Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.08.1993, Page 24

Skinfaxi - 01.08.1993, Page 24
Það var kalt að standa á sviðinu og syngja, en þessi unga stúlka lét það ekki á sig fá. Hún mætti bara þeim mun betur klœdd í karókíkeppnina. Hún var ákveðin í að gera sitt besta og einbeitingin leynir sér ekki í svipnum. Þessar hressilegu ungu stúlkur skipa boðhlaupssveit Hattar. Sumarhátíð li „Héldun ólympíi fyrsta „Sumarhátíðin gekk ágætlega að þessu sinni en það má segja að nú höfum við haldið vetrar- ólympíuleika í fyrsta sinn, það var svo kalt, “ sagði Jónas Þór Jóhannsson framkvæmdastjóri UÍA þegar hann var spurður hvernig þessi stærsti viðburður sumarsins hjá sambandinu hefði gengið. Hátíðin var haldin 9.-11. júlí, frá föstudegi til sunnudags. Hún hófst á því að félagar úr aðildarfélögum UÍA hlupu til skiptis með logandi kyndil frá skrifstofu sambandsins á Egilsstöðum að mótssvæðinu á Eiðum, um 15 kílómetra leið. Síðan var eldurinn notaður til að kveikja í brennu um kvöldið. Það eru aðildarfélög UÍA sem taka þátt í sumarhátíðinni og að þessu sinni kepptu USU-menn á jafnréttisgrundvelli. ,,Mér þykja þessi auknu samskipti sambandanna lofa góðu,“ sagði Jónas. „Auðvitað gæti einhverjum þótt það skrítið að á Austurlandi væru starfandi tvö héraðssambönd, en ekki eitt. Það má segja sem svo að það hafi stundum komið svolítið kjánalega út.“ Stúlknaknattspyrna í fyrsta sinn Á föstudeginum hófst keppni í spjót- kasti og kúluvarpi. Um kvöldið fór svo frarn undankeppni í karokí-söng. Um 24 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.