Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1996, Blaðsíða 45

Skinfaxi - 01.05.1996, Blaðsíða 45
Það eru sérstaklega karlar sem fara út í það að nota stera en konur nota þá einnig. Iþróttamenn í sigursælum liðum eru oft spurðir að því hvort þeir noti stera en sem betur fer er svarið í flestum tilvikum, nei! rst og fremst er það staðreynd að geta valdið sýkingu í lifrinni, gulu, magaverkjum og jafnvel blæðingu í maga, uppköstum, niðurgangi, háum blóðþrýstingi, auknum líkum á hjartasjúkdómum, hjartaáfalli og jafnvel dauða. Neytendur vita þetta yfirleitt en nota sterana samt. Flestir segjast nota stera til að líta betur út og að líkaminn verði „flottari". Það er rétt að auðveldara er að byggja upp vöðva með því að nota stera en það er ýmislegt sem flestir gleyma að hafa hugfast þegar sterar eru notaðir. Steranotkun getur valdið því að hörundslitur fari að gulna, bólur myndast auk þess sem rauðir dílar og útbrot sjást hér og þar á skrokknum. Sjampókostnaður minnkar því fljótlega fer hárið að hverfa og notandinn verður óhemju andfúll sama hversu oft hann reynir að bursta tennurnar. Andlitið þrútnar út og konur fá skegg og mjög djúpa rödd. Neyslunni fylgja tíðir beinverkir og líklega staðnar vöxtur notenda sem enn eru að vaxa úr grasi. Eistun á körlun minnka, getuleysi og ófrjósemi fylgja auk þess sem brjóst fara að myndast á körlurn. Tíðahringur kvenna rugiast og þær geta orðið ófrjóar. Ef allt þetta er haft í huga værum við með manneskju þakta bólum og útbrotum, hálf- sköllótta, bólgna í framan, andfúla og hugsanlega getulausa - en það má ekki gleyma því að hún er stæltari! UMFÍ ÞaS er sérstaklega yngra fólk sem er aS sniffa. ÞaS kostar ekki mikiS og yfirleitt er hægt aS finna eitthvaS sem hægt er aS sniffa t.d. úti í bilskúr. Svo hvers vegna ekki aS prufa? Þetta kostar ekkert og vinirnir segja aS óhrifin séu meiriháttar ... en þeir gleymdu alveg aS segja þér áhrif sniffið hefur á heilann og hjartað. ÞaS sem getur gerst er aS heilinn og mænan sem stjórna því aS þú andar og aS hjartaS þitt slær, eru einfaldlega svæfð. Ef heilinn og mænan eru sofandi þá fellur þú í dá, kafnar, færS hjartaáfall og deyrS. Sum efni hafa þannig áhrif á hjartaS aS þaS fer aS slá óreglulega eSa stoppar viS einhverja líkamlega áreynslu. Sniff orsakar líka skemmdir á taugafrumum sem þýSir aS hæfileiki þeirra til a& koma upplýsingum frá heilanum til annarra hluta likamans minnkar. I hvert skipti sem einstaklingur sniffar er hann aS skemma taugafrumur og þaS getur aSeins endaS á einn veg. I þessari grein hef ég rætt aSeins lítillega um þrjár tegundir eiturlyfja. Ég hef ekkert fariS út í þaS aS tala um eiturlyf eins og kókain, ofskynjunarlyf, amfetamín og hass, svo eitthvaS sé nefnt. Vinir og kunningjar geta látiS eiturlyf hljóma spennandi og þaS er jafnvel möguleiki á því aS eitthvert ykkar hafi nú þegar prófað einhver fíkniefni og vitiS þá af eigin reynslu hvort um sælu e&a vansælu er a& ræ&a. ÞaS sem mestu skiptir er aS þú ert enn á lífi en í hverf skipti sem þú notar fíkniefni ertu a& skemma eitthvaS í líkamanum á þér og í hvert skipti ertu aS taka áhættu upp á líf og dauða. Hversu oft á lífsleiSinni hugsar einstaklingur „þaS kemur ekki fyrir mig"? I raunveruleikanum vita hins vegar allir aS notkun eiturlyfja getur auSveldlega valdiS dauða. MáliS er einfalt; þaS er ekkert til sem heitir hættulaust eiturlyf. Ef þau drepa þig ekki strax þá gera þau þaS hægt og rólega, bæSi andlega og líkamlega. Eiturlyf ná tökum á þér, þú nærS engum tökum á þeim sama hvaS þú reynir aS sannfæra sjálfan þig um þaS. ÞaS er staSreynd og ég hef enga ástæ&u til aS Ijúga aS þér. (Olafur Árnason er sálfræðinemi í Kaliforníu-fylki i Bandaríkjunum þar sem hann starfar meðal annars með menntaskólakrökkum sem hafa farið illa út úr eiturlyfjaneyslu.] SkinfaxI/45

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.