Skinfaxi - 01.08.1993, Side 20
IBoronnblabib
Sigurbjörn Arngrímsson HSÞ.
Friðrik Larsen Selfossi náði næstbesta
tíma ársins í 800 m hlaupi en hann og
Finnbogi þurfa báðir að rífa sig upp úr far-
inu og gera eitthvað róttækt í að bæta sig
eftir nokkurra ára stöðnun.
Sigmar Gunnarsson UMSB, Jóhann
Ingibergsson FH og Rögnvaldur Ingþórs-
son UMSE voru yfirburðamenn í lang-
hlaupunum og háðu mörg skemmtileg ein-
vígi á brautinni. Rögnvaldur náði mjög at-
hyglisverðum tíma í 3000 m hindrunar-
hlaupi og er kannski, ásamt þeim sem hér
Jón Arnar Magnússon UMSS.
hafa verið nefndir til sögunnar, okkar
framtíðarafreksmaður í langhlaupum og
hindrunarhlaupi.
Ekki er hægt að minnast á millivega-
lengdir og langhlaup hjá körlum án þess að
minnast á hinn stórefnilega Svein Mar-
geirsson, 15 ára, UMSS. Hann hélt áfram
að bæta árangur sinn verulega í sumar og
er örugglega mesta langhlauparaefni sem
fram hefur komið hér á landi í áraraðir.
Stökkgreinar karla
Jón Arnar Magnússon UMSS og Jón
Oddsson ÍR náðu framúrskarandi árangri
stökkvara þegar þeir stukku 7.66 og 7,64
m í langstökki á MI innanhúss í vetur. Slys
hamlaði Jóni Arnari frá frekari afrekum á
þessu keppnistímabili eins og svo mörgum
undanförnum tímabilum, og Jón Oddsson
átti í erfiðleikum lengst af á keppnistíma-
bilinu utanhúss. Einar Kristjánsson FH
hafði yfirburði í hástökkinu en sýndi ekki
þann styrk sem hann sýndi á síðasta tíma-
bili. Gömlu mennirnir, Sigurður T. Sig-
urðsson FH og Kristján Gissurarson IR
höfðu yfirburði í stangarstökkinu og virðist
vera nokkuð langt í það að veldi þeirra
verði ógnað. Þrístökkið er áfram í þeirri
lægð sem það hefur verið undanfarin ár.
Þó svo nokkuð sé í land að yngri
stökkvarar nái að ógna þeim eldri eru
nokkrir mjög efnilegir stökkvarar að koma
fram, sem með réttum æfingum og elju-
semi ættu að geta komist á alþjóðlegan
mælikvarða eftir nokkur ár, - Bjarni Þór og
Olafur Sveinn Traustasynir FH, Gunnar
Guðmundsson Fjölni, Hafsteinn Sigurðs-
son UBK, Stefán Gunnlaugsson UMSE,
Róbert Jensen og Tómas Gunnarsson
HSK.
Kastgreinar karla
Framan af sumri sýndi Pétur Guð-
mundsson KR mesta öryggi okkar bestu
kastara og vann góða sigra á Smáþjóða-
leikum, Evrópubikarkeppni og Reykjavík-
urleikum. Hann kastaði lengst 19,67 metra
og oft yfir 19,50. Pétur náði hins vegar
ekki að sýna sínar bestu hliðar á HM frem-
ur en Sigurður Einarsson A spjótkastari og
Vésteinn Hafsteinsson HSK kringlukastari.
ísleifur Karlsson UMSK.
Vésteinn sigraði í Evrópukeppninni og
Sigurður á Smáþjóðaleikunum. Einar Vil-
hjálmsson IR var meira eða minna frá
keppni vegna meiðsla.Enginn okkar bestu
kúlu-, kringlu- eða spjótkastara voru ná-
lægt sínu besta, að undanskildum Unnari
Garðarssyni IR sem kastaði spjótinu yfir
72 metra. Guðmundur Karlsson bætti hins
vegar Islandsmet sitt oftar en einu sinni í
sleggjukasti og setti meðal annars glæsi-
legt Islandsmet í Evrópubikarkeppninni.
Ekki er hægt að segja að á ferðinni séu
margir efnilegir kastarar um þessar mund-
ir, sem gætu tekið við af þeim eldri, en
Bjarki Viðarsson HSK sýndi stórstígar
framfarir í sleggjukastinu á árinu og er til
alls líklegur á næstu árum. Ljóst er að hann
hefur fundið sína aðalgrein. Fara verður
niður í sveinaflokk til að finna stráka sem
hafa hæfileika til að verða framúrskarandi
kastarar. Sigmar Vilhjálmsson er efnilegur
20
Skinfaxi