Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1996, Síða 13

Skinfaxi - 01.05.1996, Síða 13
bentu á að það vantar víða ruslafötur. Umgengi við landið myndi batna ef þær væru fleiri. Þar er kannski komin ástæðan fyrir því að rusli er hent í miklum mæli út í náttúruna. Mjög mörgum fannst til dæmis ástæða til að minna á að það eigi ekki að henda rusli út í umhverfið. Fólk vill einnig fá meiri áróður og fræðslu um umhverfisvernd. Nokkur hluti vildi leggja áherslu á flokkun og endurvinnslu ruslsins en aðrir vildu fjölga gámastöðvum. Af framantöldu má sjá að vel tókst að ná fram þeim markmiðum sem voru sett fram í byrjun hreinsunnar. Mikið af rusli safnaðist og margir tóku þátt í hreinsun landsins. En hvað varð um ruslið? Mjög líklegt er að mestu af því hafi verið fargað. Þrátt fyrir að endurnýting og endurvinnsla úrgangs séu landsmönnum ekki alveg ókunn þá eiga þau enn langt í land með að hljóta almenna útbreiðslu. Lítið af rusli er endurnýtt og endurnotkun hluta er enn minni. Til að draga úr úrgangsmyndun er nauðsynlegt að virkja landsmenn meira til að endurvinna og endurnýta það sem til fellur. Jafnframt þarf að undirstrika að um leið og úrgangur er nýttur minnkar mengun og í stað förgunar verður oft á tíðum til verðmætt hráefni. Verkefnið í ár var einn af mörgum áföngum í að gera Island að einu hreinasta vestræna landinu árið 2000. Þetta er verðugt markmið en til þess að ná því þurfa landsmenn að vera virkari varðandi umhverfisvernd. Það er því mikilvægt að halda átaki sem þessu áfram á næstu árum og vekja jafnframt athygli á að það er hægt að nýta úrgang í mun meiri mæli en gert er í dag. Berghildur Erla Bernharðsdóttir. umhverfismál. 71 ungmennafélag tilkynnti um þátttöku í átakinu en ætla má að að þau hafi verið fleiri þar sem þau voru ekki beðin formlega um að tilkynna þátttöku. Stór landsvæði voru hreinsuð, til dæmis hreinsaði Ungmennafélagið Leifur heppni um 35 kílómetra meðfram þjóðvegi og önnur félög hreinsuðu í kringum heilu bæjarfélögin. Mörg sveitarfélög voru jafnframt virk í átakinu og íbúar þeirra voru víða duglegir að hreinsa. 3. Ýmsar upplýsingar skiluðu sér í hreinsunarátakinu og voru þær mjög mikilvægar. Merkilegt var t.d. að sjá að það sama kom fram í hreinsunarátakinu í ár og í hreinsunarátaki Ungmennafélags íslands í fyrra. En plastúrgangur af einhverju tagi var lang- algengasta ruslið í báðum hreinsununum. Þrátt fyrir að átakið í ár hafi miða við allt landið, en hafi í fyrra miða við strendur, ár og vötn. Mikið rusl safnaðist í hreinsunni í ár og þrátt fyrir að vakning hafi orðið varðandi umhverfið á síðari árum er enn langt í land að umgengni við nátturuna sé viðunandi Spýtnadrasl og pappír fannst jafnframt víða í ár, en var líka algengur í fyrra. Fólk virðist einnig henda sælgætisbréfi og gleri umhugsunarlaust út í náttúruna. Mikið rusl safnaðist í hreinsuninni í ár og þrátt fyrir að vakning hafi orðið varðandi umhverfið á síðari árum er enn langt í land að umgengni við náttúruna sé viðunandi. Hreinsunin dreifðist nokkuð jafnt á strjálbýli, þéttbýli og meðfram vegum en minna var um að fólk hreinsaði í fjörum. Skýringin á því gæti verið að átakið í fyrra miðaði að hreinsun á ám, fjörum og vatnsbökkum. Margir sem tóku þátt í hreinsunni iMHVERFIÐ ----T---- Skinfaxi 13

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.