Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1996, Blaðsíða 17

Skinfaxi - 01.05.1996, Blaðsíða 17
fyrirsastustörfin ver&a aldrei meira en aukavinna á meðan ég er á Islandi." Ertu eitthvað aö reyna fyrir þér í útlöndum? „Eg hef nú lítið gert frá því ég vann titilinn en byrjaði nú nýlega að senda myndir út. Fyrstu viðbrögð eru góð og ég held mér sé óhætt að segja að ég fari eitthvert út og þá a.m.k. til að athuga málin betur." Hverjir eru möguleikarnir fyrir karlmenn að ná langt í þessum bransa úti í heimi og hvernig er þetta borgað? „Það er ekki eins góður peningur í þessu hjá körlunum og hjá stelpunum. Launin eru hins vegar mjög góð og ekki yfir neinu að kvarta fyrir þá karla sem eru búnir að ná eitthvað langt." En er ekki erfitt að komast inn þar sem peningarnir eru? „Það eru margir að reyna fyrir sér og svo er þetta líka spurning hverju er verið að leita að. I París eru flestir strákarnir mjög grannir og dóplegir sem eru að fá störfin í dag en þetta breytist allt mjög hratt." Hvaða eiginleikum þyrfti unglingsstrákur sem hefði áhuga á að hella sér út i þetta starf að vera búinn? „Þetta er fyrst og fremst spurning um að myndast vel og það er æskilegt að vera svona í kringum 1,85 sm á hæð. Það er nefnilega oftast á sýningum og öðru þess háttar sem föt koma bara í einni staðlaðri stærð og því mikilvægt að passa í þau. Eg hef til dæmis stundum lent í því að vera of stór í föt." Þá i allt annað. Nú hefur þú verið mikið úti á lifinu að undanförnu, tekur þú eftir þvi að vimuefnaneysla unglinga hafi aukist frá því sem var fyrir nokkrum árum? „Eg held að það sé ekki spurning að vímuefnaneysla hefur aukist verulega en kannski ekki alveg jafn mikið og fjölmiðlar vildu meina þegar herferð þeirra gekk yfir. Eg man til dæmis að þegar ég var að byrja að fikta við áfengi var ekkert um það að einhver væri að rétta manni eiturlyf en það virðist hins vegar vera að gerast hjá þessum krökkum sem eru að byrja að fikta í dag." Verður þú var við fíkniefni þegar þú ert úti að skemmta þér? „Eg held að ég umgangist ekki þennan hóp sem er að brasa í þessu og ef ég segi alveg eins og er verð ég eiginlega aldrei var við þetta. Eg var nú t.d. að vinna sem dyravörður í Ingólfskaffi og þá varð ég aldrei var við eiturlyf. Eg hef hins vegar farið í partí þar sem margir gestanna eru læstir inni í herbergjum og hver veit hvað er að gerast þar en fyrir utan það verð ég ekki var við neitt." Heldur þú að þetta séu kannski aðallega yngri krakkar sem eru að nota fíkniefni i dag eins og t.d. E- töfluna? „Það er örugglega meira um það að yngri óþroskaðri krakkar falli fyrir þessu. Eg held að eina leiðin til að stemma stigu við þessari úfbreiðslu eiturlyfja sé að gera það hallærislegt að vera á þeim og um leið gera það töff að lifa heilbrigðu lífi. Hvernig hægt er að gera það er svo aftur á móti erfiðari spurning, en ein leiðin væri t.d. að byggja upp einhverjar fyrirmyndir sem þessir krakkar geta litið upp til." En af hverju fara krakkar út í að nota eiturlyf? „Eitthvað hefur þetta sjálfsagt með sjálfsöryggi að gera en ég held að flestum finnist þetta spennandi. Þrátt fyrir að notkun áfengis sé ekki jákvæð veit maður hvað maður er að láta ofan í sig og líkurnar á að fá of stóran skammt eru litlar. Það er auðvitað alveg fáránlegt að maður sé farinn að tala jákvætt um neyslu áfengis en ég held að aðalmálið sé að halda krökkunum frá þessum eiturlyfjum þar sem þau hafa ekki hugmynd um hvað þau eru að innbyrða." Veistu hvar É É É i barnið þitt er Illllta? Félagsmálaráð Ólafsfjarðar Það barn, sem býr við réttlæti, lærir sanngirni. Félagsmálaráð Húsavíkur Foreldrar athugið: Reglur um útivistartima barna og unglinga eru þeim til varnar. A FélugsmálaráA Kó|ia\ ogs UMFÍ SkinfaxI/ 17

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.