Skinfaxi - 01.05.1996, Side 18
sniMtiuimt i\i»
------▼-------
Að venju hélt UNÞ íþróttanámskeið og
leikjanámskeið í Lundi í Oxarfirði í
byrjun júní og sóttu 35 börn námskeiðið
sem stendur í vikutíma. Tilgangur er
fjölþættur, bæði kynnast börnin
innbyrðis frá hinum ýmsu stöðum,
kennd eru undirstöðuatriði mismunandi
íþróttagreina og síðan farið í leiki, sungið
o.þ.h. I þessum sumarbúðum höfum við
gjarnan reynt að hafa „þema" en í fyrra
var það landnemar og var hópnum skipt
og skýrður eftir þeim og gerðu hóparnir
sér þá gunnfána o.s.frv. I ár fannst okkur
rökrétt að „þemað" yrði „Vinnan göfgar
manninn" og var krökkunum skipt í þrjá
hópa sem unnu til skiptis við að gera stíg
í gegnum skóginn við Lund og alla leið
upp á ásinn. Leiðin sem börnin gerðu er
800 - 1000 metrar en auk þess brúuðu
þau læk sem þarna er. Krakkarnir luku
við stíginn á föstudagsmorgni og síðan
lokuðu hóparnir sig af og bjuggu til
sögurnar um ímyndaða atburði sem
höfðu gerst á námskeiðinu (sjá sögur á
síðu 19).
A fimmtudegi og föstudegi voru síðan
Lundaleikarnir og var keppt í ýmsum
keppnisgreinum s.s. stígvélakasti,
langstökki án atrennu út í sundlaug
o.s.frv. Föstudagskvöldið fór svo í
pulsuát, diskótek, rómantík og
uppljóstrun á hver leynivinurinn væri.
Leynivinurinn er þannig fenginn að
þegar börnin koma í sumarbúðirnar eru
allskyns nafnaleikir og lýkur þeim með
því að allir draga sér miða sem á er nafn
sem enginn annar fær að vita.
Eitt kvöldið fengum við rithöfundinn
Eðvarð Ingólfsson í heimsókn og las
hann upp úr verkum sínum en að því
loknu var farið í kvöldgöngu til
Skinnastaðar en þar er prestsetur og
kirkja. Þar var setið við notalega
bænastund í kirkjunni hjá séra Eðvarð.
Félagskveðjur frá UNÞ
Sæmundur K. Jóhannesson
Halti Hjalti
Persónur:
Guðrún; foringi kristinna manna, Hjalti: uppreisnarseggur
kristinna manna, Björgvin lipri, Halla og Jóhanna: heiðnar
íjystur, Sigrún: kona höfðingjans, Atli: karlinn hennar, Elvar:
Oxarfjarðarfíflið, Brynja: kalíar sig Brynjólf prestur og
hommi, Borgar: heiðinn, Ómar: kristinn, Nína: snillingur
sem bæði heiðnir og kristnir menn spurðu spurninga.
Saga þessi gerist rétt fyrir kristintöku í Öxarfirði, þegar stríð
geisaði á milli Guðrúnar Miklu sem kristin er og Atla Digra
sem heiðin er. Kvöld eitt kom Ómar Hinn Blessaði að bústað
Guðrúnar, sýndist honum þá vegsummerki vera full
grunsamleg og fór inn, en þó aðeins til að finna foring sinn
(Guðrúnu) með hníf í hjartastað. Rauk hann þá út og reið að
útihúsum þeim er bróðir Guðrúnar, Hjalti dvaldi í og lét hann
vita af fundi sínum Tók hann þá eftir skurði á fæti Hjalta, en
Hjalti sagðist hafa rifið sig á tré sem var fyrir ofan bæ
Guðrúnar. Drógu þeir þá ályktun að Atli Hinn Digri hafði
verið þar að verki. Fóru þeir og söfnuðu
kristnum mönnum saman, voru það
Björgvin Lipri og Brynjólfur, lögðu þeir
fjórir af stað á fund Nínu Hinnar
Gömlu til að spyrja ráða. Var þá
Öxarfjarðarfíflið Elvar Hinn Heimski,
ástmaður Brynjólfs þar. Ráðlagði Nína
þeim að fara á fund Atla Hins Digra og
konu hans Brjáluðu Sigrúnar, bera sakir
upp á hann og drepa ef svarið yrði
jákvætt. Gerðu þeir svo, neitaði hann því
og sagðist hafa verið að blóta með konu
sinni, Höllu Hinni Góðu, Jóhönnu Hinni
Fögru og Borgari Lausvind. Neitaði
Ómar því að trúa. Reiddist þá Brjálaða
Sigrún mjög og hjó til hans með sverði
Atla. Hófst þá stríð milli þessara tveggja
hópa. Heyrðust þá þrumur miklar og
kom þá úr himninum Jötunn mjög svo
stór á hesti. Sáu menn þá að þetta myndi
Óðinn vera á hesti sínum Sleipni. Sagði
hann þá: „Því berið þið sakir þessar á son minn, Atla Hinn
Digra. Halti Hjalti er þér hafið gjört misgjörð þá sjálfur. Fyrir
þetta skal ég þér hegna." Af svo búnu skipar hann hesti sínurn
Sleipni að stíga ofan á Halta Hjalta. Hleypur Hjalti þá undan,
en eigi sleppur Hjalti svo gjörla því að Sleipnir eltir og stígur
niður, kremst þá Hjalti til bana. Upp frá þessu ríkti friður milli
kristinni og heiðinna í Öxarfirði en staður sá er Sleipnir kramdi
Hjalta á er í dag nefndur Ásbyrgi.
Höllín undir hólnum
Fyrir langa löngu, áður en mannfólkið kom til landsins, bjuggu um 7000 álfar í
risastórri höll við Öxarfjörð. Álfarnir þræluðu við að rækta landið. Álfarnir
löbbuðu á hverjum degi niður stíg til að ná í vatn til þvottar og matargerðar. Einn
daginn þegar þeir voru á leiðinni til að ná í vatn sáu þeir eitthvað ljótt sem þeir
höfðu aldrei séð áður. Þeir hlupu í höllina og földu leiðina þangað. Þegar þeir
komu til baka boðuðu þeir fund. Á fundinum sögðu þeir frá því sem þeir höfðu
séð. Þeir sögðust hafa séð stórt, ljótt og loðið tré sem labbaði. Þeir urðu svo
hræddir að þeir földu höllina með gróðri, þannig að stóra og Ijóta tré myndi ekki
finna þá. Mennirnir, sem eru þetta stóra ljóta tréð hafa náð yfirráðum yfir
firðinum. Álfarnir verða alltaf að smíða fleiri og fleiri vopn, af því að mönnunum
er alltaf að fjölga. Ef þið farið upp á hólinn og verðið þæg og góð og hlustið vel,
þá heyrið þið kannski í þeim vinna.
(Höf: Enar Magnús, Linda, Dagný, Eyjólfur, Harpa, Sigurður Ægir, Bragi, Hrönn,
Arnar, Þorbjörn, Margrét Fríða og Berglind. Skráð í sumarbúðum UNÞ í júní 1996)
18 Skinfaxi