efstu
liða:
A-riðill B-ríðill
ÍBK UMFN
Skallagrímur Haukar
Snæfell KR
Valur UMFG
ÍA Tindastóll
Endanleg röð fjögurra efstu liða:
UMFN
Haukar
ÍBK
Skallagrímur
Lauslegt mat á styrk og
veikleika liðanna:
Njarðvík
Njarðvíkingar hafa fengið heirn sterka
leikmenn eins og Val Ingimundarson og
Friðrik Ragnarsson, sem er óneitanlega
mikill styrkur. Valur mun jafnframt þjálfa
liðið. Þá er sarni erlendi leikmaðurinn hjá
liðinu, sem er kostur. Þetta og ekki síður
það, að UMFN fór langt niður í getu á
síðasta tímabili, er næg ástæða til að spá
þeirn efsta sætinu í lok þess næsta. Þeir láta
slíkt ekki koma fyrir tvö ár í röð.
Haukar
Sömu leikmenn, sami erlendi leikmaður,
sem er stórkostlegur, og sami þjálfari og á
síðasta tímabili, skila Haukum örugglega
einu af efstu sætunum. Veikleiki liðsins er
varamannabekkurinn, sem er ekki mjög
sterkur, alla vega ekki rnjög leikreyndir
menn.
ÍBK
Hvers vegna ekki efsta sætið eins og tvö
síðustu ár? Sterkir leikmenn hafa skipt yfir
í önnur félög, sem gæti veikt liðið töluvert.
Einnig er oft erfitt að halda liði á toppnum
mörg ár í röð. En ÍBK hefur nægilega
góðan mannskap til þess að vinna allt aftur.
Þetta er einkum spurning um hvort þeir
sækist nóg eftir titlunum.
Skallagrímur
Spútniklið síðasta árs ætti að tryggja sig
örugglega inn f úrslitakeppnina, sérstaklega
þar sem þessi riðill virðist mun veikari í ár
en B-riðillinn. Borgnesingar eru þó með
mjög sterkt lið og nánast óbreytt frá síðasta
ári. Hinir stórkostlegu áhangendur þeirra er
ómetanlegur stuðningur við liðið. Veikleiki
þess er sá að ekki er nógu mikil breidd í
því.
KR
Síðasta tímabil var að öllu leyti það
lélegasta hjá félaginu í mörg síðastliðin ár.
Bjartari tímar ættu að vera fram undan,
sérstaklega með endurkomu Laszlo Nemeth
sem þjálfara liðsins. Alla vega má gera ráð
fyrir að það verði í feiknagóðri líkamlegri
þjálfun. Ef þjálfaranum tekst að byggja upp
hina ungu leikmenn félagsins og fela
veikleika liðsins, gæti KR náð lengra.
UMFG
Grindvíkingar gætu átt í erfiðleikum í
vetur, en liðið gæti lfka orðið það lið sem
kæmi mest á óvart. Nýr þjálfari, Guðmund-
ur Bragason, sem jafnframt leikur með
liðinu og nýr erlendur leikmaður, sem
sagður er hafa verið á samningi hjá NBA-
liði eiga eftir að sanna sig. Nökkvi Jónsson
hefur skipt yl'ir til Grindavíkur frá Kefla-
vík, en þeir hafa misst hinn stórefnilega
leikmann Helga Guðfinnsson. Hann er
farinn til náms í Bandaríkjunum. Varamenn
Skinfaxi
11