Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1996, Blaðsíða 44

Skinfaxi - 01.05.1996, Blaðsíða 44
skrifar í þessari grein langar mig aS beina orðum mínum til ungs fólks og foreldra þess. Hópurinn „ungt fólk" er ansi teygjanlegur en ég hugsa mér aldurshópinn 12-25 óra sem viðmiSun. Það þýSir ekki að ef þú hélst upp ó 25 óra afmælið í gær sért þú ekki ungur ennþó, heldur er þetta einungis viðmiðun. Þessi ór geta reynst erfib fyrir unglingana og jafnvel foreldra þeirra sem í dag skilja ekkert i því hvernig börnin þeirra haga sér og sverja að þau hafi aldrei hagað sér svona sjólf. Þetta eru þau ór sem flestir eru að reyna að finna svar við spurningunni „hver er ég?" og það er ofboðslega margt sem einstaklingar þurfa að taka ókvarðanir um. Spurningar sem koma upp ó þessum árum eru til dæmis: • A ég að byrja að reykja? • Ætti ég að fara að stunda kynlíf? • Að hvoru kyninu laðast ég? • A ég að halda áfram i skóla eða fara að vinna? • Ætti ég að prufa alkóhól eða eiturlyf? Það væri vel þess virði að fjalla um öll þessi atriði en hér á eftir mun ég einungis fjalla um eiturlyf og notkun þeirra. Margar spurningar vakna i kringum notkun eiturlyfja en það sem flækir málið fyrir ungu fólki er að svörin eru nærri þvi jafn mörg. Eitt svar kemur frá pabba og mömmu, annað frá vinum og kunningjum og það þriðja frá fjölmiðlum ög hinu opinbera. Svo hverju á unglingurinn að trúa? Að undanförnu hef ég starfað i menntaskóla i Norður-Kaliforníu þar sem ég hef verið að vinna með ungu fólki á aldrinum 14-19 ára. Fólk á við hin ýmsu vandamál að striða, til dæmis kynsjúkdóma, óléttu, samskiptaörðugleika á heimilinu, sum eru meðlimir i klikum (gangs) og þetta eru aðeins fá af þeim vandamálum sem upp koma. En það er eitt sem virðist yfirleitt fylgja öllu þessu - áfengis- og/eða eiturlyfjaneysla. Þegar einstaklingar eru spurðir um ástæðuna fyrir því að hafa byrjað að nota eiturlyf eru langalgengustu svörin eitthvað á þessa leið: „Allir vinir mínir nota eiturlyf" eða „þetta hljómaði bara svo spennandi að mig langaði að prófa". Það er nefnilega langt frá þvi að vera auðvelt að segja bara NEI! Pressan frá vinahópnum vegur rosalega þungt þegar teknar eru ákvarðanir. Ef allir vinir þínir æfa knattspyrnu er þá ekki líklegt að þú farir að gera það lika? Ef allir vinir þínir færu reglulega á skíði, færir þú ekki með þeim? Nú er örugglega einhver að hugsa „en eiturlyf eru annað þvi þau eru hættuleg". Já, það er satt, þau eru stórhættuleg og hér annars staðar í opnunni er komið inná helstu afleiðingar eiturlyfjanotkunar. Það er hins vegar mjög mikilvægt fyrir alla einstaklinga að falla í hópinn og margir foreldrar gera sér ekki grein fyrir hversu mikil áhrif vinahópurinn getur haft á börn og oft á tíðum fer þeim að finnast eiturlyf eitthvað nýtt og spennandi. En lítum aðeins á þau eiturlyf sem helst eru á markaðnum hjá unglingum í dag. Eiturlyfið E (alsæla) hefur verið mikið í umræðunni að undanförnu. Fólki er sagt að áhrifin vari lengi og að einstaklingurinn komist burt frá döprum raunveruleikanum - komist i sæluvímu. Þegar þetta er sagt hljómar E-taflan kannski ekki svo illa og eflaust margir til í að sleppa við stressið og áhyggjurnar sem fylgja því að lifa í dag. En því miður er þetta ekki svona auðvelf. Það vantar nefnilega hina hliðina á alla þessa „sælu" sem fylgir þvi að nota E- töfluna - hlið sem er algjör vansæla. E-taflan er það sem kallast „designer drug" sem einfaldlega þýðir að það er einhver Jón Jónsson sem býr það til. Yfirleitt eru einhver ólögleg lyf tekin og þeim breytt og getur það valdið því að lyfið hans Jóns verði að lokum mörg hundruð sinnum sterkara en það lyf sem hann er að líkja eftir. Sá sem notar E hefur einfaldlega ekki eina einustu hugmynd um innihald lyfsins. Svo misjafnlega sterkt er innihald E-töflunnar að í sumum tilfellum hafa einstaklingar dáið eftir að hafa innbyrt eina töflu, aðrir hafa verið „heppnari" en á meðan enginn getur ábyrgst innihald töflunnar getur enginn ábyrgst að hún drepi ekki. 44 / SkinfaxI UMFÍ

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.