Skinfaxi - 01.12.2001, Qupperneq 21
ekki fallið með okkur það sem af er.
Það virðast allir geta unnið alla í
deildinni og vonandi fellur eitthvað
okkar meginn eftir áramót. Það er
vonandi að við náum að rétta okkar
hlut."
Búinn að stjórna mér allt mitt líf
En er ekki dálítið sérstakt að fá kar-
linn til að stjórna sér Ragnar? „Nei,
alls ekki. Hann er búinn að stjórna
mér allt mitt líf þannig að þetta er
ekkert nýtt fyrir mig. "
En þið eruð með ungt lið sem á
framtíðina fyrir sér? „Já, það er
engin spurning. Við erum með mjög
ungt lið og byggjum á heimamönn-
um. Það eru ekki nema tveir að-
komumenn með okkur. Ég gæti
trúað að meðalaldurinn sé 18 ár
þannig við við eigum eftir að
þroskast mikið. Það er því björt
framtíð hérna á Selfossi," segir
Ragnar.
Hvað með gengi ykkar í 11. flokki í
vetur? „Okkur hefur gengið ágæt-
lega þar. Það eru búin tvö mót og við
höfum lent í öðru sæti í þeim báðum.
Það er ásættanlegt en við leikum í A-
riðli. Það skiptir síðan öllu máli að
vinna síðasta mótið en þá keppa þau
fjögur lið sem verða í A-riðli til
úrslita um íslandsmeistaratitilinn.
Því skiptir öllu máli núna að halda
sér í A-riðli og passa sig að detta ekki
niður í b-riðil," segir ívar.
Er karfan vinsæl á Selfossi? „Nei,
ekki nógu vinsæl. Flestir krakkarnir
fara í handboltann eða fótboltann."
Segir Ivar
Þrátt fyrir að þið hafið verið að ná
góðum árangri í yngri flokkunum?
„Já, það er svo margir sem detta út
úr körfunni þegar þeir eldast. I okkar
flokki erum við t.d. ekki nema sjö í
kjarnanum og svo eru aðrir sem
koma og fara. Þegar við vorum yngri
þá voru mikilu fleiri að æfa með
okkar." Segir Ragnar
Hafið þið leikið með yngri lands-
liðum Islands? „Já, við fórum til
Svíþjóðar í fyrra með drengjalands-
liðinu og kepptum í undankeppni
fyrir Evrópumótið. Það gekk ekkert
sérstaklega vel og við töpuðum öll-
um leikjunum nokkuð stórt nema á
móti Svíum." Segir Ragnar.
ívar þú ert tæpir 190 cm á hæð og ekki nema 16
ára. Hvað ertu eiginlega að setja ofan í þig?
„Ekkert sérstakt. Maður blandar saman sjoppu-
fæðinu og matnum hjá mömmu. Maður er í
þessu rusl fæði í skólanum en fær síðan almenni-
legan mat þegar maður kemur heim."
En þurfa ekki svona ungir og upprennandi
stjömur eins og þið að hugsa vel um mataræðið
ef þeir ætla sér að ná langt? „Jú, ég held að það
sé nauðsynlegt að við förum að breyta mataræð-
inu eitthvað," segir Ivar.
Eigið þið ykkur einhverja uppáhaldsleikmenn
í körfunni hérna heima og úti? „Já, Jón Arnór
Stefánsson í KR er í miklu uppáhaldi hjá mér og
Scottie Pippen, Portland er frábær leikmaður.
Það er bara verst hvað hann er í lélegu liði," segir
Ragnar og ívar lætur í ljós sína skoðun: „Jón
Arnór er góður en ég líka hrifinn af Loga
Gunnarssyni hjá Njarðvík og svo er Iverson hjá
Philadelphia góður."
og auðvitað stefnum við á landsliðið. Svo
væri spennandi að komast í atvinnumenn-
skuna. Við eru reyndar á leiðinni til Band-
aríkjanna í skóla næsta haust. Við förum í
gegnum skiptinemasamtök sem koma
okkur inn í skóla þar sem körfuboltinn er
vinsæll," segir ívar.
Þannig að það er karfan sem dregur
ykkur út en ekki skólinn? „Já, við höfum
mikinn áhuga á að leikia erlendis. Okkur
langar til að sjá hvernig þetta er þarna úti
og reyna að meta hvar við stöndum. Það
hefur sýnt sig að þeir sem hafa farið
erlendis hafa bætt sig í körfunni og við
vonumst eftir að gera það sama. Það er
staðið miklu betur að körfunni þarna úti og
möguleikarnir því meiri. Við erum einnig
að horfa í það að geta fengið styrk til
frekari náms í háskóla því þjálfararnir í
skólunum reyna stöðugt að koma sínum
leikmönnum að í háskólunum," segir ívar.
Hvaða kosti þarf körfuboltamaður að hafa til að
vera í fremstu röð? „Það er margt t.d. þarf hann
að vera sterkur, fljótur, hafa góða tækni og
skilning á leiknum," segir Ragnar
Þið búið náttúrulega við alla þessa kosti? „Ég
segi það ekki en við erum að vinna í þeim og
reyna að bæta þá," segir Ragar.
Stefnan sett á landsliðið
Hver er draumurinn hjá svona ungum strákum?
„Það er fyrst og fremst að leika í úrvalsdeildinni
Þannig að þið stefnið á atvinnumenn-
skuna? „Já, það er engin spurning. Við
stefnum á að að reyna að komast að í
Evrópu til að byrja með að minnsta kosti.
Reyndar þurfum við fyrst og fremst að
hugsa um að mennta okkur því það er ekki
gefið að maður komist í atvinnumennsku-
na. Við erum því ekki tilbúnir til að fórna
skólanum fyrir körfuna," segir Ragnar.
Og að lokum. Hvor er betri í körfubolta?
„Það er engin spurning," svara þeir í kór og
láta þar við sitja.