Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.2003, Blaðsíða 17

Skinfaxi - 01.02.2003, Blaðsíða 17
fHítt-GuðmtHHteaon Ég held að það hefðu allir gott að af því að vera svolítið sveitó Það hefur löngum verið talið að hjarta UMFÍ slái hvað hraðast úti á landsbyggðinni. Hvernig stendur á þessu? „Það er sjálfsagt vegna þess að allt frá því að UMFÍ var stofnað 1907 þá hefur hreyfingin verið hvað öflugust á landsbyggðinni, meðal annars vegna þess að það hefur tekist betur að varðveita ungmennafélagsandann og hugsjónina úti á landi en hér í Reykjavík og stærri þéttbýliskjörnum þar sem kominn er meiri hraði, keppni og stress í mannskapinn og almenningur mest upptekinn í því að olnboga sig áfram í lífsgæðakapphlaupinu. Enda er það nú orðið svo að maður hittir í hverri viku fjöldann allan af Reykvíkingum sem eru á leiðinni úr borginni, komast eitthvað út í sveit til að að slaka á. Enda er það hluti af ungmenna- félagsstarfinu að rækta sjálfan sig, stunda íþróttir og útivist, mennta sig og kannski ekki síst að slaka á og byggja sig upp. Og einhverra hluta vegna virðist betra að stunda þessa iðju úti á landi. Enda er UMFÍ mjög stolt af því að vera landsbyggðar- samtök og jafnvel sveitó í jákvæðri merkingu þess orðs. Ég held að það hefðu allir gott að af því að vera svolítið sveitó. En það þýðir samt ekki að að við tileinkum okkur ekki nýjungar í starfi, og erum í fararbroddi á mörgum sviðum sem varða þau mál sem við störfum að. Og þannig hefur það löngum verið með ung- mennafélagshreyfinguna. Ungmennafélögin hafa margoft haft forystu í málum í þjóðfélaginu sem varða íþróttir, umhverfismál, menntun og menningu ýmis konar." Hluti af starfi kynningarfulltrúa er að vera í samstarfi við fjölmiðla. Hvernig hefur það gengið? „Það hefur gengið ágætlega, mér finnst þetta skemmtilegt umhverfi og fjölmiðlar almennt eru jákvæðir fyrir þeirri starfsemi sem ungmenna og íþróttafélögin standa fyrir. Reyndar myndi ég vilja sjá miklu meiri jákvæða umræðu um það fjölbreytta og góða starf sem íslensk ungmenni eru að taka þátt í í hinum ýmsu félagasamtökum í landinu. En því rniður er nú einhvern veginn svo að það telst varla frétt nema að einhver sé drepinn, laminn eða rændur. Vonandi breytist þetta til betri vegar og jákvæð málefni geta líka talist til frétta, ekki bara uppfyllingarefni í lok fréttatímans. En auðvitað eru aðrir dagskárliðir fjölmiðla sem taka á hinum ýmsu málum, þar á meðal okkar starfi." Nú hafa stór verkefni verið í gangi að undanförnu sem hafa gengið mjög vel t.d. Hættum að reykja og Fíkn er fjötur. Nú er sumarið framundan sjálfsagt einhver ný verkefni sem eru að fara af stað? „Jú þetta eru hvoru tveggja fín verkefni sem hafa gengið vel. Varðandi sumarið þá ber hæst Unglingalandsmót UMFI í umsjón HSV og landsverkefnið UMFÍ Göngum um ísland sem er í umsjón UÍA, sem og verkefnið Fjölskyldan á fjallið sem er verkefni stjórnar um- hverfissviðs UMFÍ. Þá má nefna norræna leiðtogaskólann á Laugarvatni í júli og ung- mennaviku í Syd Slesvik í júní. Islandsleikhús verður á ferðinni um landið frá seinni part júní og fram að unglingalandsmóti. En síðan ætlum að snúa okkur enn frekar að innra starfinu og vera dugleg að heimsækja hér- aðssambönd og ungmennafé- lög á komandi misserum," segir Páll Guðmundsson kynningar- fulltrúi UMFÍ að lokum. VELKOMIN í ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐINA í BORGARNESI Sérstök tilboð fyrir hópa sem vilja koma í æfingabúðir

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.