Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.08.1993, Page 33

Skinfaxi - 01.08.1993, Page 33
Héraðssamband Strandamanna: Sextug íþróttakempa Það vakti talsverða athygli á héraðsmóti Héraðssambands Strandamanna, sem hald- ið var í júlí í sumar, þegar fram á völlinn gekk vörpulegur rnaður um sextugt og keppti af krafti í allmörgum greinum. Ekki nóg með það, því hann gaf sér yngri mönnum ekkert eftir. Ofan á allt setti hann svo Strandamet öldunga í tveim greinum. Þarna var mættur til leiks Bragi Guð- brandsson bóndi á Heydalsá. Hann hafði ekki keppt á héraðsmótum urn skeið og þótti árangur hans í frásögur færandi. Bragi hefur alla tíð haft mikinn áhuga á íþróttum og líkamsrækt. Hann keppti sem ungur rnaður á skíðamótum, einkum í skíðastökki. Hann iðkaði ekki göngur heldur var eingöngu í rennslinu. I kringum 1980 fór hann fyrst að æfa reglulega á gönguskíðum. í vetur sem leið gekk hann daglega, frá því í byrjun október og til Bragi við œfingar. aprílloka, 10-15 og allt upp í 30 kílómetra leið. Það leið ekki svo dagur að Bragi tæki sér ekki göngu. Fyrir nokkrum árum hóf hann að keppa í nokkrum frjálsíþróttagreinum á héraðsmóti Héraðssambands Strandamanna. Hann keppti þá einkum í kringlukasti og kúlu. Hann hefur þó ekki keppt óslitið til dagsins í dag, því á tímabili hætti hann, kvaðst hafa talið sig of gamlan fyrir svona nokkuð. Það var svo ekki fyrr en í sumar að hann birtist á héraðsmótinu og keppti í allmörgum greinum - og stóð þá á sextugasta aldurs- ári. Og hann hafði árangur sern erfiði, því í hástökki og 800 metra hlaupi setti hann Strandamet öldunga, eins og áður sagði. Hann keppti einnig í spjótkasti, 100 metra hlaupi, kringlu og kúlu. Bragi á tvo syni, sent feta í fótspor föðurins og stunda íþróttir af kappi. NTUM A UKKU I N NA LJ Tl l_« LJ LJ-R -FLJOT AFGREI ALLT PRENTAÐ Á í L.A- LANDI SNARI AUGLÝSINGAVÖRUR TRANAVOGI 1 SÍMI 682850 FAX 682856 Skinfaxi 33

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.