Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.05.1996, Page 28

Skinfaxi - 01.05.1996, Page 28
•Ólympíueldurinn hafði logað lengi áður en hinn heimsfrægi hnefaleikari Muhammed Ali tók við honum á setningarathöfninni. Kveikt var á eldinum í Grikklandi 19. apríl s.l. og frá þeim degi hafa 10.000 hlauparar ferðast með eldinn sem farið hefur rúma 24.000 kílómetra leið. • Þú getur búist við því að sjá ansi marga í Ólympíumerktum bolum eftir leikanna í Bandaríkjunum. Alls er búist við því að um 30 milljónir bola muni seljast á leikunum sem yrði nýtt met. •Það er nú ekki búist við því að neinn íslendingur komi heim með medalíu eftir þessa Ólympíuleika. Það verða hins vegar um 1838 medalíur afhentar á leikunum en rúmlega 600 verða úr gulli. •Það ætti ekki að vera auðvelt að brjótast inn í Ólympíuþorpið í Atlanta. Mikill viðbúnaður er fyrir hriðjuverknaði og talið er að um 30.000 öryggisverðir starfi á vegum Ólympíuleikanna. •Á leikunum í ár eru keppendur rúmlega 10.000 og koma frá 197 löndum. Fyrir 100 árum voru keppendur á leikunum 200 en þá var aðeins keppt í 8 greinum. Jón Arnar á póÉorti Jón Arnar Magnússon verður á ferðinni út um allan heim á næstunni þar sem Visa Island hefur látið útbúa póstkort með myndum af Jóni Arnari Magnússyni Ólympíufara. Visa ísland hefur styrkt Jón Arnar í undirbúningi sínum fyrir Ólympíuleikana en Jón hefur sýnt stöðugar framfarir að undanförnu. Allir ættu aá fá fréttir Á meðan á Ólympíuleikunum stóð var erfitt að komast hjá því að fylgjast ekki með leikunum. Það var sama hvort þú kveiktir á útvarpi, sjónvarpi eða last blöðin, allsstaðar var verið að fjalla um leikana. Margir íslenskir fréttamenn lögðu land undir fót og drifu sig á leikana til að fjalla um það sem þar gerðist en íslensku blaðamennirnir voru ekki þeir einu á svæðinu. Alls gerðu 17.000 blaðamenn frá öllum löndum heims sér ferð á leikana og það er því ekkert skrítið að erfitt hafi verið að forðast ummfjöllun fjölmiðla af leikunum. rnan vinsæl Bandaríkjamenn bioti sþenntir eftir leikjum sinna manna í knattspyrnu á Ólympíuleikunum. Landslið Bandaríkjanna stóðst hins vegar ekki væntingar þær sem áhorfendur gerðu því liðið lá fyrst fyrir Argentínu 3-1 og þar á eftir fyrir Túnis 1-2. Þessi úrslit eru talin mjög slæm fyrir uppbyggingu knattspyrnunnar í Bandaríkjunum. 100 Atlanta 1996 28 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.