Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.08.1993, Qupperneq 25

Skinfaxi - 01.08.1993, Qupperneq 25
IÍA á Eiðum: 1 vetrar- jleika í sinn“ níuleytið var kveiktur varðeldur og síðan sá hljómveitin Jet Black Joe um að syngja brennusönginn. ,,Þetta fór allt þokkalega fram nema hvað kuldinn setti sitt mark á alla hátíðina,“ sagði Jónas. „Fólk þurfti að vera meira eða minna í skíðagöllum eða snjósleðagöllum allan tímann, sem er óvenjulegt á sumarhátíð hér um slóðir að minnsta kosti.“ Keppnin hófst svo af krafti í frjálsum íþróttum og knattspyrnu á laugardags- morgun og var meðal annars bryddað upp á þeirri nýjung að halda keppni í knatt- spyrnu stúlkna yngri en 14 ára. Ekki voru slegin nein met, enda hefðu veðurað- stæður komið í veg fyrir að hægt yrði að fá þau staðfest. Þegar íþróttakeppninni lauk um kvöld- ið var haldinn dansleikur í samkomu- tjaldinu, sem er um 200 fermetrar að stærð. Á sunnudagsmorguninn hélt keppni áfram og hófst svo hefðbundin hátíðar- dagskrá síðdegis með ræðu formanns og skrúðgöngu aðildarfélaga. Meðal skemmtiatriða var Magnús Scheving þolfimimeistari sem sýndi listir sínar. Leikfélag Fljótsdalshéraðs flutti valin atriði úr Kardemommubænum sem sýnd- ur var við frábærar undirtektir á Egils- stöðum í fyrravetur. Að því búnu fóru fram úrslit í karokí-keppninni áður en verðlaunaafhending fór fram. Heiðurs- gestur sumarhátíðarinnar að þessu sinni var Vilhjálmur Einarsson skólameistari á Egilsstöðum. Það var liart barist á vellinum. Rœningjarnir í Kardimommubœnum fengu heldur betur að finna fyrir því á sumar- hátíðinni. Skinfaxi 25

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.