Skinfaxi - 01.12.2001, Page 7
Patrekur Jóhannesson atvinnumaður í handknattleik
Ungmennafélaginn og handknattleiks-
maðurinn Patrekur Jóhannesson hefur
farið mikinn í liði Essen þar sem af er
vetri. Patti gerðist atvinnumaður með
félaginu árið 1996 og hefur leikið þar
síðan. Hann er meðal markahæstu manna
deildarinnar og hlotnaðist sá heiður fyrir
tímabilið að vera gerður að fyrirliða lið-
sins. Honum líður vel í Essen en þar býr
hann í góðu yfirlæti ásamt konu sinni
Rakel Onnu Guðnadóttur listnema, syni
þeirra Jóhannesi Damían og fóstursyni
sínum Braga Baldurssyni. Valdimar
Kristófersson sló á þráðinn til Patta og
ræddi við hann um atvinnumennskuna
og hugsanlega möguleika landsliðsins á
Evrópumótinu í Svíþjóð sem hefst 25.
janúar á næsta ári, en Island leikur í riðli
með Spáni, Sviss og Slóveníu.
Það er mikill heiður fyrir mig að vera
fyrirliði hjá svona stóru félagi
Nú er tímabilið næstum hálfnað í
þýsku deildinni og þið eruð í topp-
baráttunni. Er þetta eitthvað sem þú
áttir von á fyrir tímabil? „Okkur var
spáð um miðja deild, en ég átti von á
því að við myndum verða í efri hlut-
anum þannig að þessi árangur okkar
er ekki að koma mér neitt sérstaklega
rnikið á óvart.”
Hvað með framhaldið eftir jól. Eigið
þið möguleika á að fara alla leið?
„Við erum með mjög gott lið og það
er alltaf möruleiki á að fara alla leið,
en okkar markmið er að ná sæti sem
gefur rétt á að spila í Evrópukeppn-
inni á næsta ári. Við erum ennþá inni
í bikarnum svo það er kannski besta
leiðin fyrir okkur til að komast í Ev-
rópukeppni. Að ná að vinna deildar-
keppnina er frekar erfitt því það eru
lið, sem eru betri en við í dag, en það
er aldrei að vita nema að okkur takist
að fara alla leið."
Hefur þú áður staðið í þessari bar-
áttu áður ineð liðinu? „Nei, þessi
staða er alveg ný fyrir mér. Það er
ólíkt skemmtilegra að vera að berjast
um toppsætin en að sigla lygnan sjó í
deildinni sem hefur verið hlutskipti
okkar undanfarin ár."
Hvaða lið munu koma til með að
etja kappi við ykkur um titilinn?
„Bestu liðin í dag eru Lemgo og Kiel
svo koma lið eins og Magdeburg,
Nordhorn , Flensburg , Wallau og
Tusem.”
Þú ert búinn að leika í 6 ár með
Essen. Þér líkar greinilega vel við
lífið þar á bæ? „Þetta er mitt 6. tíma-
bil hjá Tusem, mér líkar vel í dag en
svo hefur reyndar ekki alltaf verið.
Fyrstu árin gekk mér vel, næstu tvö
gengu ekki eins vel en síðustu tvö
árin hefur mér gengið mjög vel."
Þú varst gerður að fyrirliða liðsins
fyrir tímabil. Það er mikill heiður
en kom þér þetta á óvart? „Það er
mikill heiður fyrir mig að vera
fyrirliði hjá svona stóru félagi eins og
Tusem er. Þessi útnefning kom mér
ekki á óvart því ég hef verið einna
lengst hjá liðinu."
Lítur þú hlutverk fyrirliðans
öðrum augum eftir að þú varst
gerður að fyrirliða? „Nei ég
held ekki. Fyrirliðanum fylgir
ábyrgð sem ég hafði gert mér
grein fyrir áður en ég tók við
bandinu."
Finnur þú fyrir þeirri ábyrgð á
herðum þér? „Já, ábyrgðin er
vissulega meiri og fjölmiðlar
leita oftar en ekki svara hjá
fyrirliðum svo athyglin er meiri,
en mér finnst ég vera vel til-
búinn í þetta hlutverk."
Að ná að
vinna
deildar-
keppnina er
frekar erfitt
því það eru
lið sem eru
betri en við í
dag
Hvernig er að búa og ala upp
barn í Þýskalandi? „Það er
mjög gott að búa í Essen. Ég
kann vel við borgina og hef
kynnst góðu fólki. Að ala upp
barn hér er eflaust ekkert frá-
brugðnara því að ala upp barn á
íslandi og ég hef góðan tíma til
að sinna uppeldinu."
Þú átt tæp 2 ár eftir af samn-
ingnum. Hvað með framhald-
ið? „Ég hef hugsað um það að