Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1993, Blaðsíða 38

Skinfaxi - 01.08.1993, Blaðsíða 38
Knapinn á hestbaki er kóngur um stund, Einar Óli sýnir listir sínar. ekta mammútstönn, sem komin var alla leið frá Síberíu, var þarna ásamt mörgu fleiru. Er þetta gott dæmi um hvernig setja má áhugaverðan hlut upp á einfaldan og fróðlegan hátt, Þar sem við vorum staddir í Mekka fjarðarhestsins norska var fjarðarhesta- búgarður að sjálfsögðu sóttur heim. Þar gátu menn brugðið sér í stuttan reiðtúr. Það gekk allt vel, en heldur fundust mér þeir hægferðugir, blessaðir. Þarna var hægt að fara í smá reiðtúr, eins og við reyndum, salíbunu um nágrennið á hestvagni, eða allt að hálfs mánaðar ferðir um fjöll og fimindi. Hef ég nú stiklað á helstu skoðunar- ferðum og því sem þar var að sjá, auk norskrar náttúru, sem er stórkostlega gróskumikil og falleg, svo ekki er hægt að lýsa í fáum orðum. Fróðlegir fyrirlestrar Fyrirlestrarnir um „lifandi byggðir" og „byggðastefnu“ voru fróðlegir og eftir- tektarvert hvað Norðmenn hafa byggt sig vel upp í þessum efnum. Þeir byrja oftast með atvinnutækifærin í smáum stíl og láta starfsemina byggja sig upp sig að eftir- spurn. Þetta á til dæmis við hvað varðar ferðaþjónustu. Þetta og margt fleira mætt- um við íslendingar taka okkur til fyrir- Þátttakendur í ferðinni f.v. Sœmundur, Einar Óli og Sigurður. myndar. Þarna virtist víðs fjarri þessi gull- grafarahugsunarháttur, sem er svo ein- kennandi þegar nýjum atvinnutækifærum er ýtt úr vör hér á landi. Þá fannst mér athyglisvert, en ekki fyrir minn smekk, þegar rætt var um framtíðina, að þá snérist umræðan að stærstum hluta um Efnahagsbandalag Evrópu og aðlögun að því, umræða, sem við Islendingar erum, að því er virðist, blessunarlega lausir við. Að ráðstefnunni lokinni var haldið sömu leið til baka, til Oslóar, þaðan sem tekin var ferja til Kaupmannahafnar. Lauk þar með þessari fróðlegu ferð, sem bæði var^agn og gaman að. Eg vil að lokum senda þakkir til Ung- mennafélags íslands, sem valdi mig til þessarar ferðar. Einnig þakka ég ferða- félögum mínum, Einari Ola og Sæmundi, fyrir ógleymanlega samveru. Sigurður Aðalsteinsson Vaðbrekku IMýí herrailmurinn frá GIVENCHY Vörusalan Hafnarstræti 104, 600 Akureyri Sími 96-22449 38 Skinfaxi

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.