Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1996, Blaðsíða 39

Skinfaxi - 01.05.1996, Blaðsíða 39
mjög fullir en það gerist samt heldur ekki mjög oft og oft ó tíðum er þetta nú mikið ímyndunar fyllirí hjó krökkum á þessum aldri. Eg held að ég persónulega sé alveg næg ástæða fyrir fólk að arga og garga á tónleikum." Heldur þú að það sé erfitt fyrir krakka að segja nei við vimuefnum i dag? „Það er ekkert erfitt fyrir krakka að vera klín vegna þess að þegar unglingar hitta einhvern sem er virkilega un-klín þá held ég að fyrstu viðbrögð klín unglinganna séu þau að þau fríka út eða sko kúka í buxurnar af hræðslu. Ég veit alveg hvað un-klín fólk er þegar ég hitti það og það er bara svo mikill pjúra viðbjóður að ég trúi því bara ekki að fólk láti bjóða sér hvað sem er. Enda held ég að það sé voða erfitt fyrir klín unglinga, þar sem þeir eru i miklum, miklum meirihluta, að hitta un-klín unglinga „any ways" og ég held að þeir eigi ofsalega litla samleið." Er vímuefnaneysla unglinga orðið mikið vandamál eða hafa fjölmiðlar kannski blásið umræðuna of mikið út? „Ég æfti að vita manna best hvað fjölmiðlar blása upp og hvað ekki og hvað raunverulega gerist í svona fjölmiðlaúlfúð. Ég veit ekki nákvæmlega hvað gerist þegar fólk fríkar út úti í bæ. Það er kannski þess vegna sem þið eruð að búa til þetta blað vegna þess að eitthvað ákveðið fólk úti í bæ var að fríka út og hringdi í Þjóðarsálina. Aftur á móti er mjög gáfulegt að byrgja brunninn áður en börnin detta ofan í og það er kannski einmitt það sem þetta fólk er að gera með þvi að hringja í Þjóðarsálina strax. Ég held samt að það sé búið að dramatíka þetfa of mikið og við skulum aðeins horfast í auga við að það að gera úlfalda úr mýflugu og að móla skrattann á vegginn er neikvætt og um leið neikvæður hræðsluáróður. Eg held nefnilega að hræðsluáróður muni aldrei virka." Geri það þá jafnvel meira spennandi? „Einmitt. Segjum sem svo ... sko ... nei - þetta er bara steypa, byrjum aftur. Það er ekki hægt að sjokkera fólk með sama hlutnum fimmtíu sinnum. Þú getur kannski sjokkerað það einu sinni en eftir nokkur skipti er það hætt að kippa sér upp við þetfa sama sjokk. Þannig er hræðsluáróður og hræðsluáróður reynir að - böhöh - hræða mann með einhverjum fokking grýlum og á sama tíma og áróðurinn á að fara að bera einhvern árangur vaknar þetta sama fólk upp við það að hann virkaði bara ekkert. Hræðsluáróður hefur aldrei virkað og reynum því að hætta honum núna - sko strax í dag - og fara að tala um þeffa niðri á jörðinni - á mannamáli. Þetta sem landlæknisembættið, lögreglan, Krossinn og öll þessi félagasamtök, sem á yfirborðinu eiga að vera fyrir unglinga en eru yfirleitt starfrækt af fullorðnu fólki sem talar ekki unglingamál, eru að gera, bara því miður virkar ekki." Þá áttu vi& hræðsluáróður eins og þegar einhver deyr af völdum E og það er blásið út í öllum fjölmiðlum? „Akkúrat. Ég hef líka fengið upp i hendurnar ofsalega fyndinn fréttaflutning af E-i. Ég gleymi því ekki, ég bókstaflega argaði og gargaði af frétt á baksíðu DV einhvern tímann þegar þeir birtu UMFÍ æðislega dramatíska sögu af fjórum sjómönnum sem voru fluttir upp á slysó eftir að hafa tekið E. Sjómaðurinn sagði sjálfur frá fréttinni sem var eitthvað lík þessu: „Ja, vib vorum bara iparna fjórir saman og hringdum \ ákveðinn mann sem v/ð vissum að gæti reddab E-i og hann sagbi okkur ab þetta væri algjörlega hættulaust og vib héldum bara áfram ab kjafta saman og svo fór einn okkar ab frobufella og vib reyndum ab hjálpa honum og hann var fluttur upp á slysó og þá fór ég ab frobufella og síban vorum vib sko alveg bara komnir meb í magann og brjóstsviba og svona og vorum bara næstum því dau..." Svona er greint frá þessu í blöðunum með einhverjum ákveðnum hvolpaaugum. En lítum okkur nú aðeins nær - „get a grip" - það sitja semsagt fjórir sjóarar saman með auðséð einhverjar landaflöskur og vodkaflöskur og eina malt á borðinu, skilurðu. Þeir hringja svo og panta E eins og þeir séu að panta pizzu og láta svo telja sér trú um að þetta sé algjörlega hættulaust - sko, hvað er að þessu fólki? Auðvitað fylgir þessu ákveðin áhætta og þar að auki á maður að vita hvernig dópið virkar áður en maður tekur það inn. Maður situr ekki heima í stofu og bryður E-töflur og heldur svo áfram að kjafta. Maður verður að byrja að dansa og hreyfa sig eða fara út og hlaupa eins og fætur toga. I þessu DV- tilfelli lenti þetta dóp hjá vitlausu fólki sem tók þetta inn á vitlausan hátt, vissi ekki neitt um það hvernig það virkaði og svo lenti þessi saga í höndunum á einhverri blaðakonu sem reyndi að gera sitt besta til að gera síðasta-blóm-í-heimi-sögu. Ég nenni því bara ekki að hlusta á svona sögur um eiturlyf." (Páll Oskar óska&i sérstaklega eftir þvi að enskusletturnar í viðtalinu væru látnar standa eins og hann sagði þær.) SkinfaxI/39

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.