Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1996, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.05.1996, Blaðsíða 9
SkinfaxI/9 eg segi. Nú hefur þér gengib mjög vel í tónlistarbransanum, er hægt að lifa eingöngu ó tónlistinni hérna á íslandi? „Þa& er hægt aS lifa á henni ef maður er á toppnum en ef maður fer aðeins fyrir neðan toppinn er það ekki sjéns. Hins vegar, eru peningarnir líka fljótari að fara þegar maður er á toppnum því kostnaðurinn verður allur meiri. Það skiptir til dæmis rosalega miklu máli að kaupa sér föt þegar maður er að koma oft fram og ég þoli það ekki og veit fátt leiðinlegra en að máta föt. Fötin eru mikilvæg fyrir mig þar sem ég tala aldrei og verð því að vera áberandi á annan hátt á sviði." Verður mikið að gera hjá þér i sumar? „Eg sjálf geng alltaf fyrir og þess vegna fer ég út að skemmta mér í mánuð í sumar. Eg ætla ekki að spila á böllum nema þá að ég verði með tónleika á undan hljómsveitinni. Það kemur bara ekki til mála að ég spili á böllum lengur, ég er búin að fá algjört óverdós á því og svo finnst mér svo gaman að spila á tónleikum þar sem fólk situr og er alveg að hlusta á mann - skilurðu." Er stefnan sett á útlönd? „Ekkert endilega, mér er alveg sama. Eg veit ekkert hvernig það er að vera frægur eða að vera í útlöndum og er því ekki að missa af neinu. Eg hugsa voða lítið um þetta og er ekkert að gera mér neinar stórar vonir - eiginlega engar vonir. Núna er ég bara það sem ég er, mig langar til dæmis að fara til Ítalíu og læra málið en ef eitthvað gerist þá gerist það bara." Af hverju varð hljómsveitin Spoon svona vinsæl? „Eg veit það ekki. Þetta voru mjög klárir strákar að semja tónlist. Eg átti bara ekki heima almennilega I þessari tónlist en þessir strákar eru alveg rosalega klárir." Var ástæðan fyrir því að þú hættir með Spoon þá tónlistin? „Það var bara vegna tónlistarinnar og kom strákunum ekki við. I sumum fjölmiðlum var verið að kenna söngvaranum um þar sem ég fékk ekki að syngja nógu mörg lög á plötunni en það er algjör della því ég ákvað sjálf að syngja ekki fleiri lög. Eg söng bara þau lög sem ég vildi syngja og annað var ekki tekið í mál. Þeir leyfðu mér að hafa alveg frjálsar hendur og fengu svo eitthvað svona upp á mójj^éi^stgáinn. Eg var rosalega reið yfir því."

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.