Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.05.1996, Blaðsíða 25

Skinfaxi - 01.05.1996, Blaðsíða 25
Afengi langhættu- legasta vímuefnið I umræðunni um neyslu vimuefna eru allir á einu máli um að fordæma hin ólöglegu efni sem ganga undir samheitinu „dóp", en gleyma því, eða vilja a.m.k. ekki viðurkenna það, að áfengi er langhættulegasta vímuefnið. Afengisneysla unglinga hefur aldrei verið eins mikil og síðustu árin. Og um leið eru ólögleg vímuefni í sífelldri sókn, eins og sorgleg dæmi sanna. Áfengið er hættulegt sjálfs sín vegna, en hættulegast verður það vegna þess að það er langoftast forsenda fyrir neyslu hinna sterkari og oft lífshættulegu fikniefna. Forvarnir eru mikið notað og vinsælt orð þegar fjallað er um baráttuna gegn vímuefnum í dag, bæði í ræðu og riti. En svo virðist sem menn séu ekki á einu máli um hvaða merkingu beri að leggja í það ágæta orð. I mínum huga hefur það aðeins eina merkingu þegar um baráttu gegn neyslu fíkniefna er að ræða: Að koma í veg fyrir að nokkru sinni verði byrjað á neyslu þeirra. Það eru hinar einu raunhæfu forvarnir. (Björn Jónsson, stórtemplar) Bifreiðaverkstæði Hafnarfjarðar Verslunarma.félag Suðurlands TEPPA & HÚSGAGNAHREINSUN flBfe'?"'* HMINSUN Á STIOAOÖNGUM TIPPA- OG SATAHMINSUN A BIIUM ÓDÝR OG GÓÐ ÞJÓNUSTA! /..fy AlHtlDA HlllNCiRMINOAR eðalAþrif ^ W HMINGERNINGA r.vn.la "1 (. Y 7T 587 57ó6 • 854 2456 • 894 2456 EIMSKIP RARIK Munið símsvara lögreglunnar í Kópavogi 560 3075 fyrir þá sem veitt geta upplýsingar varðandi sölu og dreifingu á landa og ólöglegum fíkniefnum - en óska nafnleyndar. ^-TAFLAN OG UTSYNISFLUG Ert þú virkilega tilbúinn að taka þá áhættu sem fylgir því að nota E-töfluna? Þú gætir ver/ð heppinn og notað E i tvö ár án þess að verða „alvarlega" meint af. Þú gætir einnig bara ætlað að prófa einu sinni og það verða endalokin á þínu lífi. Ert þú virkilega tilbúinn að taka þá áhættu? Lítum á eftirfarandi dæmi: Þú notar E eða langar til að nota það til að komast frá raunveruleikanum (staður A) á einhvern sælustað (staður B) og hafa svolítið fjör í leiðinni. Segjum nú hins vegar að þér bjóðist möguleiki á að komast frá raunveruleikanum og á sælustað sem þig hefur alltaf dreymt um. Þér væri boðin ókeypis ferð frá Reykja- vík (staður A) í sumarsólina á Hawaii (staður B). Þú hlakkar einhver ósköp til því vinir þínir hafa sagt þér að það sé frábært fjör á Hawaii og þú ert tilbúinn að leggja ferðalagið á þig. Þegar þú ert hins vegar búinn að koma þér fyrir í flugvélinni heyrist í flugstjóranum i hátalarakerfinu: „Velkomnir um borð góðir farþegar. Við ætlum að gera þessa ferð ykkar virkilega spennandi og munum þess vegna reyna allskonar listflug á leiðinni. Ef það heppnast hjá okkur ætti þessi ferð að vera ánægjuleg. Reyndar verð ég að segja að það eru nokkuð góðar líkur á því að við munum hrapa á leiðinni sem þýðir að flest okkar deyja. Takk fyrir og góða ferð." Tækir þú sénsinn? Ví niu varnir hofjast heima. Félagsinálaráft Srlt'oss UMFI SkinfaxI/25

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.