Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.08.1993, Page 12

Skinfaxi - 01.08.1993, Page 12
liðsins eru flestir mjög ungir og óreyndir og það gæti óneitanlega reynst veikleiki. Snæfell Hin óvænta frammistaða Hólmara á síðasta ári verður varla endurtekin í ár. Þó hafa þeir ekki síðri leikmenn nú en áður. Sennilega er meiri breidd í liðinu ef eitthvað er, með tilkomu Suðurnesjamann- anna Hreiðars Hreiðarssonar og Sverris Þórs Sverrissonar og ekki síður með endurkomu þeirra Hjörleifs Sigurþórssonar og Þorvarðar Björgvinssonar frá Breiða- blik. Enn einn erlendur leikmaður og nýr og óreyndur þjálfari, Kristinn Einarsson, sem jafnframt leikur með liðinu, gætu veikt það. Valur Gamla stórveldið virðist eiga í miklum erfiðleikum, annars vegar með að halda leikmönnum og hins vegar þjálfurunum, sem jafnvel hætta áður en þeir byrja að þjálfa. Margir leikmenn hafa hætt síðan á síðasta ári. Þá tekur nú við nýr þjálfari fimmta árið í röð. Slíkt getur ekki skilað miklum árangri. Ef Frank Booker nær sér á strik í vetur gæti liðið þó ef til vill færst ofar. UMFT Mikil umskipti hafa átt sér stað hjá liðinu frá síðasta tímabili. Þrír leikmenn úr byrjunarliðinu hafa skipt yfir í önnur félög. Mikið mun því mæða á hinum ungu en efnilegu leikmönnum UMFT. ÍA Nýliðar eiga ávallt erfitt uppdráttar á sínu fyrsta ári í efstu deild. Svo mun einnig verða hjá IA í vetur. Þó eru þeir mun heppnari með riðlaskiptingu og styrkleika deildarinnar en nýliðar hafa oft verið. Liðið hefur vissulega fengið mikinn liðs- styrk hvort sem hann dugir til að halda því uppi í deildinni eða ekki. Góð íþróti t, gulli betri Bílverk, verkstæöi Víkurbraut 4 780 Höfn Hótel Bláfell Sólvellir 14 760 Breiðdalsvík Borgarfjarðarhreppur Höfn 720 Borgarfjöröur Jökull, verkalýðsfélag Víkurbraut 4 780 Höfn Breiðdalshreppur Selnesi 38 760 Breiödalsvík Skarphéðinsheimilið Engjavegi 44 800 Selfoss Búnaðarsamband A-Skaftafellssýslu Rauðabergi 2 781 Höfn Skinney hf. Krosseyjarvegi 11 780 Höfn Flugfélag Austurlands hf. Egilsstaðaflugvelli 700 Egilsstaðir Sparisjóður Norðfjarðar Egilsbraut 25 740 Neskaupstaður 12 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.