Skinfaxi - 01.12.2001, Qupperneq 4
42. sambandsþing UMFÍ
Eftirfarandi tillögur voru samþykktar
á 42. sambandsþingi UMFÍ:
42. sambandsþing UMFÍ haldið 20.-21.
október 2001 í Stykkishólmi samþykkir
að: fela stjórn UMFÍ að hefja viðræður
við ISI um heildarendurskoðun á skipu-
lagi og hlutverki íþrótta- og ungmenna-
hreyfinganna, UMFI og ISI, með það að
markmiði að hámarka með öllum tiltæk-
um ráðum skilvirkni og hagkvæmni í
rekstri þessa málaflokks, en þó þannig
að ekki sé gengið á gæði starfsins. Stjórn
UMFI skal í þessu skyni skipa formlega
nefnd forystumanna úr grasrót hreyf-
ingarinnar sem standi að þessum
viðræðum og skili tillögum til næsta
sambandsþings UMFI. Sambandsþingið
fagnar þeim áhuga sem IBR og IBH hafa
sýnt með umsóknum sínum um aðild að
samtökunum. Skal nefndin í störfum
sínum meðal artnars hafa í huga um-
sóknir ÍBR og ÍBH en afgreiðslu þessara
umsókna er frestað þar til tillögur
nefndarinnar liggja fyrir. Stjórn UMFI er
heimilt, sbr. 5. grein laga UMFÍ og sé
það í samræmi við niðurstöðu nefndar-
innar, að samþykkja inngöngu IBR og
ÍBH í UMFÍ með fyrirvara um staðfest-
ingu sambandsþings.
Samþykkt var að opna Unglinga-
landsmót UMFI öllum börnum og
unglingum á aldrinum 11-16 ára. Næsta
Unglingalandsmót fer fram í Stykkis-
hólmi dagana 2.-4. ágúst 2002.
Einnig var samþykkt að færa fram-
kvæmd átaksverkefna í auknum mæli
út á land.
Samþykkt var að fela stjórn UMFI að
leggja af stað í forvarnarherferð sem
beinist gegn notkun „munntóbaks".
Göngudagur f j ölskyldunnar
Göngudagur fjölskyldunnar fór fram
helgina 6. og 7. október s.l. Alls fóru
fram um það bil 50 göngur víðsvegar
um landið og tók mikill fjöldi manns
þátt í þessum göngum. Göngurnar
voru miserfiðar, allt frá léttum
innanbæjargöngum upp í erfiðar fjall-
göngur. Fjölmargar göngur fóru fram
undir fararstjórn kunnugra einstak-
linga. Þessir leiðsögumenn fræddu
þátttakendur um sögu, náttúrufar
og menningu hvers staðar. Þar sem
leiðsögumenn voru ekki með í för er
samt ekki hægt að segja annað en að
þátttakendur hafi fengið holla
hreyfingu í faðmi náttúrunnar.
Göngudagurinn var að þessu
sinni samstarfsverkefni Ungmenna-
félags Islands, Landssamtaka
áhugafólks um flogaveiki (LAUF)
og Landsvirkjunar. Þrjár göngur fóru
einmitt fram á virkjanasvæðum Lands-
virkjunar.
Forseti íslands, herra Ólafur Ragnar
Grímsson, setti verkefnið formlega í
Þrastarskógi sunnudaginn 7. október
og gekk með þátttakendum um
skóginn. Skógurinn er náttúruperla
sem allir ungmennafélagar, sem og
aðrir landsmenn, ættu að kynna sér
næst þegar þeir eiga leið hjá.
Happdrætti fór fram í tengslum við
Göngudaginn. Fimm heppnir þátttak-
endur hlutu 20.000 króna inneign í
útivistarversluninni Everest í Skeif-
unni. Vinningarnir voru afhentir í nóv-
ember í Everest.
Eftirtaldir hlutu vinninga:
Gunnar Þorleifsson, Þórshöfn
Hlín Sigmarsdóttir, Borgarnesi
Þóra Þorgrímsdóttir, Selfossi
Hrefna Sigurgeirsdóttir, Reykjarhlíð
Rögnvaldur Bergþórsson, Reykjavík.
Göngudagur fjölskyldunnar er
skemmtileg hefð sem mikilvægt er
að ungmennafélögin standi vörð um.
Fyrsti Göngudagur fjölskyldunnar
var haldinn hátíðlegur í júní 1980.
Ungmennafélag Islands stóð fyrir
honum. Þátttakan var strax góð og
efldist verkefnið því mjög næstu
árin. A níunda áratugnum voru
haldnir margir Göngudagar og má
áætla að hálf þjóðin hafi tekið þátt í
þeim. Síðustu ár hafa ekki verið
haldnir göngudagar á landsvísu en
mörg félög hafa viðhaldið hefðinni
upp á eigin 'spýtur.
Sambandsþingið væntir þess einnig að ríkis-
stjórn íslands stórauki fjárframlög til íþrótta- og
ungmennafélagshreyfingarinnar.
Þetta er aðeins brot af þeim tillögum sem
samþykktar voru á þinginu.
Á þinginu færði nýkjörinn formaður Þóri
Jónssyni, fyrrverandi formanni UMFÍ, mynd að
gjöf sem þakklætisvott fyrir mikið og fórnfúst
starf í þágu hreyfingarinnar.
Þakklætiskveðj a
til UMFÍ
Þessi grein birtist í Velvakanda, fréttablaði
Umf. Vöku fyrir skömmu.
í októbermánuði var haldið alveg hreint
geysifjörugt dansnámskeið hér í sveit. Á
námskeiðið voru mætt 7 ung danspör og lærðu
þau gömlu dansana undir handleiðslu Sigríðar
Sæland frá Selfossi. Dansnámskeiðið tókst í
alla staði vel og voru allir sem tóku þátt í því
ánægðir með að hafa lært grunnsporin í öllum
helstu dönsunum. Kom þetta sér mjög vel
þegar grípa þurfti í dansskóna á hinu magnaða
Kornskurðarballi. Þátttökugjaldið á námskeið-
ið var með hinu lægsta móti og svo styrkti
Ungmennafélagið félaga um 1000 kr.
Hér með vil ég koma þakklætiskveðju til
Ungmennafélagsins og sýnir félagið hér enn
og aftur að það er tilbúið að styðja við bakið á
allri starfsemi innan þess. Án efa verður haldið
annað eins námskeið innan fárra ára en
þangað til..
Ungmennafélagskveðja
Hulda Kristjánsdóttir,
formaður skemmtinefndar
Ný stjórn UMFI
42. sambandsþing UMFÍ sem haldið var í
Stykkishólmi dagana 20. - 21. október var nýr
formaður, Björn B. Jónsson kosinn og ný stjórn
UMFÍ kosin til næstu tveggja ára. Athygli vekur
hversu jöfn kynjaskiptingin er í stjórninni, en
fimm eru af hvoru kyni í stjórn UMFÍ fyrir utan
formann. Neðangreindir skipa nýkjörna stjórn:
Björn B. Jónsson HSK, formaður, Helga Guð-
jónsdóttir HSK, varaformaður, Sigurbjörn
Gunnarsson Keflavík, gjaldkeri, Ásdís Helga
Bjarnadóttir UMSB, ritari, Anna R. Möller
UMSK, Hildur Aðalsteinsdóttir UMSE, Sigurður
Viggósson HHF. Varastjórn: Kjartan Páil Ein-
arsson HSH, Kristín Gísladóttir HSK Svanur M.
Gestsson UMSK og Birgir Gunnlaugsson Umf.
Fjölnir