Skinfaxi - 01.08.1993, Qupperneq 31
Bikarkeppni UIA
í knattspyrnu
-14-50ára saman íliði
Litla bikarkeppnin nefnist knatt-
spyrnumót þeirra félaga sem ekki
taka þátt í deildakeppni KSI, auk B-
liða deildafélaganna. Öll eru þessi
félög síðan aðildarfélög að UIA og í
bikarkeppninni í sumar tóku 9
harðsnúin lið þátt. Sigurður Örn
Jónsson, starfsmaður UÍA, annast
skipulag og framkvæmd keppninnar
auk þess sem hann annast
dómgæslu á nokkrum leikjanna.
Að sögn Sigurðar Arnar er um að ræða
meistaraflokk og er aldur leikmanna allt
frá fjórtán ára og upp í fimmtugt.
„Það má segja að í flestum tilfellum séu
liðin sambland af strákum, sem eru of
ungir til að komast í meistaraflokk heima-
liða sinna, sem taka þátt í deildakeppninni,
og hinna sem eru hættir. I keppninni eru
einnig lítil sveitalið sem ekki hafa bolmagn
til að taka þátt í deildakeppninninni. Þess
má til gamans geta að eitt liðanna núna,
Huginn, Fellum, frá Fellabæ hér við
Egilsstaði, ávann sér frægð fyrir það í fyrra
að vera það lið sem fengið hefur á sig flest
mörk í deildakeppni frá upphafi - I40 í 18
leikjum.
Oft er það svo að erfitt getur reynst að
manna liðin fyrir hina ýmsu leiki. Sem
dæmi má nefna að Egill rauði, sem kemur
úr nágrannasveitum Neskaupstaðar, náði
ekki saman í lið fyrir einn leikinn vegna
þess að þeir misstu hálft liðið á Ólafs-
vökuna í Færeyjum, - við urðum því að
fresta honum. I liðunum sem koma úr
sveitunum er samsetning hópsins oft ntjög
skemmtileg og gjarnan er það svo að smala
þarf mannskap í leikina og æfingar eru
engará milli.“
Viðbeins- og
ökklabrot
„Knattspyrnan dregur náttúrlega dám af
þessu og líkast til myndu þeir kalla þetta
„kick and run“ á Bretlandi, eða sparkið og
hlaupið svo. Menn kunna heldur ekki alltaf
reglurnar og því tókum við upp á því nú í
sumar að láta aðeins réttindadómara annast
Sigurliðið í bikarkeppni UIA.
dómgæsluna. Staðreyndin er sú að slys eru
algengari í þessu móti heldur en í alvöru
knattspyrnu. Margir leikmenn eru ekki í
formi og sumir eru kornnir vel af ung-
lingsaldri. Við höfum verið að reyna að
fækka slysunum rneð því að fá rétt-
indadómara. Engu að síður lentu til dæmis
tveir á sjúkrahúsi eftir síðasta leik sem ég
dæmdi, annar viðbeinsbrotinn og hinn
ökklabrotinn.
Það má segja að bikarkeppnin sé eina
lífsmark sumra ungmennafélagana á
svæðinu, eins og Egils rauða á Norðfirði
og Ungmennafélags Jökuldæla, - auk þess
taka krakkarnir frá þeim þátt í sumar-
hátíðinni.
Bikarkeppnin er fastur liður í starfinu
hér og fæstir gætu hugsað sér sumarið án
hennar, hvorki leikmenn né áhorfendur.“
áíJ£iFA&i?
Þú getur gerst
áskrifandi í síma
91-682929
Skinfaxi
31