Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1996, Blaðsíða 42

Skinfaxi - 01.05.1996, Blaðsíða 42
Áfengi hefur skaðleg áhrif á neytandann. Hversu miklar breytingar verða í líkamanum fer að sjálfsögðu eftir áfengismagni og hve oft áfengis er neytt. Afengi breytir starfsemi líkamans og riðlar hormóna- starfi og efnaskiptum. Afengi dregur úr niðurbroti próteins og kolvetna og eykur tap vitamína og steinefna. Mörg líffæri verða fyrir skaðlegum áhrifum vegna áfengisneyslu og meðal þeirra helstu eru eftirtalin: Heilinn er mjög viðkvæmur og þarf lítið magn áfengis til að trufla starfsemi hans og samspil við taugakerfið. Þegar vínandi flæðir til heilans deyfir það frumur hans. Fyrst minnkar dómgreind, síðan verða tal og sjónstöðvar fyrir barðinu á vinandanum. Þegar magn vínanda í blóbi hefur náð ákveðnu marki verða heilafrumur sem stjórna hreyfingum fyrir áhrifum og neytandinn fer að skjögra. Notkun áfengis veldur dauba heilafrumna. Heilafrumur endurnýjast ekki og tapið vegna drykkju er því óbætanlegt. Þessum breytingum á heilavef fylgir atfurför andlegrar hæfni, s.s. dómgreindar, minnis, viljastyrks og sibgæbisvitundar. Afengið er ennig skaðlegt lifrinni. Mikil áfengisneysla getur leitt til skemmda á lifrinni og nefnist hún „skorpulifur". Lifrin verður þá hnökrótt og lifrarveggurinn seigur og trefjóttur svo að blób- streymib um hana verður mjög tregt. Afengi hefur slæm áhrif á hjarta og blóðrás. Það veldur skemmdum á frumum hjartans. Frumur hjartavöbvans endurnýjast ekki frekar en heilafrumurnar og tap af völdum áfengisneyslu er því óbætanlegt. Afengi veldur truflunum á blóðrásinni. Rauðu blóðkornin límast saman, blóðið þykknar sífellt eftir því sem vinandamagnib eykst og streymir þá tregar um grennstu æðarnar, háræðarnar, og síðan um víðari æðar. Afengi hefur áhrif á æxlunarfærin. Það er rangt sem margir halda að áfengi sé töfraefni sem leiði til betri árangurs í kynlífi. Afengið eykur oft kynferðislega löngun því það losar um hömlur í kynferbismálum. Það dregur hins vegar úr tauga- og vöðva- samhæfingu og rýrir kyngetu karlmanna. Einnig er talið að eistu ofdrykkjumanna rýrni og framleiðsla karlhormónsins minnki. Hjá konum getur mikil áfengisdrykkja valdið ófrjósemi. Konur ættu einnig að muna að áfengi er bannvara á mebgöngutima. Afengi eykur líkur á fósturláti og fóstursköðum. Ekki er vitað hve mikils áfengis barnshafandi konu er óhætt að neyta án þess að það skaði fóstrib svo að forðast ber neyslu þess með öllu á meðgöngutímanum. Afengi - andstæðingur afrekanna Höf. Þórdís Gísladóttir & Þráinn Hafsteinsson & TÖLVUVfEÐING HF. Hafnargata 31 - 230 Keflavík - lceland Tel: 354-421-4040 Fax: 354-421-3545 adíókjallarinn Hafnargötu 39 • 230 Keflavík ± Sími 421 5991 • Fax 421 3664 Einkaumboð á Islandi, umboðsaðilar um allt land Universal f'jarstýring OM FORALL L I T E Veggfestingar fyrir sjónvörp, hátalara og örbylgjuofna m ■■■■ 42 / SkinfaxI UMFÍ

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.