Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1996, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.05.1996, Blaðsíða 7
Söngkonan, Emilfana Torrini, í viðtali I f UMFÍ a& var or&i& stutt í þa& að bla&ið færi í prentun ■ Vog erfitt haf&i reynst a& setjast ni&ur með ■^ Emiliönu og Ijúka viðtalinu sem hér kemur á ■ eftir. Bla&amaður Skinfaxa, Anna Svala, elti hana uppi og mætti á tónleika Emiliönu á Astró. Það var auðvitað erfitt að taka upp viðtalið þar vegna hávaða svo ákveðið var að notast við einn vinsælasta stað kvenmanna - stað þar sem stelpur fá alltaf að vera í friði. Anna Svala settist einmitt niður með Emiliönu á kvennaklósettinu á Astró og tók við hana eftirfarandi viðtal. Hvað finnst þér um áfengisneyslu unglinga í dag? „Eg hef náttúr'lega aldrei verið inni í þessu og mitt uppeldi hefur kannski verið eitthvað öðruvísi en flestra annarra. Eg er rosalega á móti fíkn og það fer í taugarnar á mér þegar ég sé kannski í einhverjum blöðum eða heyri foreldra segjast hafa keypt bjór handa börnunum svo þau mundu ekki kaupa landa. Þetta segir að foreldrarnir vita af börnunum dauðadrukknum í miðbænum og það finnst mér eiginlega of mikið. Ef ég á nú að vera soldið gamaldags og hallærisleg mamma, þá finnst mér bara að ef það er verið að setja manni einhverjar reglur, skilurðu, þá segja til dæmis lögin að það sé 16 ára aldurstakmark niðr'í miðbæ um helgar. Eg meina, af hverju eiga krakkarnir þá yfirleitt að hlusta á foreldrana ef þeir leyfa þeim að brjóta þessar reglur?" Hefur þú notað fíkniefni? „Nei. Ég hef prófað hass og ég var bara eiginlega skíthrædd - drulluhrædd. Ég var hrædd um að sköpunargáfan eyðilegðist, ímyndunaraflið eyðilegðist og ef maður notar þetta verður maður ekkert meira en einhver einhver, skilurðu." Verður þú mikið vör við fíkniefni í tónlistarheiminum? „Ég er voðalega út úr öllu i tónlistarheiminum, ég er einhvern veginn aldrei þar sem ég á að vera þannig að ég hef eiginlega ekkert tekið eftir því. Auðvitað er þetta til og ég hef heyrt mikið af þvi þótt ég trúi kannski ekki þvi sem ég heyri. Ég veit að það er eitthvað um þetta í tónlistarheiminum en ekki mikið. Það er hins vegar mikið af þessu í gangi og maður getur til dæmis ekki labbað niður í bæ án þess að manni sé boðið þrisvar sinnum spítt eða E eða hass eða hvað sem þefta heitir." Verður þú mikið vör við að ungir krakkar eigi i vandamálum með neyslu? „Það er soldið, en hvað kallar maður neyslu - af hverju er verið að banna eiturlyf, ég meina er ekki vín líka vímuefni ef maður notar það - skilurðu? Ég skil heldur ekki alveg foreldra að vera hrædd við einhver fíkniefni en leyfa svo börnunum vera niðrí bæ um helgar - skilurðu? Ég næ ekki alveg þessari fáránlegu uppstillingu á þessu máli, mér finnst þetta allt foreldrunum að kenna og ef foreldrar eru svekktir er þetta bara þeim að kenna - þetta eru krakkarnir þeirra sem eru niðrí bæ á blindafylliríi. Þetta er allt eins og Amal Quase sagði í einum þætti sem mér fannst mjög sniðugt. Hún sagði kvenmenn alltaf vera að kvarta yfir SkinfaxI/7

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.